Bókasafnið


Bókasafnið - 01.01.2003, Side 25

Bókasafnið - 01.01.2003, Side 25
Ásgerður Kjartansdóttir og Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir Þekkingarstj órnun í opinberum rekstri Inngangur Á undanförnum árum hefur verið mikið rætt og ritað um þekkingarstjórnun í stjórnunarfræðum. í þessari grein verður farið yfir ýmsa þætti varðandi þekking- arstjórnun í opinberum stofnunum og lýst tveim verkefnum sem er verið að vinna að í Stjórnarráði íslands. Auk þess er gerð grein fyrir nýlegri könnun á vegum OECD um þekkingarstjórnun í stjórnsýslu aðildarlandanna. Mikilvægi upplýsinga- og þekkingarstjórnunar innan stofnana hins opinbera, sem byggja megin- starfsemi sína á þekkingu starfsfólks og upplýsinga- eign, fer vaxandi. Aðgengi að upplýsingum, flokkun þeirra og verndun ásamt því að auka þekkingu starfs- fólks og tryggja að sú þekking viðhaldist innan stofn- unarinnar eru meginviðfangsefni upplýsinga- og þekkingarstjórnunar. Kröfur um aukinn árangur, nauðsyn þess að upplýsingar séu handhægar og sú hætta að mikil starfsmannavelta innan fyrirtækja og stofnana leiði til þess að þekking fari forgörðum gefur enn frekari ástæður til þess að innleiða virka upplýs- inga- og þekkingarstjórnun í starfsemi fyrirtækja og stofnana. Upplýsinga- og þekkingarstjórnun er samheiti yfir tilraunir til að ná betur utan um og hafa stjórn á upp- lýsingum og þekkingu sem til er innan skipulags- heildar og jafnframt þá viðleitni að nýta betur þekk- ingu og kraft sem býr í mannauði sömu heildar. Hún snýst um að skapa umhverfi sem örvar miðlun upp- lýsinga þannig að úr verði ný þekking. Telja má að stjórnun eða meðhöndlun upplýsinga og þekkingar sé ein forsenda þess að fyrirtæki og stofnanir þróist og sýni framfarir. Það er jafnvel talað um að þekkingarstjórnun sé í sumum tilvikum lykill- inn að varanlegu samkeppnisforskoti í fyrirtækja- rekstri. Mikilvægt er þó að hafa í huga að upplýsinga- og þekkingarstjórnun er tæki sem gerir skipulags- heildum kleift að ná ákveðnum skilgreindum mark- miðum en getur ekki staðið ein og sér sem stjórn- tæki. Upplýsinga- og þekkingarstjórnun þarf að tengjast stefnu fyrirtækis eða stofnunar í víðara sam- hengi. Líkt og í öðrum stjórnunaraðferðum er mikil- vægt að fyrirtæki og stofnanir setji sér, á grundvelli hlutverks og stefnu, skýra framtíðarsýn og markmið í tengslum við þá þætti sem upplýsinga- og þekkingar- stjórnun er ætlað að taka til.1 Þekkingarstjórnun í opinberum rekstri og einkarekstri Stjórnun upplýsinga og þekkingar snýr að mörgum ólíkum atriðum í starfsemi fyrirtækja og stofnana. Mismunandi aðferðir eiga við eftir því um hvers kon- ar starfsemi er að ræða, hversu margir starfsmenn eru, hvort um eina eða fleiri starfsstöðvar sé að ræða og fjölda viðskiptavina/samstarfsaðila. Nokkur mun- ur er á ávinningi markvissrar upplýsinga- og þekk- ingarstjórnunar hjá einkafyrirtækjum annars vegar og opinberum stofnunum hins vegar og mismunandi hvatar sem liggja að baki framþróunar og nýsköpun- ar. Hjá hinu opinbera er stefnan ekki sett á að há- marka afköst eða ágóða heldur að framfylgja stefnu stjórnvalda og auka skilvirkni. Ágóði borgaranna felst í hæfni stjórnsýslunnar til þess að veita góða þjón- ustu með sem minnstum tilkostnaði. Stjórnun upp- lýsinga og þekkingar er þar stór þáttur. Það hefur sýnt sig að upplýsinga- og þekkingar- stjórnun hefur skilað hvað bestum árangri í einka- geiranum þegar um er að ræða fyrirtæki í samkeppn- isumhverfi, sem leggja áherslu á tengsl við viðskipta- vini og sem nota mikið af upplýsingum við starfsem- ina. Yfirleitt er um að ræða stór og fjölmenn fyrirtæki sem fjárfesta í menntun og þjálfun starfsmanna.2 Þessir þættir eiga einnig við þegar fjallað er um ríkisstofnanir en áherslurnar eru nokkuð aðrar. Þrátt fyrir að opinberar stofnanir hér á landi séu almennt ekki í samkeppni með sama hætti og einkafyrirtæki getur ávinningur góðrar stjórnsýslu, þar á meðal stjórnun upplýsinga og þekkingar, hjá opinberum stofnunum falist t.d. í samkeppnisforskoti í saman- burði við önnur ríki. Landamæri verða sífellt minni hindrun fyrir fyrirtæki, fólk og fjármagn. Ef fyrirtæki ákveða að flytja sig um set eða stofna nýjar starfs- stöðvar er stjórnsýsla einn þeirra þátta sem litið er til við val á staðsetningu, t.d. aðgengi að opinberum upplýsingum og gagnsæi kerfisins. Þá er stjórnsýslan einnig í samkeppni við einkageirann um hæft starfs- BÓKASAFNIÐ 27. ÁRG. 2003 23

x

Bókasafnið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.