Bókasafnið

Ataaseq assigiiaat ilaat

Bókasafnið - 01.01.2003, Qupperneq 78

Bókasafnið - 01.01.2003, Qupperneq 78
pólitísks rétttrúnaðar með afdrifaríkum hætti; tveir af nemendum hans hafa ekki sést í tímum þegar fimm vikur eru liðnar af önninni og karlinn missir þá útúr sér orðin „Þekkir einhver þetta fólk? Er það til eða eru þetta draugar?"; en það hefði hann ekki átt að segja, því orðið sem hann notar um drauga (spooks) er líka haft í niðrandi merkingu um svertingja og það kemur einmitt á daginn að þessir tveir skrópagemsar reyndust vera svertingjar. Atvikið leiðir til þess að kennarinn verður að segja af sér. Það sem mér fannst einna áhugaverðast við þessa sögu er spurningin um hver þessi maður er, og er svarið ekki augljóst því hann er einhvern veginn á mörkunum, svertingi og þó ekki svertingi, ótækur og útlægur úr búðum hvítra sem svartra, grunaður um hræðilegan glæp: að vera það sem hann er. En því má bæta við að nú er verið að gera kvikmynd eftir þessari sögu með Anthony Hopkins og Nicole Kidman í aðal- hlutverkum. í desember las égbókarhandrit eftir Sally Magnus- son sem skrifar um ættir sínar á íslandi, hún á skoska móður og faðir hennar, Magnús Magnússon sjón- varpsmaður, flutti til Skotlands nokkurra mánaða gamall og hefur búið þar síðan. Sagan er eins konar pílagrímsferð til íslands og undir mallar þessi sama spurning: Hver er þessi maður? Hver er þessi ferða- langur sem hvorki er skoskur né íslenskur og þó hvort tveggja? Þarna finnst mér sem höfundurinn sé að leita að sjálfum sér og sé svona dálítið á mörkun- um eins og prófessorinn hjá Roth, milli tveggja heima. Sú var tíðin að mörgum íslendingum fannst eins og þeir sem flyttu frá landinu væru að einhverju leyti forkastanlegir, að þeir hefðu svikið landið, jafn- vel gefist upp frammi fyrir þrengingum, en einnig stendur ofarlega í okkur að þeir sem fara utan og ná frægð séu óskaplegar hetjur. Voru Gunnar Gunnars- son og Jóhann Sigurjónsson að bregðast íslendingum með því að skrifa á dönsku á sínum tíma eða voru þeir að sigra heiminn og afla okkur frægðar? Hvað með Ameríkufarana, eru Vesturíslendingar íslenskir eða kanadískir? Þeir eru á mörkunum, sumir þeirra hafa tveggja heima sýn eða sína eigin sýn og hún getur verið frjó; og má nefna vesturíslenska höfund- inn Bill Holm í þeirri andrá sem skrifar skemmtilega um landa okkar vestanhafs í The heart can befilled any- luhere on earth (1997). Á undanförnum árum hafa margir höfundar hafa verið að pæla í mörkum þjóðernis og mörkum kyn- þátta, og þá ekki síður í markalínum kynferðis eins og fram kemur í skrifum íslenskra nýraunsæishöfunda um kynjahlutverk og í hommabókmenntum. Eina bók las ég um daginn sem kemur inn á þetta, Sögu af stúlku (1998) eftir Mikael Torfason. Þarna segir frá unglingsstúlku sem er kynskiptingur og var gerð á henni kynskiptaaðgerð þegar hún var í frumbernsku af læknisfræðilegri nauðsyn. Hún glímir ekki aðeins við þann vanda gelgjuáranna sem tengist því að breytast úr barni í fullorðinn heldur líka þann að vera fædd drengur en orðin að stúlku. Hver er þessi mað- ur? verður því einnig grundvallarspurning þessarar bókar sem er vel skrifuð þó hún sé svolítið gróf á köflum. Þessar ólíku bækur hafa ratað til mín af hálfgerðri tilviljun. En viðfangsefnið „Hver er þessi maður?“ er engin tilviljun og á sér rætur í fornöld, enda má benda á að Aristóteles skrifaði um það sem eitt af meginþemum harmleiksins, þegar kennsl eru borin á einhvern sem var óþekktur áður og kallaði hann það anagnórísis. Og frá Grikkjum höfum við líka hin fleygu orð, „Þekktu sjálfan þig“. Fólk er alltaf að reyna að botna í sér sjálfu og öðrum og á vissan hátt verða menn best skildir í ljósi andstæðra afla sem togast á eins og þegar tvö þjóðerni toga í Sally Magnusson og Bill Holm, tveir kynþættir toga í persónuna hjá Philip Roth, og tvenns konar kynferði togast á um Auði hjá Mikael Torfasyni. Og vissulega getur það verið upp- lagt efni í sögu þegar í ljós kemur að einhver reyndist vera annar en hann var áður talinn vera: Aha! Hann er þá úlfur en ekki amma, eins og Rauðhetta kemst að, eða eins og hjá Sófóklesi: Seisei! Svo Ödipus er þá sonur eiginkonu sinnar. Ingibjörg Ósk Jónsdóttir, 11 ára Skrýtna skráargatið Ég fann þessa bók uppi í hillu hjá mér. Amma mín gaf mér hana og ég hélt að hún væri ekkert sérstök svo ég hafði ekki lesið hana. Svo fór ég að lesa hana og þá var hún bara rosalega skemmtileg. Bókin er eftir Bente Koch. Hún er um dreng sem er að verða 14 ára. Drengurinn heitir Sveinn. Hann gengur í skóla en hann er samt ólæs og þekkir einu sinni ekki bókstafina. Sveinn á heima langt upp í sveit og ætlar sér að verða smiður. Hann ætlar að búa til fínustu lása í heimi. Þegar Sveinn er orðinn nógu gamall til að hætta í skólanum fer hann í höfuðborgina og býr til fína lása. Dag einn er konungurinn í vandræðum. Pening- arnir hans eru læstir inni í herbergi og lásinn á her- berginu er alltaf að breytast í mismunandi bókstafi. Þá fer Sveinn til heimabæjar síns og biður gamla kennarann sinn að kenna sér bókstafina. Svo smíðar hann lykla eins og bókstafi og hjálpar konunginum að opna herbergið. Þegar þeir eru búnir að opna sjá 76 BÓKASAFNIÐ 27. ÁRG. 2003
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Bókasafnið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.