Bókasafnið - 01.01.2004, Blaðsíða 37

Bókasafnið - 01.01.2004, Blaðsíða 37
Páll H. Hannesson GATS-samningurinn og bókasöfn Byggt á erindi á málþingi Upplýsingar 09.10.2003 þessu erindi verður fjallað almennt um GATS- samninginn, General Agreement on Trade in Services, eða Samkomulag um verslun með þjónustu, og hvernig bókasöfn á íslandi falla undir hann. GATS-samningurinn er á forræði Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, World Trade Organi- sation, WTO og er einn þeirra stólpa sem alheims- væðing dagsins í dag stendur á.. Alþjóðaviðskiptastofnunin varð til í ársbyrjun 1995 í kjölfar svokallaðrar Uruguy-samningalotu sem stóð frá 1986-1994 og telur nú innan sinna vébanda 146 félaga eða þjóðir. Segir á heimasíðu stofnunarinnar að samningar stofnunarinnar, GATS, GATT-samningur- inn sem margir kannast við auk TRIPS og tæplega þrjátíu annarra alþjóðasamninga nái nú til 97% al- heimsviðskipta. Þær frægu stofnanir Alþjóðagjald- eyrissjóðurinn og Alþjóðabankinn eru í raun systur- stofnanir WTO og er stefna þeirra meðvitað samhæfð. Aðild íslands að WTO var samþykkt í árslok 1994 sem þingsályktunartillaga um að Alþingi heimili ríkisstjórninni að fullgilda samninginn um stofnun Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar. Um leið undirgekkst ísland sjálfkrafa undir allar skuldbindingar allra samninga stofnunarinnar. Þegar samningar eru skoðaðir er það oftast áhugavert að skoða hvaða hagsmunir liggja að baki og um leið hvort einhverjir aðilar eru þar áhrifameiri en aðrir. Því hér er um mikla hagsmuni að ræða og þessi samningur, þó alþjóðlegur sé er vissulega mannanna verk. Því hefur verið haldið fram með rökum að upphaf þessa samnings sé að leita meðal bandarískra alþjóðafyrirtækja á áttunda áratugnum, bandarísku fjármálarisanna CitiCorp, American Express og annarra viðlíka. Og að það hafi verið þau sem áttu drjúgan þátt í að móta samninginn og tryggja að bandarísk stjórnvöld þrýstu á um gerð hans. Sama var upp á tengingum í Evrópu, þar sem atvinnulífið og sérstaklega fulltrúar stórfyrirtækja hafa haft mun greiðari aðgang að allri gerð og mótun samningsins en aðrir í þjóðfélaginu. Hér má einnig vitna til upplýsingasíðu Evrópusambandsins , en þar kemur m.a. fram að „GATS er fyrst og fremst tæki til bóta fyrir atvinnulífið (business), og ekki aðeins fyrir atvinnulífið í heild, heldur fýrir einstök þjónustu- fyrirtæki sem vilja flytja út þjónustu eða vilja fjár- festa og starfa á erlendri grund.“ Áhugi stórfyrirtækjanna á alþjóðlegum þjónustu- viðskiptum byggist sennilega ekki síst á því að þjón- ustu er talin nema meira en 60% af alheimsframleiðslu og atvinnu, en hlutdeild þjónustuviðskipta af heildar- viðskiptum landa á milli hefur hins vegar aðeins numið um 20%. Ástæða þessa hefur verið sú að þjón- usta hefur mikið til verið lokuð inni á heimamarkaði einstakra landa og verið vernduð þar af lögum og reglugerðum viðkomandi lands. Ríkið og sveitarfélög hafa sinnt opinberri þjónustu og talið hag þegna sinna best borgið með framboði ríkisins á ákveðnum grunn- þáttum þjónustu. Þannig hefur ríkið eða sveitarfélög yfirleitt séð um félagslega þjónustu, menntun, vatn og rafmagn að ógleymdum bókasöfnum. Fyrir gerð GATS- samningsins voru milliríkjaviðskipti með þjónustu nánast óþekkt og óframkvæmanleg. Á heimasíðu Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar má lesa að megintilgangurinn með GATS-samningnum sé að opna innanlandsmarkaði fyrir alþjóðlegum þjónustuviðskiptum, brjóta niður einokun ríkisins og slaka á eða afnema ýmsar reglugerðir sem stjórnvöld hafa sett en WTO lítur á sem íþyngjandi fyrir atvinnulífið eða sem viðskiptahindranir. Þetta er í raun kjarni málsins. GATS-samningurinn Lítum þá stuttlega á nokkur atriði í samningnum sjálfum. Það sem vekur kannski fyrst athygli er það hversu víðtækur samningurinn er. Hann tekur til allrar þjónustu í nútíð og framtíð og hann snertir allar stjórnvaldsaðgerðir allra stjórnvalda. Svo vitnað sé í samninginn: „Reglur GATS ná til hvaða aðgerða (measure) sem er, sama á hvaða stigi stjórnsýslu þær eru ákveðnar, í löndum sem eru aðilar að WTO, sem hafa áhrif á viðskipti með þjónustu. Hugtakið aðgerð (measure) er mjög vítt og nær yfir; allar aðgerðir aðila (members), sama hvort um er að ræða lagasetningu, reglugerð, reglu, framgangsmáta, ákvörðun, stjórn- sýslulega athöfn, eða eitthvað annað form. BÓKASAFNIÐ 28. ÁRG. 2004 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.