Bókasafnið - 01.01.2004, Blaðsíða 51
Ljósm. Sólrún Smáradóttir
Miðstöð Evrópuuppýsinga í
Háskólanum í Reykjavík
Miðstöðvar Evrópuupplýsinga eru settar á stofn skv.
sérstökum samningi milli Framkvæmdastjórnar ESB
og þeirrar stofnunar sem hýsir miðstöðina. Lang-
oftast er það háskólabókasafn eða rannsóknar-
stofnun. í HR er um hvort tveggja að ræða. Miðstöðin
í HR er grundvölluð á samningi Evrópuréttarstofn-
unar HR (EHR) og Framkvæmdastjórnar ESB sem
undirritaður var í mars 2003. Franz Fischler, yfir-
maður Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í
fiskveiði- og landbúnaðarmálum opnaði miðstöðina
formlega þann 10. ágúst 2003. Miðstöðin er og verður
sú eina sinnar tegundar hérlendis.
í samningnum um Miðstöð Evrópuuppýsinga í HR
eru ákvæði um að hún skuli vera í bókasafni há-
skólans og við hana skuli starfa bókasafns- og upp-
lýsingafræðingur í fullri stöðu. í samræmi við þetta
ákvæði var miðstöðinni fundinn staður í bókasafni
HR og rekstur hennar, þjónusta og skipulag sett undir
forstöðumann safnsins. Þar er boðin aðstaða til þess
að finna og sinna úrvinnslu efnis frá Evrópusam-
bandinu, hvort sem það er prentað eða rafrænt.
Hlutverk EDC í íslensku samfélagi
Miðstöð Evrópuupplýsinga í HR er ætlað að veita
íslensku háskólasamfélagi og rannsóknarstofnunum
þjónustu, auk þess að vera upplýsingaveita fyrir
stjórnvöld, stjórnmálaflokka, fjölmiðla og aðra
áhugamenn um Evrópumál. HR væntir þess að mið-
stöðin verði öflugur vettvangur sem miðlar upplýs-
ingum Evrópusambandsins á hlutlausan hátt í þeim
tilgangi að tryggja faglega umræðu um Evrópusam-
runann hérlendis. Markmið miðstöðvarinnar í HR er
að verða upphafsreitur þeirra sem leita að upp-
lýsingum Evrópusambandsins.
Veffang Miðstöðvar Evrópuupplýsinga í HR er:
http://www.edc.is/
Aðrar upplýsingastofur
National Information Centres On Europe - "Traustur
staðurfyrir tœmandi upplýsingar"
Einungis eru starfræktar þrjár upplýsingastofur af
þessari gerð, í París, Lissabon og Róm. Þær eru sam-
starfsverkefni Framkvæmdastjórnarinnar og ríkis-
stjórna viðkomandi landa. Þeim er ætlað að að vera
miðstöð tengiliða, þjálfunar, kynninga og auglýsinga
um málefni Evrópu. Þeim er einnig ætlað að vera
bakhjarl fyrir aðrar tegundir upplýsingastofa.
In/o-Points Europe (IPE) - “Stutt, hnitmiðuð suör”
IPE eru venjulega staðsettar í miðborgum. Þeim er
ætlað að vera fyrsti staðurinn sem veitir hinum
almenna borgara, félagasamtökum, nemendum og
kennurum upplýsingar og sér þeim fyrir efni um
Evrópusambandið. Þær eru einnig mikilvæg dreif-
ingarmiðstöð fyrir hvers konar upplýsingaefni frá
sambandinu.
Rural Information Carrefours (RIC) - “Upplýsingar
um Evrópu til hjarta hinna dreifðu hyggða"
Markmið með starfsemi Rural Information Carre-
fours er að sjá til þess að upplýsingar frá og um
Evrópusambandið berist til hinna dreifðu og af-
skekktu byggða í aðildarlöndunum. Einnig er þeim
ætlað að örva umræðu um sambandið, stefnu þess og
stofnanir og samvinnu fólks.
Euro In/o Centres (EIC) — “Þinn lykill að evrópska
markaðstorginu"
Euro Info Centres var upphaflega ætlað að sinna
þörfum lítilla og meðalstórra fyrirtækja (LMF) en þær
eru nú orðnar almennar upplýsingastofur fyrir við-
skiptalífið. Útflutningsráð starfrækir EIC á íslandi,
veffang þess er: http://www.icetrade.is/euroinfo/
European Consumer Centres
European Consumer Centres (“Euroguichets”) —
(ECC) er sá vettvangur þar sem Evrópusambandið og
hinn almenni neytandi mætast. Þar getur neytandinn
fræðst um rétt sinn og sambandið haldið tengslum
sínum við “grasrótina”.
Ljósm. Sólrún Smáradóttir
BÓKASAFNIÐ 28. ÁRG. 2004
49