Bókasafnið - 01.01.2004, Blaðsíða 44
Viðbrögð samtaka bókasafna og bóka-
varða við samningum Alþjóðavið-
skiptastofnunarinnar
Kanadíska bókavaröafélagið (Canadian Library
Association) fór strax 1997-1998 að láta þessi mál til
sín taka og síðan hefur málið verið á dagskrá hjá IFLA
(Alþjóðlegt samband bókasafna og stofnana) sem
setti strax 1998 á fót starfshóp um málið.
IFLA sendi fulltrúa á 2. ráðherrafund Alþjóða-
viðskiptastofnunarinnar (WTO) í Seattle haustið 1999
og lagði fram afstöðu sína, „The IFLA Position on
WTO Treaty Negotiations". Málið var síðan tekið fyrir
á IFLA-þinginu í Jerúsalem árið 2000 og árið 2001 gaf
IFLA út yfirlýsingu um afstöðu sína til Alþjóðavið-
skiptastofnunarinnar, „The IFLA Position on The
WorldTrade Organization". Þá gaf IFLA út í ágúst 2000
leiðbeiningar fyrir bókasöfn og bókaverði varðandi
TRIPS-samninginn, „Tips on TRIPS“.
EBLIDA (Samtök evrópskra bókavarðafélaga) hefur
sett á fót starfshóp um WTO sem hefur fylgst með
samningaferlinu um þjónustu og komið sjónarmið-
um sínum á framfæri við framkvæmdanefnd ESB. í
nóvember 2002 gaf EBLIDA út yfirlýsingu um GATS
samninginn með tilliti til bókasafna.
Ýmis landsfélög bókavarða hafa látið málið til sín
taka. Norsk Bibliotekforening setti á fót starfshóp árið
2000 sem hefur fylgst með þessum málum. American
Library Association hefur fjallað um málið og sam-
þykkt ályktun varðandi það auk kanadíska samband-
sins og eflaust mætti vitna til fleiri félaga.
ísland og þjónustuflokkurinn „Bóka-
og skjalasöfn, safnastofnanir og önnur
menningarþj ónusta“
ísland gekkst strax við inngönguna í Alþjóðavið-
skiptastofnunina undir skuldbindingar varðandi lið-
inn „Recreational, Cultural and Sporting Services", en
bókasöfn heyra undir þann lið í undirflokki sem
kallast „Libraries, archives, museums and other cultural
services (bóka- og skjalasöfn, safnastofnanir og önnur
menningarþjónusta)“.
ísland var í hópi 13 ríkja sem gengust undir
skuldbindingar varðandi þennan undirflokk. Önnur
ríki voru: Bólivía, Mið-Afríkulýðveldið, Ekvador,
Gambía, Gínea-Bissá, Hong Kong, Japan, Nýja Kale-
dónía, Síerra Leóne, Singapúr, Bandaríkin ogVenesú-
ela. Vera íslands í hópi þessara ríkja hefur valdið
mörgum undrun, einkum á Norðurlöndunum og
víðar í Evrópu, enda er ísland eitt Evrópuríkja í þess-
um hópi.
Upplýsing hefur fengið fyrirspurnir erlendis frá
vegna þessa. Félagið sendi fyrirspurn varðandi þetta
til utanríkisráðuneytisins og fékk svar dagsett 4. apríl
2003. Þar sem stjórn félagsins fannst svar ráðuneyti-
sins ekki fullnægjandi var beðið um nánari skýringar.
í bréfi frá ráðuneytinu dagsett 30. júlí 2003 er lýst yfir
vilja til að fara yfir helstu atriði samningsins með
félaginu. í þessu bréfi er vísað til fyrra bréfins og m.a.
sagt varðandi skuldbindinguna á þessu sviði:
„íslensk stjórnvöld sáu ekki ástæðu til að hindra
erlenda aðila að veita þjónustu á þessu sviði hér á
landi að uppfylltum innlendum lögum og reglum.
Er það í samræmi við sjónarmið íslenskra stjórn-
valda að styðja sem víðtækasta umfjöllun um og
opnun markaða á sviði þjónustuviðskipta. Framan-
greind skuldbinding tók gildi árið 1994 og eftir því
sem ráðuneytinu er best kunnugt um hefur
enginn erlendur aðili enn sem komið er haslað sér
völl á þessu sviði hér á landi.“
Síðar segir:
„Að mati ráðuneytisins er ekki ástæða til að hafa
áhyggjur af því [...] að GATS-samningurinn hafi
þau áhrif að bókasöfn verði að takmarka þjónustu
sína vegna samkeppnissjónarmiða, og telur ráðu-
neytið að ekki sé hætta á því að samningurinn
setji þjónustuframboði bókasafna skorður sem
takmarki samfélagslegt hlutverk þeirra.“
Almennt um hættur sem bókasöfnum
stafar af GATS
Skv. GATS-samningnum er opinber þjónusta undan-
þegin honum (grein 1.3(b))2, en þegar litið er til nánari
skilgreininga á hugtakinu „opinber þjónusta" (c-liður
sömu greinar),3 telja margir að sá fyrirvari sé lítils
virði, því að hún er skilgreind sem þjónusta sem er
hvorki á viðskiptalegum grundvelli né í samkeppni
við aðra veitendur sambærilegrar þjónustu. Hvenær
er þjónusta komin á „viðskiptalegan grunn“ - hvað
þarf til? Er það þegar farið er að taka gjald fýrir
þjónustuna? Og hvenær er komin samkeppni? Er það
þegar annar aðili er kominn með sambærilega þjón-
ustu? Getur aðili, sem er farinn að veita einhverja
þjónustu sem bókasöfn veita líka, þá farið að gera
kröfur? Það er því mjög mikilvægt að ekki sé kvikað
frá þeim skilyrðum sem enn sem komið er fylgja
skuldbindingum íslands í flokknum Bóka- og sfejala-
söfn, safnastofnanir og önnur menningarþjónusta.
En um leið er mikilvægt að vera á varðbergi
varðandi þá þætti í starfsemi bókasafna sem geta
fallið undir aðra flokka.
í umræðum um þessi mál hefur eftirfarandi dæmi
verið sett upp:
Hugsum okkur eftirfarandi atburðarrás: Erlent
fýrirtæki á sviði upplýsingaþjónustu kemur með
starfsemi sína til (í þessu tilfelli) Kanada. Fyrirtækið
skilgreinir starfsemi sína sambærilega við þá sem
bókasöfn veita í Kanada. Síðan krefst það sam-
42
BÓKASAFNIÐ 28. ÁRG. 2004