Bókasafnið - 01.01.2004, Blaðsíða 45

Bókasafnið - 01.01.2004, Blaðsíða 45
bærilegrar meðhöndlunar og bókasöfnin fá í sam- ræmi við GATS-reglurnar. Sambærileg meðhöndlun mundi fela í sér opinbera styrki og stjórnvöld stæðu þá frammi fyrir eftirfarandi kostum gagnvart þessum kröfum: • styrkja fyrirtæki á sviði upplýsingaþjónustu í sama mæli og bókasöfnin • draga úr styrkjum til bókasafna og fjármagna með því sambærilega styrki við erlend fyrirtæki • hætta algerlega að fjármagna bókasöfn og komast þannig hjá því að styrkja fyrirtæki á sviði upplýsingaþjónustu sem hefja starfsemi í Kanada4 í ítarlegri skýrslu sem var unnin fýrir Kanadíska bókavarðafélagið (Shrybman 2001) er sagt að sterk rök séu fyrir því að líta svo á að almenningsbókasöfn sinni ekki þjónustu á viðskiptalegum grunni meðan þjónustan er ókeypis eða á mjög lágu verði. Þegar hins vegar er farið að taka gjald fyrir suma þjónustu verður það ekki eins klárt. Eins má búast við að almenningsbókasöfn verði skilgreind svo að þau séu í samkeppni, einkum þegar litið er til þjónustu þeirra á sviði rafrænna upplýsinga. Þróunin er óneitanlega sú að viðskiptaleg sjónar- mið eru alls staðar í sókn og það á líka við um heim bókasafnanna. Ýmisleg viðskiptaleg viðmið eru tekin upp við rekstur bókasafna og einkaaðilar sækja inn á það svið eins og önnur. Sums staðar er hafin einka- fjármögnun við byggingu bókasafna og gera má ráð fyrir að þrýstingur fari vaxandi á að ákveðin verksvið verði boðin út. Það verður því sífellt hæpnara að ofangreind undanþága opinberrar þjónustu eigi við bókasöfn. Það er auðvitað umræðuefni út af fyrir sig að hve miklu leyti bókasöfn eigi að tengjast viðskiptalegum sjónarmiðum og hagsmunum, það getur kannski verið eðlilegt í sumum atriðum og öðrum ekki. En að því leyti sem það kann að vera eðlilegt er líka mjög mikilvægt að bókasöfnin verði ekki háð GATS-samn- ingnum ef við viljum ganga áfram út frá hefðbundu hlutverki og skyldum þeirra. í 15. kafla GATS-samningsins er fjallað um opin- ber fjárframlög (subsidies). Þar segir að „undir vissum kringumstæðum geti opinber fjárframlög haft trufl- andi áhrif á viðskipti með þjónustu." Gert er ráð fyrir að aðildarríkin gangi til samninga um hvernig megi komast hjá slíkum truflandi áhrifum.5 Hugsanlegar undantekningar frá þessu varða einkum hagsmuni þróunarlandanna. Þjónustuflokkar sem snerta bókasöfn En þótt bókasöfnin heyri undir „Recreational, Culturai and Sporting Seruices", þá heyrir starfsemi þeirra í raun undir fleiri liði - einkum menntun. Þjónustuflokkar sem varða bókasöfn á einhvern hátt: • On-Iine Information and Data Base Retrieval (flokkur 2CJ (CPC 7523**), undir Telecommunication Services sem er undirflokkur undir flokki nr. 2, Communi- cation Services). • Educational Services (flokkur 5 með undirflokkum). • Libraries, archives, museums and other cultural services (bóka- og skjalasöfn, safnastofnanir og önnur menningarþjónusta) (flokkur 10C (CPC 963), undirflokkur undir flokki 10, Recreational, Cultural and Sporting Services). • Research and Development Services (skiptist í þrjá flokka: R&D Services on Natural Sciences (CPC 851); R&D Services on Sociai Sciences and Humanities (CPC 852); Interdisciplinary R&D Services) (CPC 853), undirflokkur undir flokki nr. 1, Business Seruices. Ekki er alveg ljóst hvað ísland hefur fellt undir GATS: • Skv. upplýsingavef framkvæmdanefndar ESB6 hefur On-line Information and Data Base Retrieval ekki verið fellt undir GATS, en hins vegar er svo að sjá skv. Skuldbindingaskrá íslands á skjalavef WTO7 að Telecommunication Seruices hafi í heild fellt undir GATS. • Educational Seruices hefur ekki verið fellt undir GATS. • Libraries, archiues, museums and other cultural seruices hefur verið fellt undir GATS. • Research and Development Seruices hefur verið fellt undir GATS með öllum undirflokkum. Hugsanlega snertir Research and Development Seruices bókasöfn á einhvern hátt. Internet-tengd upplýsingaþjónusta kemur t.d. undir undirflokkinn „On-line Information and Data Base Retrieual" í flokki nr. 2 „Communication Services".8 Áhrif GATS á hlutverk bókasafna varðandi upplýsingar á rafrænu formi í yfirlýsingu EBLIDA frá nóvember 2002 er lögð mikil áhersla á hlutverk bókasafna varðandi upplýsingar á rafrænu formi og m.a. vísað til áætlunar ESB um upplýsingasamfélagið, „eEurope - An Information Society for all“9. Á sama hátt mætti vísa til stefnu íslenskra stjórnvalda varðandi upplýsingasamfé- lagið, svo sem tillögur menntamálaráðuneytisins um menntun, menningu og upplýsingatækni 1996-1999, sem birtar voru undir nafninu „í krafti upplýsinga", en þar er sérstakur kafli sem fjallar um almennings- bókasöfn. Þar er sérstaklega sett sem markmið að „almenningsbókasöfn tryggi almenningi aðgang að tölvubúnaði og upplýsingum á tölvutæku formi, að Menningarnetinu og öðrum upplýsingum á Inter- netinu, auk margmiðlunarefnis." Bent hefur verið á að það sé einmitt á sviði raf- rænna upplýsinga (auk útlána á myndböndum og BÓKASAFNIÐ 28. ÁRG. 2004 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.