Bókasafnið - 01.01.2004, Blaðsíða 23
skapast getur með þessu móti er t.d. yfirlit yfir öll
íslensk rafræn tímarit og reglubundnar útgáfur.
Landsbókasafn getur notað niðurstöðurnar til að gera
sérstakt viðmót sem auðveldar aðgang að þessum
vefjum bæði í Vefnum sjálfum og í vefsafninu.
Varðveisla
Nauðsynlegt er að huga að framtíðarvarðveislu
íslenska vefsafnsins. Það er þó ekki efst í forgangs-
röðinni því vefsafnið er algjörlega stafrænt og varð-
veisla þess fylgir sömu lögmálum og gilda almennt
um varðveislu stafrænna safna. Mjög mikið starf er
unnið á alþjóðavettvangi við að skilgreina hvernig
varðveislu þeirra skuli háttað og gera tillögur um
bestu aðferðir við skipulag stafrænna safna og hvaða
lýsigögn skuli fylgja gögnunum. Alþjóðastaðlaráðið,
International Organisation for Standardisation, (ISO),
[14] vinnur að gerð staðals er nefnist „Open Archival
Information System" [15] og mun hann taka á
flestum vandamálum sem fyrirsjáanleg eru. Þau
tengjast m.a. varðveislu gagnanna á segulmiðlum, en
flytja þarf gögnin á nýja miðla eftir því sem tæknin
þróast. Enn flóknara er að spá fyrir um þróun hug-
búnaðar og hvernig unnt verður að tryggja að hægt
verði að vinna með gögnin eftir 50 til 100 ár.
Þörfm er hinsvegar svo brýn og það mikið unnið
að því að finna raunhæfa lausn á framtíðarvarðveislu
stafrænna gagna að ekki er ástæða til að hafa miklar
áhyggjur af því að það verði ekki í lagi þegar fram í
sækir.
Lokaorð
Hér hefur verið gerð nokkur grein fyrir helstu
atriðum sem lúta að varðveislu vefsíðna í vefsafni og
aðgangi að því, einkum m.t.t. íslenskra laga um
skylduskil til safna og þeirra aðgerða sem Lands-
bókasafn hefur gripið til. Mörg þjóðbókasöfn líta á
varðveislu vefsíðna sem mikið vandamál en höf-
undur kýs að líta á það sem mjög flókið, spennandi
og ögrandi verkefni sem verður að leysa. Það er ljóst
að aðeins hafa verið stigin fyrstu skrefin í því að
varðveita hið menningarlega innhald Vefsins og að
þekking okkar á Vefnum og innihaldi hans er talsvert
ófullkomin. Bæta þarf allan núverandi hugbúnað og
tól en unnið er að því í alþjóðasamvinnu að skilgreina
og þróa tækni, staðla og aðferðir, og gera nýjan hug-
búnað til vefsöfnunar, varðveislu vefsafns og veita
aðgang að vefsafni. Nokkrar þjóðir vinna að því að
búa til eigið þjóðarvefsafn og ef vel tekst til verða þau
með tímanum grunnur að alheimsvefsafni.
í ársbyrjun 2004 var staðan sú á íslandi að safnað
hefur verið í 131 dag og hefur safnarinn heimsótt
9952 vefsetur sem tilheyra íslenska þjóðarléninu .is.
Safnað hefur verið um 7,5 milljónum vefskjala og
farið hefur verið um 27,5 milljónir vefslóða (URL).
Heildargagnamagnið er um 350 Gb og er það geymt á
seguldiskum. Unnið er að uppsetningu á NWA
aðgangsforritum og með vori 2004verður tekið í
notkun nýtt söfnunarforrit sem mun skila mun betri
árangri en það sem nú er notað.
Heimildir
[1] Lög um skylduskil til safna 2002 nr. 20 20. mars:
Vefslóð; http://althingi.is/, skoðað 29.01.2004.
[2] Reglugerð nr. 982/2003 um skylduskil til safna: Vefslóð;
http://brunnur.stjr.is/mrn/logogregl.nsf/logogregl-
flokkar, skoðað 29.01.2004.
[3] Internet Archive: Einkafyrirtæki sem ekki er rekið með
hagnað í huga og hefur það markmið að byggja Net-
bókasafn, þ.e. vefsafn sem veitir fræðimönnum, rann-
sóknarmönnum og almenningi aðgang að vefsafninu.
Vefslóð; http://www.archive.org/, skoðað 29.01.2004.
[4] Kulturarw^; Verkefni sænska þjóðbókasafnsins um
söfnun og varðveislu sænska Vefsins. Vefslóð;
http://kulturarw3.kb.se/, skoðað 29.01.2004.
[5] Pandora: Verkefni ástralska þjóðbókasafnsins um
söfnun og varðveislu valins efnis ástralska Vefsins.
Vefslóð; http://pandora.nla.gov.au/index.html, skoðað
28.01.2004.
[6] Minerva: Verkefni Library of Congress um söfnun og
varðveislu vefsíðna tengdum ákveðnum atburðum.
Vefslóð; http://www.loc.gov/minerva/, skoðað
30.01.2004.
[7] Nordunet2 var nefnd á vegum Norðurlandráðs sem
veitti styrki til upplýsingatækniverkefna á fjórum
sviðum, þ.m.t. stafrænna bókasafna. Vefslóð;
http://www.nordunet2.org/, skoðað 02.01.2004.
[8] Nordic Web Archive (NWA) er samvinnuverkefni
þjóðbókasafna Norðurlanda um að veita notendum
aðgang að vefsafni. Vefslóð; http://nwa.nb.no/, skoðað
02.02.2004.
[9] NORDINFO er samstarfsnefnd Norðurlanda um upp-
lýsingar á sviði vísinda. Vefslóð;
http://www.nordinfo.helsinki.fi/index.htm, skoðað
02.022004.
[10] International Internet Preservation Consortium (IIPC)
eru samtök 11 þjóðbókasafna (Ástralía, Bretland,
Danmörk, Finland, Frakkland, ísland, Ítalía, Kanada,
Library of Congress, Noregur, Svíþjóð), og Internet
Archive um að skilgreina hvað þarf til að varðveita
vefsíður einstakra landa.
[11] NEDLIB var samstarfsverkefni nokkurra Evrópulanda
um varðveislu stafrænna menningarverðmæta. Ein
afurð þess er forrit til söfnunar á vefsíðum og er það
almennt kallað NEDLIB. Það er í umsjá þjóðbókasafns
Finnlands. Vefslóð; http://www.kb.nl/coop/nedlib/,
skoðað 02.02.2004.
[12] Lokaskýrsla um Minerva verkefnið samin afWilliam Y.
Arms hjá Cornell háskóla. Vefslóð;
http://www.loc.gov/minerva/webpresf.pdf. Skoðað
02.02.2004.
[13] Fast Search and Transfer er norskt
hugbúnaðarfyrirtæki sem sérhæfir sig í gerð
leitarforrita fyrir vefsíður. Vefslóð;
http://www.fastsearch.com/. Skoðað 02.02.2004.
[14] Alþjóðastaðlaráðið (International Organisation for
Standarisation). Vefslóð;
http://www.iso.ch/iso/en/ISOOnline.openerpage.
Skoðað 02.02.2004.
[15] Staðall sem unnið er að og fjallar um varðveislu
stafrænna gagnasafna. Vefslóð;
http://www.rlg.or^longterm/oais.html. Skoðað 02.02.2004.
21
BÓKASAFNIÐ 28. ÁRG. 2004