Bókasafnið


Bókasafnið - 01.01.2003, Blaðsíða 43

Bókasafnið - 01.01.2003, Blaðsíða 43
gæta að uppfæra námskeiðaskipan í Hlöðunni af vandvirkni við upphaf hverrar annar, þannig að auðveldast sé fyrir nemendur að finna þau gögn er þá vanhagar um. Ávinningurinn Ljóst er að kostnaður vegna Hlöðu-verkefnisins er töluverður, bæði hvað snertir vélbúnað, hugbúnað og vinnu við að koma efninu inn, svo og viðhald og skipulagningu á gagnagrunninum sjálfum. Ætla má að í náinni framtíð fylgi aðrir háskólar í kjölfar Há- skólans á Akureyri en þá ættu menn ef til vill að íhuga þá leið sem breskir háskólar fóru með HERON verkefninu. HERON (http://www.heron.ac.uk/qanda.htm) eru samtök breskra háskóla sem stofnuð voru að frum- kvæði University of Stirling, Napier University í Edin- borg og South Bank University í London. Þau bjóða há- skólum þar í landi að gerast áskrifendur að þjónustu sem fólgin er í því að HERON annast samninga við höfundarrétthafa og aflar heimilda frá þeim auk þess að skanna efnið og varðveita eintak af því í gagna- grunnum sínum til síðari nota. Mikill vinnusparnaður felst í því að skanna hvert verk aðeins einu sinni og hafa það til reiðu fyrir næsta notanda að því gefnu að sjálfsögðu að samið sé um afnotin í hvert skipti. Einnig má sjá fyrir sér að það spari vinnu að einn aðili annist það tímafreka og oft flókna verk að semja við höfund- arrétthafana um afnotin og heimildirnar. Hver hefur verið ávinningurinn fyrir Háskólann á Akureyri við að setja Hlöðuna upp? • Þjónustan við nemendur er aukin og bætt • Aðstaða fjarnema og staðarnema er jöfnuð • Vinna bókavarða við skammtímalán og Ijósritun minnkar • Þjónusta við kennara er aukin og bætt, þar sem kennsluefni er komið fram á auðveldan og að- gengilegan hátt. Þess má geta að hægt er að setja Sitebuilder tengla úr Proquest beint inn í Hlöð- una og einnig að tengja námskeiðin í Hlöðunni beint inn í WebCT sem er það námsumhverfi á vef sem notað er við Háskólann á Akureyri. • Það er von bókavarða að með tímanum hverfi möppur með ljósrituðum tímaritsgreinum og bókarköflum úr hillum bókasafnsins og Hlaðan taki alfarið við enda er erfitt að halda utan um slík söfn, eins og þekkt er. • Síðast en ekki síst er höfundaréttur virtur og greitt er lögum samkvæmt fyrir afnot efnis sem tryggir að fræðimenn, sem í mörgum tilfellum eru háskólakennarar, fái greiðslu fyrir afnot hug- verka sinna. Tilvitnanir: 1 Heimasíða Fjölís, http://www.fjolis.is 2 Samningur um ljósritun og hliðstæða eftirgerð í skólum, 2001 Summary Electronic reserve collection in the University of Akureyri Electronic reserve collections are becoming the preferred method for improving access to class and instructional material in academic libraries, especially in Britain and the US.The demand for equal service for all students, including distance learning students, encouraged the University of Akureyri Library to offer electronic reserves in the beginning of 2002, first of all libraries in Iceland. Before scanning an article or a book chapter, it is necessary to obtain per- mission from the copyright holder. Through the Copyright Clearance Center it is possible to obtain permission for material published abroad. Fjölis, on the other hand, handles permissions for Icelandic material according to a trial agreement signed in June 2002. The Docutek software is used for the reserves, as recommended by numerous uni- versities.The software is user-friendly both for students and librarians. Course examinations covering the past three years are also stored in the Docutek system and are there- fore easily accessible by all students. The advantages of electronic reserves are substantial, it results in better ser- vice for students and teachers alike, and staff burden by circulation and photocopy duties is reduced. However, the cost of obtaining permissions may prevent further develop- ment of the project. BÓKASAFNIÐ 27. ÁRG. 2003 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.