Bókasafnið - 01.01.2004, Blaðsíða 14

Bókasafnið - 01.01.2004, Blaðsíða 14
Önnur alfræðirit Þýskaland Þekktasta alfræðirit Þjóðverja er kennt við Brockhaus en fyrsta útgáfa Brockhaus Conversations Lexicon kom út í sex bindum á árunum 1796-1808 í Amster- dam. Það var Friedrich Arnold Brockhaus (1772-1823) sem stofnaði Brockhaus forlagið sem flutti til Leipzig 1817 og svo til Wiesbaden eftir heimsstyrjöldina síðari. Á fyrri hluta 19. aldar lenti útgáfan í útistöðum við yfirvöld sem héldu uppi strangri ritskoðun. Brockhaus vildi fylgja frjálslyndri stefnu en það var erfitt. Synir Friedrich Arnold, þeir Friedrich og Heinrich Brockhaus, tóku við útgáfunni eftir að faðir þeirra lést og undir handleiðslu þeirra náði forlagið að festa sig í sessi. Helsti keppinautur Brockhaus feðga var útgef- andinn Joseph Meyer (1796-1856). Hann gaf út alfræðirit sitt á árunum 1839-1852 í 52 bindum og lagði áherslu á náttúrufræði og tækni en Brockhaus feðgar höfðu ekki sinnt því efni sérlega vel. Á stríðs- árunum þjónaði forlag Meyers nasistum og var það lagt niður eftir að stríðinu lauk. Það var þó vakið til lífs aftur á sjöunda áratugnum. Bæði Meyer og Brockhaus gefa út alfræðirit enn þann dag í dag. Þýskum alfræðiritum svipar meira til þeirra frönsku en ensku því greinarnar eru frekar knappar og margar. Rússland Rússar gáfu út sitt fýrsta alfræðirit á árunum 1926- 1947. Það var 65 bindi og hét einfaldlega Stóra sovéska alfrœðiritið (Bolshaja sovétskaja entsíklopedíja). Önnur útgáfan var gefm út á árunum 1949-1958 og var þá að sögn búið að hreinsa út allar „pólitískar og teoretískar villur" úr fyrstu útgáfunni. í nóvember 2002 var svo tilkynnt í dagblaðinu Pravda að nýtt alfræðirit, Stóra rússneska alfræðiritið (Bolshaja rússkaja entsíklo- pedíja), væri í undirbúningi. Samkvæmt fréttinni mun hún koma út á tíu árum í 30 bindum og eru fyrstu þrjú bindin væntanleg 2005. Danmörk Salmonsens store illustrerede Konuersationslefesifeon verður að teljast merkilegasta alfræðiritið sem komið hefur út á dönsku. Það er ekki síst áhugavert fyrir okkur íslendinga því að þar birtust ítarlegar upplýsingar um ísland og íslensk málefni enda var Salmonsens feonuersationslefesifeon víða til bæði á bókasöfnum og einkaheimilum hérlendis. Það var danskur bóksali Isac Heiman Salmonsen (1846-1910) sem stóð að útgáfu Salmonsens og kom fyrsta útgáfan út í nítján bindum á árunum 1892-1911. Skrifaði Salmonsen sjálfur margar greinar í ritið. Til marks um hve nátengt Salmonsens var íslandi og íslendingum má nefna að Halldór Hermannsson, bókavörður íslandssafns Fiskes í Cornell háskóla í Vindar eftir mánuðum. Úr Etymologiae eftir Ísídórfrá Seuilla. íþöku í New York fylki, tekur það með í skrá sinni yfir rit um ísland og íslensk málefni í safni Fiskes. Þar kemur einnig fram að Finnur Jónsson prófessor, Bogi Th. Melsteð og Þorvaldur Thoroddsen hafi verið meðal höfunda greina. ísland í íslenskum handritum frá 12. og fram á 17. öld er til margvíslegt fróðleiksefni alfræðilegs eðlis, sem hefur verið þýtt úr latínu. Þessi rit höfðu að geyma marg- víslegan fróðleik, svo sem umfjöllun um landafræði og náttúruvísindi, lögfræði, sögu, tímatal og stærð- fræði og stjörnufræði. í miðaldahandritum er til dæmis að finna ýmislegt þýtt efni eftir ísidór frá Sevilla. Eitt íslenskt alfræðihandrit frá 13. öld sem kennt er við Sturlu Þórðarson, eyðilagðist í brunanum mikla í Kaupmannahöfn 1728. Alfræði íslenzk, sem voru gefin út í Kaupmannahöfn snemma á 20. öld hafa að geyma margvíslegt efni úr handritum í Árnasafni í Kaupmannahöfn. Dæmi um kaflafyrir- sagnir eru Landafræði, Boðorð Móyses, Risaþjóðir, Vötn og tjarnir, Ormar, Myndan mannslíkama, Heims undr, Náttúrusteinar, Læknisfræði og Blóðlát. Upplýsingastefnan um miðja 18. öld hafði þau áhrif á íslandi að nokkrir íslenskir stúdentar í Kaup- mannahöfn stofnuðu Lærdósmlistafélagið 1779. Til- gangurinn var ekki síst að „fræða þá [íslendinga], í hverjum þeim lærdómsgreinum, er félagið orka fengi, og þá sýndist helst skorta (Merkir ísl. IV, 271)“. Þetta gerðu þeir með því að gefa út tímarit, Rit þess íslenska lærdóms-listafélags. Kom það út fimmtán sinnum á árunum 1781-1798 og telst fyrsta tímaritið sem gefið var út á íslensku. Enn fremur voru birtar greinar um náttúrufræði, landbúnað, sjávarútveg, iðnað, skáldskap, lögfræði og læknisfræði. Ekki var þó um að ræða eiginlegt alfræðirit í nú- tímaskilningi. Það áttu eftir að líða nærri tvær aldir þar til slíkt rit kæmi út. Á 19. öld og á fyrri hluta 20. aldar voru gefin út alþýðleg fræðirit af ýmsum toga. Á sjö- unda áratugi síðustu aldar hóf Almenna bókafélagið að gefa út bókaflokkinn Alfrœðasafn AB. í þeim flokki 12 BÓKASAFNIÐ 28. ÁRG. 2004
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.