Bókasafnið - 01.01.2004, Blaðsíða 54

Bókasafnið - 01.01.2004, Blaðsíða 54
hann skælir! Þessi saga er fyrir krakka á öllum aldri. Myndirnar í bókinni eru mjög flottar og skemmti- legar. Mér finnast sögur eftir Astrid Lindgren mjög skemmtilegar.T.d. Lotta flytur að heiman, sem ég hef líka lesið og bækurnar um Línu Langsokk og Emil í Kattholti. Þessar sögur eru líka allar um sniðuga krakka sem finna uppá allskonar prakkarastrikum. Laufey Jóhannsdóttir Bókin mín í seinni tíð hef ég ekki verið sérlega mikill bóka- ormur þó að ég sé mjög veik fyrir bókum og geti auðveldlega tekið mér orð popparans í munn; „ég elska bækur". Ég er venju- lega með tvær, þrjár í takinu en æ fleiri enda ólesnar aftur á bókasafn- inu. Það eru nefnilega nokkur ár síðan ég gerði það upp við mig að ég þyrfti ekki að klára bók sem mér þætti ekki skemmtileg. Ég mun hvort eð er aldrei ná að lesa allt það sem mig langar til. Á síðasta ári, þ.e. 2003, las ég að ég held eina bók frá upphafi til enda. Það var bókin Alkemistinn eftir Paulo Coelho í þýðingu Thors Vilhjálmssonar. Ég keypti mér bókina í fríhöfninni á leið til Hollands um páskana. Ég fékk nú ekkert tækifæri til að glugga í hana fyrr en ég var lent heima í stofu í Sandenburg. Ég man ekki alveg á hvaða degi páskafrísins ég hóf lesturinn en það skipti engum togum að ég var alveg heilluð frá fyrstu síðu. Páskafríið mitt var ekki sérlega langt, tvær vikur að mig minnir. Upphófst nú mikil barátta við bóka- orminn (sem býr innra með mér ennþá). Ormurinn vildi gleypa í sig bókina í einum grænum en skyn- semis- og sparsemisveran Laufey vildi láta hana endast út fríið. Ég gerði mitt besta og átti margar ánægjustundir með þessari bók. Hún entist ekki út fríið. Fulllesin hafði hún breytt hugarfari mínu og hafði ég ekki upplifað annað eins síðan ég las Myndina af Dorian Gray. Hugarfarsbreytingin sem Alkemistinn olli hjá mér, þori ég að fullyrða, hefur gert mig að betri manneskju. Ég finn að þessari bók langar mig að deila með fólki sem mér þykir vænt um og hef ég keypt fleiri eintök af henni en flestum öðrum bókum. Rut Helgadóttir Minnisstæð reisusaga Þegar ég hugsa til baka til bernskuáranna og um þær sögufrægu persónur sem komu upp í umræðum hjá mér eldra fólki, þá kom nafnið Týrkja Gudda oft til tals. Mér hefur alltaf fundist Guddu nafnið bera eitthverja lítillækkun með sér og var oft að hugsa um hvað þessi kona hefði gert til að fá þetta nafn á sig. Þegar ég spurði og fékk að vita hvaða hremmingum hún og fleiri lentu í þegar Týrkjaránið átti sér stað fór hugmyndaflugið af stað. Hvernig gat það verið að sumt af þessu fólki sem hafði verið rænt og gert að þrælum í gjörólíkum menningarheimi hafi komist heim aftur til íslands alla leið frá Alsír og það á 17. öldinni, (næstum því steinöld í mínum bernskuhuga). Þegar Reisubók Guðríðar Símonardóttur var gefin út var ég ekki lengi að nálgast hana og las hana með miklum áhuga og varð ekki fyrir vonbrigðum með það snilldarverk sem Steinunn Jóhannesdóttir hefur náð að gera úr þessu efni. Rókin er skrifuð bæði sem sagnfræði-og skáldrit og er það fléttað saman á ótrúlega næman hátt. Ég var komin frá berum klöppum Vestmannaeyja í gróðurskrýddann heim Afríku frá slorlykt til unaðs- legrar blóma-og kryddlyktar, frá torfbæjum til marm- arahalla frá sjálfstæði til þrældóms, þvílík kúvending á lífi þessa ógæfusama fólks. Steinunni tekst að lýsa ferðinni til Alsír, dvöl og högum þessa fólks í Barbaríinu á einkar trúverðugan hátt. Þá niðurlægingu sem það mátti þola af „trú- leysingjunum" og þeirri ótrúlegu aðlögunarhæfni sem manneskjan býr yfir þegar í nauðirnar rekur. Eftir fyrsta árið má segja að dvölin í Barbaríinu hafi orðið bærilegri og það að geta hitt landa sína reglulega hafi gert gæfumuninn. Þegar Guðríður fréttir af lausnargjaldinu sem átti að reyna að fá fýrir þau eflist baráttuþrek hennar og vonin yfirgefur hana aldrei. Sérhver móðir getur sett sig spor hennar þegar hún verður að horfast í augu við þá staðreynd að Sölmundur er orðin einn af „trúleysingjunum" og verði eftir í Barbaríinu þegar sá draumur er að rætast að komast loksins heim eftir níu ára þrældóm. Eftir langa og stranga ferð á sjó og landi komast þau til Kaupmannahafnar þar sem Guðríður kemst að því að Eyjólfur eiginmaður hennar er látinn, en þá var hún þegar búin að mæta örlögum sínum, Hallgrími Péturssyni sálmaskáldi. Sterk ást Guðríður og Hall- 52 BÓKASAFNIÐ 28. ÁRG. 2004
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.