Bókatíðindi - 01.12.2004, Side 138
Fræði og bækur almenns efnis
framtíð þjóðarinnar, Vest-
urferðir, hjátrú og vantrú,
lífið í Reykjavík, tísku og
glæsileika, dyggðir og
lesti, svo fátt eitt sé nefnt.
Meðal höfunda eru skóla-
piltar sem síðar urðu þjóð-
þekktir menn. Má þar
nefna Hannes Hafstein,
Einar Benediktsson,
Matthías Jochumsson og
Gest Pálsson, sem ásamt
öðrum skólapiltum voru
álitnir „landsins útvöldu
synir“.
250 bls.
Háskólaútgáfan
ISBN 9979-54-608-5
Leiðb.verð: 3.200 kr.
Kilja
LÆMX'MíSIT rÓKMKMNTAf É1ÁOIIN'Í
GOTTHOLD EPHRAIM LESSING
Laókóon
Lærdómsrit
Bókmenntafélagsins
LAÓKÓON
Gotthold Ephraim
Lessing
Pýð./inng.: Gauti
Kristmannsson
Laókóon er eitt af grund-
vallarritum nútíma fagur-
fræði og hafði mikil áhrif
á alla umræðu og hugsun
manna um muninn á milli
myndlistar og skáldskap-
ar. Verkið, sem kom fyrst
út árið 1766, ýtir til hlið-
ar á áhrifamikinn hátt
gamalli goðsögn um sam-
ræmi milli þessara list-
greina. Höfundar á borð
við Goethe og Herder
brugðust sterklega við
Laókóon og má segja að
hann hafi opnað nýja sýn
á möguleika og takmark-
anir listgreinanna.
Hið ísl. bókmenntafélag
ISBN 9979-66-158-5
Leiðb.verð: 2.990 kr.
Staðir og kirkjur
LAUFÁS - STAÐURINN
Hörður Ágústsson
Gamli bærinn í Laufási er
meginviðfangsefni þessar-
arar bókar. Lýst er torf-
bænum sem enn stendur,
og búið var í til 1936, og
gerð grein fyrir þróun
hans og einstakra bæjar-
húsa frá miðri 16. öld í
texta, ljósmyndum og
teikningum. Bærinn er
borinn saman við aðra
merka kirkjustaði á Norð-
urlandi síðustu aldir, og
einnig við meðalbæi og
kot í sókninni. Grennslast
er fyrir um innanstokks-
muni og sagt frá staðar-
höldurum þar frá því á 14.
öld. Um útihús í Laufási
er fjallað í sérstökum köfl-
um, og lýst efnahag,
mannfjölda, heimilisgerð,
læsi o.fl. í Laufássókn eins
langt aftur og heimildir
ná.
Bókin er byggð á viða-
mikilli rannsóknarvinnu
Harðar Agústssonar í ára-
tugi. Hin nákvæma lýsing
Laufásbæjar gefur sýn um
byggingarsögu á Norður-
landi og íslandi öllu í
nærfellt fimm aldir og
eykur skilning á því
hvernig aðstæður, lífskjör
og hugarheimur á Islandi
fyrri alda sköpuðu það
einstæða listaverk sem
felst í íslenska torfbæn-
um.
Hörður Agústsson er
einn af fremstu lista-
mönnum sinnar kynslóð-
ar, listmálari, hönnuður
og áhrifamikill myndlist-
arkennari. Fyrir störf sín
að íslenskri byggingar-
sögu hefur hann hlotið
margskonar viðurkenn-
ingu, meðal annars heið-
ursdoktorsnafnbót frá
Háskóla fslands og
íslensku bókmenntaverð-
launin 1990 og 1998.
Fyrri ritverk í bóka-
flokknum eru:
Skálholt-fornleifarann-
sóknir, Skálholt-Skrúði og
áhöld, Skálholt-Kirkjur og
Dómsdagur og helgir
menn á Hólum.
322 bls.
Hið ísl. bókmenntafélag
ISBN 9979-66-124-0
Leiðb.verð: 5.990 kr.
LEMMATIZED INDEX TO
THE ICELANDIC
HOMILY BOOK
PERG. 15 A*
IN THE BOYAl. UMtARY SnXKHOLM
LEMMATIZED INDEX
TO THE ICELANDIC
HOMILY BOOK
Andrea de Leeuw van
Weenen
Bókin hefur að geyma
lemmaðan orðalista yfir
allan texta íslensku hóm-
ilíubókarinnar í Stokk-
hólmi, en Hómilíubókin
kom út ljósprentuð í rit-
röðinni íslensk handrit í
4to hjá Arnastofnun árið
1994 og annaðist dr.
Andrea útgáfuna. Hand-
ritið sem nefnt hefur ver-
ið íslenska hómilíubókin
er skrifað um aldamótin
1200 og er elsta heillega
rit sem varðveitt er á
íslensku. Orðalistinn
sýnir allar rit- og beyging-
armyndir þeirra orða sem
fyrir koma í þessu forna
handriti.
236 bls.
Háskólaútgáfan
ISBN 9979-819-87-1
Leiðb.verð: 3.500 kr.
Kilja
Bókabúuí KefUurikur
136