Bókasafnið


Bókasafnið - 01.01.2003, Blaðsíða 52

Bókasafnið - 01.01.2003, Blaðsíða 52
Kerfisbundinn efnisorðskrá (thesaurus) og lyklun Kerfisbundinn efnisorðaskrá er í stuttu máli listi þar sem efnisorð eru stöðluð eftir ákveðnum reglum, og sett fram á lyklunarmáli. Greint er á milli valorða og vikorða,22 efnisorðin (valorð) flokkuð í stigveldi og síð- an skipað í stafrófsröð. í hverri færslu eru stigveldis- tengsl efnisorðanna sýnd (víðari heiti og þrengri heiti) og auk þess skyldleikatengsl, vikorð svo og um- fangslýsingar til að afmarka valorðin og auka ná- kvæmni lyklunar.23 Við notkun staðlaðs lyklunarmáls dreifast upp- lýsingar um tiltekið efnissvið eða fyrirbæri ekki undir mörg mismunandi efnisorð. Notkun þess stuðlar að markvissari leitarheimtum, hraðari og markvissari svörun verður þegar leitað er samkvæmt heitum úr lyklunarmáli. Staðlað lyklunarmál tryggir þannig samkvæmni við lyklun og nákvæmari leitarheimtur og leiðir þá sem leita heimilda að því efni sem lyklað hefur verið um tiltekið efnissvið. Rætt er um tvær meginaðferðir við gerð efnisorða- skráa. Annars vegar byggjast þær upp á lyklun raun- verulegra heimilda, þannig að ný heiti eru tekin upp í efnisorðaskrána jafnóðum og þau koma fyrir í þeim heimildum sem lyklaðar eru (e. literary warrant principle). Nýjum efnisorðum er fundinn staður í efnisorðakerfinu eftir þeim reglum sem notaðar eru við uppbyggingu þess. Einnig má orða það svo að efnisorðaskráin styðjist við rithjarl. Hins vegar er sú aðferð að byggja efnisorðaskrá upp fyrirfram og grundvallast hún þá á fræðilegum grunni efnisflokka (theoretical consideration).24 Algengast er að nota fyrri aðferðina en í reynd fléttast þessar aðferðir oft- ast saman að einhverju leyti. Gerður er greinarmunur á tvenns konar lyklunar- og leitarkerfum eftir því hvort tengsl efnisorða, leitar- strengirnir, eru mynduð á lyklunarstiginu, svokölluð fortengsl (e. pre-coordination), t.d. efnisorðastrengir í hefðbundnum spjaldskrám, eða hvort tengslin, leit- arstrengirnir, eru mynduð á leitarstiginu, svokölluð eftirtengsl (e. post-coordination), t.d. með Boole leit- araðferðum25. Þó að kerfisbundnir efnisorðalyklar séu að jafnaði hannaðir fyrir eftirtengsl má einnig nota þá í fortengdum kerfum og jafnvel þó að slíkir lyklar séu hannaðir fyrir skráningu og leitir í stýrðum efnisorðakerfum geta þeir einnig komið að gagni við leitir í gagnagrunnum sem ekki eru lyklaðir, þ.e. nota frjálsan orðaforða.26 Markmið með uppbyggingu og notkun kerfis- bundinna efnisorðaskrá er að samræma notkun efnisorða við lyklun gagna innan eins og sama bóka- safnsins og/eða milli margra bókasafna og/eða lykl- unaraðila, það er að stýra efnisorðanotkuninni með því að setja fram og styðjast við lyklunarmál þar sem margræðni og óljós merking orða er skilgreind. Lyklunarmálið stuðlar að samkvæmni við lyklun og er jafnframt hjálpartæki við heimildaleitir. Mikilvægt er að hafa þarfir notenda og hugsanlegar leitarað- ferðir í huga við uppbygginguna. Dæmi um lyklun í öðrum löndum Hér á landi hafa bókasöfn og upplýsingamiðstöðvar ekki borið gæfu til þess að sameinast um heildstæða stefnu í lyklun sem öll söfn gætu farið eftir. Nú fyrri hluta ársins 2003 verður nýi Gegnir opnaður og víst er að mikið starf bíður á sviði lyklunar, bæði við sam- ræmingu lyklunar í aðildarsöfnum kerfisins og við frekari þróun Kerfisbundna e/nisorðalyfeilsins. í því sambandi er forvitnilegt að skoða hvernig aðrar þjóð- ir standa að sínum lyklunarmálum og hér á eftir verður lauslega kynnt til sögunnar hvernig nokkrar þjóðir fara að. Efnisorðakerfm sem skoðuð voru styðj- ast öll við lyklaðar heimildir, þ.e. rithjarl. Undirrituð hefur undanfarin ár átt þess kost og sitja fundi faste- nefndar IFLA27 um lyklun og efnisorðagjöf (Classifica- tion and Indexing Section) sem áheyrnarfulltrúi en þar er fjallað um þau verkefni sem hæst ber hverju sinni á efnissviðinu og staða mála hjá einstökum löndum kynnt í fréttabréfi deildarinnar. í Bandaríkjunum er yfir hundrað ára hefð í efnis- orðagjöf á bókasöfnum. Sumarið 1898 hóf Library of Congress að þróa svokallaða orðasafnsskrá (e. dic- tionary catalogue) þar sem spjaldskrárspjöldum fyrir höfunda, titla og efnisorð var raðað saman í eina samfellda starfrófsröð. Stuðst var við efnisorðalista sem American Library Association hafði gefið út árið 1895 og var fyrsti staðlaði efnisorðalistinn sem gefinn var út.28 Efnisorðum var bætt við lykilinn eftir því sem þörf krafði við skráningu safnkostsins. Þetta var upphafið að efnisorðalyklinum Libraiy o/ Congress Subject Heading (LCSH), fyrst gefinn út árið 1914,29 sem þekktur er um allan heim og er líklega umfangsmesta efnisorðaskráin sem gefin er út. Á hundrað ára afmælinu var 21. útgáfan gefin út í fimm bindum. Nú er skráin gefin út árlega og 25. útgáfan kom út árið 2002. Á seinni árum hefur LCSH þróast í átt til eiginleika kerfisbundins efnisorðalykils og meira svigrúm hefur skapast fyrir sértæk efnisorð.30 Kerfi sem er jafn umfangsmikið og LCSH er líka þungt í vöfum varðandi allar breytingar enda hefur það verið gagnrýnt harðlega fyrir að fylgja ekki þróuninni eftir31 en bragarbót hefur verið gerð á því á seinni árum. Fyrir minni bókasöfn í Bandaríkjunum er efnis- orðalykillinn Sears List o/ Subject Headings notaður. Hann kom fyrst út árið 1923 og var sniðinn eftir fyrirmynd LCSH. Nú er 18. útgáfa hans í vinnslu og reiknað er með útgáfunni í ársbyrjun 2004 á sama tíma og 14. stytta útgáfa Dewey-kerfisins kemur út32 og við efnisorðin verður vísað í flokkstölu í þeirri útgáfu. Þekktasta sérefnisskráin og líklega sú umfang- mesta er á sviði heilbrigðisvísinda Medical Subject Headings (MeSH) og er hún mun ítarlegri á því sviði en 50 BÓKASAFNIÐ 27. ÁRG. 2003
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.