Bókatíðindi - 01.12.1995, Page 60

Bókatíðindi - 01.12.1995, Page 60
Ævisögur og endurminningar handa við að lýsa tilfinn- ingum sínum og hugsun- um um leið og hún segir Paulu sögu fjölskyldunnar. Undurfalleg bók um sár- sauka, ást og hugrekki, skrifuð af Ijóðrænni og sterkri stílgáfu. 340 blaðsíður. Mál og menning ISBN 9979-3-987-4 Verð: 3.880 kr. mmmmmmmmmmmmmmm PÉTUR SJÓMAÐUR Ásgeir Jakobsson Pétur sjómadur er ævisaga Péturs Sigurðssonar, al- þingismanns, sem um þriggja áratuga skeið setti mikinn svip á stjórnmála- og verkalýðssögu landsins og var alþjóð kunnur sem „Pétur sjómaður" Bókin segir frá uppvexti Péturs í Kreppunni miklu; nær tuttugu ára sjómanns- ferli hans á bátum, tog- urum og farskipum; af- skiptum hans af verka- Bókbæt* sf. RfIÍ*NGA OG BÚKAVæSUW Glæsibæ Álfheimum 74 104 Reykjavík 568-4450 lýðsmálum innan Sjó- mannafélags Reykjavíkur og á A.S.Í. þingum, þegar pólitíkin var hvað hörðust; langri stjórnmálabaráttu en Pétur sat 28 ár á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn og var m.a. formaður bankaráðs Landsbanka íslands; og hinu mikla uppbyggingar- starfi Péturs í öldrunar- þjónustu, en hann var í 30 ár formaður Sjómanna- dagsráðs í Reykjavík og Hafnarfirði og vann þar að stækkun Hrafnistu í Reykja- vík, hafði forystu um bygg- ingu Hrafnistu í Hafnarfirði, sem kölluð hefur verið „kraftaverkið hans Péturs", og stjórnaði uppbyggingu sumardvalaraðstöðu sjó- manna að Hraunborgum í Grímsnesi. Saga Péturs Sigurðssonar er þannig sjómannssaga, framkvæmdasaga og verkalýðs- og stjórnmála- saga - og er þá eftir mað- urinn skrautlegur en Pétur háði um tíma harða bar- áttu við Bakkus. Bókina prýða 100 myndir. Pétur sjómaðurer 21. bók Ásgeirs Jakobssonar en meðal ævisagna hans má nefna metsölubók síðasta árs, Óskars sögu Halldórs- sonar. 300 blaðsíður. Setberg ISBN 9979-52-136-8 Verð: 3.420 kr. RAGNARI SKAFTAFELLI Endurminningar og frásagnir Helga K. Einarsdóttir Ragnar Stefánsson bóndi og þjóðgarðsvörður var fæddur og uppalinn í Skaftafelli í Öræfum. í endurminningum sínum lýsir hann lífinu í þessu einstæða umhverfi og þrotlausri baráttu við nátt- úruöflin. Hann lýsir búskaparhátt- um á uppvaxtarárum sín- um og síðar, og þó einkum þeim þáttum sem sérstakir eru fyrir þetta svæði, svo sem selveiði á söndum og hættuferðum með fólk og farangur yfir stórfljót og jökla, sem heita máttu dag- legt brauð. Einnig segir hann frá skipsströndum, m.a. „Gullskipinu". Ragnar segir frá uppvexti sínum hjá ástríkum foreldrum, ást, hjónabandi og mikilli sorg, en einnig gleði og farsæld í fjölskyldulífi. Þá segir hann frá stofnun þjóðgarðsins í Skaftafelli og mörgum mönnum er þar komu við sögu, m.a. dr. Sigurði Þórarinssyni Fjöldi mynda prýðir bókina sem er ómetanleg heimild um náttúruperluna í Skaftafelli. 235 blaðsíður. Hörpuútgáfan ISBN 9979-50-068-9 Verð: 3.480 kr. SATT AÐ SEGJA Af verktöku og stjórnmálabaráttu Jóhanns G. Bergþórssonar Páll Pálsson Á seinni árum hafa fáir verið eins fyrirferðarmiklir í íslensku atvinnulífi og Hafnfirðingurinn Jóhann G. Bergþórsson. Fyrir utan að vera forstjóri og einn eigenda stóru jarðvinnu- og byggingafyrirtækjanna Hraunvirkis, Hagvirkis og Hagvirkis-Kletts, sem reistu virkjanir, brýr, vegi, hafnir og hús út um allt land og veittu þúsundum manna atvinnu, hefur hann verið hluthafi og tekið þátt í að stjórna fjölmörgum ólíkum fyrirtækjum, s.s. Hvaleyri, Arnarflugi, Smjörlíki-Sól, Sjóvá-Almennum, Marel og fleirum. Uppbyggingin var hröð, umsvifin ævintýraleg, en skilyrðin einnig hörð og erfiðleikarnir miklir er leiddu til gjaldþrots Hag- virkis-Kletts í október 1994. Jóhann hefur lengi verið í forystusveit Sjálfstæðis- manna í Hafnarfirði og um engan bæjarstjórnarmann hefur staðið jafn mikill styr að undanförnu - eins og kunnugt er af fréttum. Hér leggur Jóhann sín spil á borðið í opinskárri og skemmtilegri frásögn. Bók- in geymir athyglisverðar lýsingar á mönnum, at- burðum og málefnum sem koma munu mörgum ræki- lega á óvart. 300 blaðsíður. Framtíðarsýn hf. ISBN 9979-845-29-5 Verð: 3.400 kr. Eymundsson SILFURMAÐURINN Vilhjálmur Einarsson, Örn Eiðsson og Ólafur Unnsteinsson I bókinni segir Vilhjálmur frá uppruna sínum og umhverfi á Austurlandi á 4.-6.áratug aldarinnar. Af opinskárri einlægni greinir hann frá aðstæðum tengd- um sigrum og vonbrigðum á íþróttaferli sínum árin 1952-1962. Hæst ber frá- sögnina af „silfrinu" í Mel- bourne 1956. Örn Eiðsson ritar um um- fjöllun fjölmiðla um Vil- hjálm og afrek hans en Ólafur Unnsteinsson tók saman nákvæma mótaskrá og árangur Vilhjálms og fleiri frjálsíþróttamanna þessi ár. í bókinni eru 90 myndir. 176 blaðsíður. Námshringjaskólinn ISBN 9979-9215-1-X Verð: 3.900 kr. STEINN STEINARR ÆVI OG SKOOANIR Ingi Bogi Bogason Ingi Bogi Bogason bók- menntafræðingur rekur hér æviferil Steins á ýtarlegan hátt og varpar þar Ijósi á líf hans og skáldskap. Hann byggir þar á ýmsum heim- ildum og viðtölum við samferðamenn skáldsins. I bókinni eru birt viðtöl sem tekin voru við Stein auk greina sem hann ritaði. Sumar greinanna hafa ekki 60

x

Bókatíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.