Bókasafnið - 01.01.2004, Blaðsíða 10

Bókasafnið - 01.01.2004, Blaðsíða 10
Leksika Encyclopædia Britannica; OR, A DICTIONARY o p A R T S ancl SCIENCES, COMPILED UPON A NEW PLAN. I N W II I C H Thc diflcrcnt Sciekces and Arts arc digcftcd into diilinél Trcatiícs or Syftcms; A N D Thc variousTechhi c.\t Tckmi, (yc. arcrxplaincda*thcy occor in thc ordcr of the Aljdiabct. ILLUSTRATED WITH ONE HUNDRED AND SIXTY COPPERPLATES. By a Society of GENTLEMEN in Scotund. 1 N THREE VOLUMES. V O L. I. EDINBURCH: Printtd for A. Bcu and C. M*cr * *qun * *; And fold by Co l i h A1 a cf a rqu ii a *, at hii 1‘riniing-oflicc, Nicolfon-ftrcet. mTlTcc. LXXI. Titelbladet fra I. udgaue af Encyclo- paedia Britannica (Edinburgh, 1771). Titilsíða fyrstu útgáfu Britannicu. búa yfir (paedia þýðir eiginlega menntun), með öðrum orðum hinar sjö frjálsu listir eða artes liberales, sem áttu annars vegar að þjálfa menn í að hugsa og tjá sig, svo sem málfræði, rökfræði og mælskulist, og hins vegar að kenna mönnum önnur fræði svo sem talnafræði, stjörnufræði, rúmfræði og tónlist. í fornöld náði orðið alfræði ekki yfir „allt“ eða öll efnissvið eins og í dag. Talað er um forn alfræðirit í þeirri merkingu að þau nái yfir öll helstu efnissvið sem voru viðfangsefni rannsókna á þeim tíma. Verk gríska heimspekingsins Aristótelesar hafa t.a.m. verið nefnd alfræðirit vegna þess að hann skrifaði um svo margvíslegt efni auk heimspekinnar, m.a. stjörnu- fræði, líffræði og veðurfræði. Heimsmynd sú sem hann skapaði með verkum sínum hefur haft áhrif í Evrópu og víðar allt fram á okkar tíma. Rómverjar voru einnig iðnir við að semja þess konar „alfræðirit“. Plíníus eldri (23 - 79 e.Kr.) tók saman ritið Historia naturalis sem byggir á verkum fjölmargra rómverska og grískra höfunda. Það fjallar meðal annars um grasafræði, dýrafræði, læknisfræði og landafræði og nær yfir heil 37 bindi. Þetta verk var óhemjuvinsælt og var undirstöðuverk í raunvísindum allt fram á 16. öld. Á 7. öld samdi heilagur Isidorus frá Sevilla tuttugu binda verk, Etymologiarum siue originum iibri XX um læknisfræði, guðfræði, hinar sjö frjálsu listir og fjölda annarra efna. Eins og önnur rit af þessu tagi var greinum ritsins raðað eftir efni en aftast var stafrófs- raðaður listi yfir þau orð sem höfðu orðið útundan í efnisumfjölluninni að framan og er það talið fyrsta þekkta dæmið um stafrófsraðaðan lista. Einna þekktast er Specuium majus (1244) en höfundur þess er Vincent frá Beauvais (1190P-1264). í því riti er til að mynda fjallað um náttúrufræði, siðfræði og sögu. Má segja að það rit hafi verið helsta alfræðirit Evrópu allt fram á 17. öld og er vitað um rúmlega áttatíu handrit þessa verks. Er það saman- sett úr þrem hlutum: Specuium naturaie, Speculum doctrinaie og Specuium historiale. Önnur tegund rita sem kom fram á 13. öld voru fróðleiksrit (Specula). Slík rit áttu fyrst og fremst að hjálpa mönnum að tileinka sér siðfræði og góða siði, en í þeim var oft mikinn fróðleik af ýmsu tagi að finna. Norskt rit af þessu tagi er Konungsskuggsjá en þar er að finna mikinn fróðleik um landshagi, m.a. veðráttu, sólargang, jarðskjálfta og eldgos, auk umfjöllunar um góða hirðsiði. Á 15. öld var byrjað að raða uppflettiritum almennt í stafrófsröð í stað þess að raða eftir efni en slík röðun varð þó ekki algeng fyrr en á 17. öld. Tvennt markvert gerðist um svipað leyti sem hafði veruleg áhrif á menntun og fræðistörf. í fyrsta lagi var farið að skrifa í meira mæli á þjóðtungum Evrópubúa í stað latínu. í öðru lagi jókst bókaútgáfa svo um munar með tilkomu prentlistarinnar, fleiri og fleiri lærðu að lesa og þörfin fýrir almenn þekkingarrit jókst. Prentlistin átti því eins og gefur að skilja stóran þátt í að auka almenna þekkingu manna. Það þykja ákveðin tímamót þegar heimspekingur- inn og vísindamaðurinn Francis Bacon (1561-1626) gerði tilraun til að skapa nútímalegt þekkingarkerfi sem birtist m.a. í verki hans The Aduancement of Learning (1605) og höfuðriti hans Novum organum scientiarum (1620). í fyrra ritinu gerir hann grein fyrir eðli og gagnsemi þekkingar. Seinna ritið er oft nefnt sem dæmi um alfræðirit því hann raðar greinum sínum í stafrófsröð og notar millivísanir. Snemrna á ritferli sínum sagði hann: „I have taken all knowledge to be my province" (Ég lít svo á að öll þekking sé mér viðkomandi). Merkilegasta framlag Bacons til vísind- anna þykir vera aðferðafræði hans en hún fólst í því að rannsaka lögmál náttúrunnar með kenningum sem hann sannaði með vísindalegum tilraunum. Á síðari hluta 17. aldar urðu miklar framfarir í vísindum. í kjölfarið var eðlilegt að menn skyldu hefja upplýsingar og skynsemi til skýjanna enda hefur 18. öldin verið kennd við upplýsingastefnuna (enlightenment) eða skynsemisstefnuna (rationalism). Einkenni upplýsingastefnunnar komu meðal annars fram í vaxandi andstöðu við kirkjuna, nýjum hug- myndum í stjórnmálum sem birtust til dæmis í verkum enska heimspekingsins John Locke (1632- 1704) og frönsku rithöfundanna og heimspekinganna Jean-Jacques Rousseau (1712-1778), Voltaire (1694- 1778) og Montesquieu (1689-1755) og aukinni fræðslu fyrir almenning, svo sem með útgáfu alfræðirita. Þar var einmitt á 17. og 18. öld sem fyrstu stóru alfræði- ritin í nútímaskilningi urðu til. 8 BÓKASAFNIÐ 28. ÁRG. 2004
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.