Bókasafnið - 01.01.2004, Blaðsíða 31
Dr. Sigrún Klara Hannesdóttir
Þekkingarveita á norðurslóð
Landsbókasafn á breyttum tímum
Landsbókasafn íslands - Háskólabókasafn á
merkisafmæli á þessu ári. Árið 1994 var
loksins lokið mikilvægum áfanga í langri sögu
þegar Þjóðarbókhlöðuhúsið var vígt og söfnin
tvö sameinuð. Þetta var mikið átak þar sem Lands-
bókasafnið og Háskólabókasafnið, sem bæði höfðu
lifað við þröngan kost, fengu nú allt í einu rými í
fallega hönnuðu húsi sem búið var bestu fáanlegu
tækjum og búnaði. Háskóli íslands lagði sinn bóka-
kost inn í þetta nýja safn enda hafði það mikil áhersla
verið á það lögð allt frá því fyrir miðja síðustu öld að
íslenska þjóðin hefði ekki efni á að reka tvö rann-
sóknarbókasöfn. Þar að auki var ekki öðrum háskól-
um á að skipa í landinu á þeim tíma og því ekki
óeðlilegt að þetta yrði sameiginlegt bókasafn Háskól-
ans og þjóðarinnar.
Með flutningi hófst vinna við að bræða saman
tvær stofnanir sem hvor hafði sína menningu og
vinnulag. Ný lög voru sett um nýja safnið þar sem
meðal annars var kveðið á um hlutverk hennar í 18
liðum og í lögum var jafnframt ákveði um að deilda-
skipting og skipulag allt skyldi sett í reglugerð. Nýr
landbókavörður, Einar Sigurðsson, var skipaður til
fimm ára með möguleika á endurskipan til annarra
fimm ára. Hann hafði áður verið háskólabókavörður.
Á honum og hans næstu samstarfsmönnum hvíldi
því vinnan við sameininguna. Stjórn var skipuð fyrir
safnið til fjögurra ára og var formaður hennar Jóhannes
Nordal en auk hans voru í stjórn fulltrúar frá Háskóla
íslands, frá vísindasamfélaginu og frá bókavarða-
stéttinni. Sama stjórn sat í tvö fjögurra ára tímabil
með litlum breytingum. Árið 1999 var gerð stefna fyrir
safnið og síðan úrdráttur úr henni sem kom í litlum
bæklingi undir heitinu Þekking, uísindi og menning uið
aldasfeil. Framtíðarsýn og framkvæmdaáætlun þar er
mjög í takt við lög og hlutverk safnsins. í stærra
skjalinu er einnig framkvæmdaáætlun til þriggja ára.
Framkvæmdaáætlunin snýr að sjö sviðum sem eru:
a. aðföng (auka verulega innkaup á safnefni),
b. háskólaþjónusta (safnfræðsla nái til meira en
helmings nemenda Háskóla íslands),
c. bókfræðileg stjórn (skráning og útgáfa á íslenskri
bókaskrá, útgáfa á flokkunarkerfi o.fl.),
d. varðveisla (varaeintakasafn og geymslusafn),
e. upplýsingatækni (nýtt bókasafnskerfi og ýmis
þróunarverkefni),
f. skipulags- og starfsmannamál (fjölgun starfsfólks
og endurmenntun) og
g. húsnæðismál (undirbúningur að viðbyggingu).
í framhaldi af þessu var síðan gerður árangurs-
stjórnarsamningur við menntamálaráðuneytið um
þau forgangsmál sem safnið vildi sinna.
Skipulagsbreytinjgar í
Landsbókasafni Islands -
Háskólabókasafni
Ný stefnumótun
Árið 2002 urðu miklar breytingar í safninu. Við tók
undirrituð sem landsbókavörður 1. apríl 2002 og ný
stjórn tók við í nóvember sama ár. Strax í upphafi var
hafist handa við nýja stefnumörkun og hófst hún
með málþingi með Háskólanum sem haldið var 3.
maí 2002. Þar var öllum deildarforsetum boðið að
setja fram sínar óskir um nýjungar og þjónustu sem
þeir sæju fram á að þeir þyrftu á að halda fyrir sínar
deildir. Fékkst þarna mjög gott yfirlit yfir þær marg-
breytilegu óskir og kröfur sem ólíkar deildir gera til
safnsins. Sumir lögðu aðaláherslu á að fá útibú eða
handbækur sem næst skrifstofunni sinni en aðrir sáu
fyrir sér stórfengleg tækifæri við landssamninga og
aðgengi að rafrænum gögnum og þar með að prent-
aðar áskriftir yrðu óþarfar. Allar hugmyndir og
tillögur sem frá Háskólanum komu voru settar í hug-
myndabanka til frekari úrvinnslu.
Næsta skref var að fara í stefnumótunarvinnu
sem kölluð hefur verið „stefnumótun í stórum hópi“.
Sérfræðingur í því ferli er Davíð Lúðvíksson hjá
Samtökum iðnaðarins og stýrði hann þessari vinnu.
Hún er þannig í framkvæmd að um 35 manna hópur
fór saman í Borgarnes og vann þar í rúman sólarhring
við hugmyndasköpun. Samsetning hópsins var
mikilvæg til að fá fram mismunandi sjónarmið. Einn
þriðji hópsins var frá Háskóla íslands, einn þriðji frá
safninu og einn þriðji voru aðrir notendur, fulltrúar
frá öðrum háskólum og rannsóknarstofnunum og
BÓKASAFNIÐ 28. ÁRG. 2004
29