Bókasafnið - 01.01.2004, Blaðsíða 6
færni hvers og eins fengi að njóta sín þannig að
útkoman yrði helst stærri en summa einstakra þátta.
Það er athyglisvert og mjög umhugsunarvert að sú
sterka sýn og hugmynd, sem lá til grundvallar þessu
verki varð aflvaki mikils metnaðar, áhuga og fórnfýsi
á öllum stigum.
Húsið er byggt í kringum tvö meginrými, sem
jafnframt eru opinber rými í bænum, þau eru
aðalsalur eða forsalur sem gengið er um úr anddyri
og bókasalur Menningarmiðstöðvarinnar. Þetta eru
tveggja hæða rými sem tengja saman starfsemi
hússins bæði lárétt og lóðrétt og veita dagsbirtu inn í
það um mikla þakglugga.
í forsalnum er kaffitería hússins, sem er sam-
eiginleg með öllum sem í húsinu dvelja og starfa og
opin þeim sem það heimsækja. í tengslum við kaffi-
teríuna er stallaður fyrirlestrasalur sem er ein af
kennslustofum Framhaldsskólans en jafnframt
hugsaður fyrir aðra starfsemi í húsinu og til ýmiss-
konar fyrirlestra- og ráðstefnuhalds.
Úr forsalnum er bein tenging við allar aðrar
einingar hússins. Frumkvöðlasetur og Háskólasetur
liggja við norðurhlið hússins, en Menningarmiðstöð
Hornafjarðar frá aðalsal að austurvegg á jarðhæð.
Framhaldsskólinn hefur til umráða alla efri hæð
hússins og tengist annarri starfsemi þess um opnu
aðalrýmin tvö.
Húsið stendur í miðbæ Hafnar í iðu mannlífsins Af
efri hæð hússins er yfirsýn yfir bæinn og umhverfi
hans. Úr forsal er útsýni af báðum hæðum vestur yfir
jöklahring Hornafjarðarins.
Húsið er tvær hæðir og lagnakjallari undir hluta
þess. Það er steinsteypt með forsteyptum gólf- og
þakeiningum og viðsnúnu pappaþaki. Húsið er
einangrað að utan og klætt, ýmist með steinuðu múr-
kerfi, forveðruðu zinki eða timburklæðningu. Gluggar
eru annars vegar úr áli og hins vegar álklæddir tré-
gluggar. Á gólfum er náttúrusteinn á helstu um-
ferðarsvæðum, en annars staðar vinyl gólfdúkur. Loft
eru klædd með hljóðdeyfiplötum og gifsplötum.
Húsið er samtals um 2.500 m2 brúttó að gólffleti.
Fullbúið kostaði það um 460 milljónir króna, með
öllum búnaði.
Starfsemi í Nýheimum
Eins og áður sagði er Framhaldsskólinn til húsa á efri
hæð hússins auk hins glæsilega fyrirlestra- og
ráðstefnusalar á neðri hæðinni. Á neðri hæð er bóka-
og skjalasafn Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar til
húsa, gjarnan nefnd upplýsingamiðstöð til útskýr-
ingar á útvíkkuðu hlutverki slíkra safna. Frumkvöðla-
setur Austurlands er með aðstöðu fyrir sprota-
fyrirtæki og stofnanir s.s. Þróunarstofu Austurlands
og Hafrannsóknastofnun. Þá er Háskólasetrið á
Hornafirði tekið til starfa og fleiri stofnanir og fyrir-
tæki eru í þann mund að flytja inn. Kaffitería, mið-
rými hússins og aðrir hlutar þess gefa einnig ýmsa
möguleika á samkomuhaldi svo sem tónleikum,
sýningum, ráðstefnum og fundum.
Vígsludagurinn var afar stór áfangi í sögu bóka-
safna í Austur-Skaftafellssýslu. Fyrsta lestrarfélag
sýslunnar var stofnað árið 1837. Það má því með
nokkru sanni fullyrða að hið nútímalega bókasafn í
Nýheimum byggi á hartnær tveggja alda starfsemi og
er þá án efa ein elsta stofnun byggðarlagsins. Og alla
tíð frá því byggð hófst á Höfn fyrir rúmum 100 árum
hafa íbúarnir átt þess kost að fá lánaðar bækur.
Þess vegna er það sérstakt fagnaðarefni að nú
skuli vera risið í fýrsta sinn húsnæði sem er sér-
staklega hannað sem bókasafn, með þarfir ungra og
fullorðinna í huga. Þetta bókasafn mun sinna fram-
haldsskólanemum, íbúum byggðarlagsins og öllum
fróðleiksfúsum gestum. Það mun taka þátt í þeim
breytingum sem við öll upplifum með nær ótak-
mörkuðum aðgangi að upplýsingum á Interneti og í
rafrænum upplýsingasöfnum. En það mun líka rækta
skyldur sínar gagnvart hinum hefðbundnu miðl-
um; bókinni, tímaritum og blöðum og mörgu öðru
enda sýna kannanir að bókin er sívinsæl.
í dag er bókasafnið lifandi staður frá morgni til
kvölds en safnið er opið kl. 09:00 - 19:00 á virkum
dögum og kl. 13:00 - 17:00 um helgar. Þar er greiður
aðgangur að tölvum og öllum mögulegum upplýs-
inga- og afþreyingarmiðlum. Frá vorinu 2004 verður
einnig starfrækt upplýsingamiðstöð ferðamanna í
bókasafninu í Nýheimum og mun það enn auka
umferð um húsið. Auk bókasafnsins er héraðsskjala-
safnið til húsa hér á sama stað og geymir og miðlar
sögu héraðsins eftir kostum.
Hönnun bókasafnsins
Við hönnun bókasafnsins var starfsfólk Menningar-
miðstöðvarinnar virkjað strax á byrjunarstigum
þannig að gagnvirkt samstarf varð milli þeirra og
hönnuða. Nokkur nýleg bókasöfn voru heimsótt og
setnir upplýsingafundir með stjórnendum þeirra.
4
BÓKASAFNIÐ 28. ÁRG. 2004