Bókasafnið - 01.01.2004, Blaðsíða 21

Bókasafnið - 01.01.2004, Blaðsíða 21
Mynd 1 Vefsafn http//.. http//.. http//.. http//.. Óháð tækni er eðlilegt að rætt sé hvaða efni skuli safna og ef svo er hvort setja eigi reglur um það, þ.e. skilgreina hvaða efni á að safna. Norðurlöndin hafa fylgt þeirri stefnu að safna öllu efni sem til næst og vista það. Mörgum finnst þetta ekki við hæfi og benda á að bæði verði efnismagnið óhemju mikið og enn- fremur að mikill hluti þess sé lítils virði, jafnvel rusl og því ekki rétt að varðveita það. Það er talsvert til í því en þá kemur upp það vandamál að velja „rétt“ efni. Hver á að skera úr um hvaða efni verður verð- mætt eftir 10 ár, 25 ár eða 100 ár. Það er ekki einfalt því efnismat og áhugamál notenda breytast með tímanum og því er ekki víst að það efni sem við teljum markverðast nú haldi gildi sínu. Á sama hátt getur efni fengið aukið vægi í framtíð. Fræðilegt efni endist misvel allt eftir fræðigrein en mikilvægt er að efni sem vitnað er í varðveitist því annars tapast mikilvægur hlekkur. Mitt sjónarmið er að meðan það er tæknilega framkvæmanlegt, eigi að safna öllum vefsíðum að því marki sem unnt er. Með því að velja ákveðna vefi eða vefsíður næst aðeins til brots af því efni sem birt er á vefnum og er slíkt val bæði erfitt og dýrt í framkvæmd. Ef öllum vefsíðum sem til næst er safnað t.d. 3-4 sinnum á ári fæst nokkuð góður þverskurður af Vefnum. Jafnframt má færa gild rök fyrir því að ástæða er til að safna vissum vefsetrum oftar en öðrum. Fréttavefum, svo sem mbl.is, visir.is og ruv.is, þarf helst að safna daglega og umræðu- vefum sem fjalla um menningar- og þjóðfélagsmál, svo sem murinn.is, tikin.is og kreml.is, þarf e.t.v. að safna einu sinni í viku. Undanskilið söfnun (í upphafi a.m.k.) eru ýmsir markverðir hlutar Vefsins og Net- sins, t.d. tölvupóstur, spjallrásir og innri vefir fyrir- tækja og stofnana. Tæknilega séð er erfitt að safna gagnvirkum vefsíðum og jafnframt gagnagrunnum (svokölluðum djúpvef) sem oft er erfitt að nálgast og einnig er umdeilanlegt að hvaða marki hagkvæmt er að safna efni þeirra. Söfnun vefsíðna er yfirleitt framkvæmd þannig að söfnunarforritið er í upphafi matað á talsverðum fjölda vefslóða og fylgir það svo öllum slóðum (innanlands a.m.k.) sem það finnur og afritar allar vefsíður, þ.m.t. myndir og annað efni sem tengist vefsíðunum. NEDLIB forritið ber saman vefsíður og vistar aðeins þær vefsíður sem hafa breyst frá því að síðast var safnað. Ýmis önnur forrit kanna ekki hvort vefsíða hefur breyst en vista allt. Báðar aðferðir hafa kosti og ókosti. Helsti kosturinn við að vista aðeins breytingar er að umtalsvert minna pláss þarf fyrir vefsafnið en helsti ókosturinn er sá að söfnunin tekur lengri tíma og verður yfirferð því minni. Ef allt er vistað næst mun meiri yfirferð en vefsafnið tekur meira pláss og er nauðsynlegt að gera sérstakar ráðstafanir í aðgangsviðmóti til að óbreytt síða birtist ekki mörgum sinnum. Talsvert er um að aðgangur að vefsetri eða vef- síðum sé í raun heimill öllum en gegn gjaldi eins og t.d. á við um síðustu þrjú ár greinasafns Morgun- blaðsins. f þeim tilvikum kveður reglugerð á um að sá sem birtir verk á stafrænu formi á almennu tölvuneti skuli veita móttökusafni aðgang að verkinu og láta í té aðgangsorð og aðrar upplýsingar sem nauðsyn- legar eru til þess að safnið fái aðgang að verkinu. Þannig getur Landsbókasafn farið fram á að fá afhent nauðsynleg aðgangsorð, en afhendingarskyldu telst einmitt fullnægt ef safninu er gert kleift að taka til sín stafrænt eintak af verkinu. Landsbókasafn hóf eins og áður er getið undir- búning að söfnun vefsíðna með því að taka þátt í samvinnu norrænu þjóðbókasafnanna um að skil- greina kröfur til vefsöfnunarforrits og vefsafns, að gera hugbúnað til að gera efnisyfirlit yfir texta vef- síðna í vefsafninu og veita aðgang að vefsafninu um Vefinn. Fyrstu tilraunir með vefsöfnun voru gerðar haustið 2001 en hugbúnaðurinn reyndist ófullnægj- andi. í árslok 2002 var hafin söfnun á ný og hefur síðan verið safnað eftir því sem unnt er, en hugbún- aðurinn er enn óstöðugur og því falla ávallt úr dagar. í vor, 2004, mun það forrit sem Landsbókasafn tekur þátt í að þróa verða tekið í notkun og þá má búast við mun betri árangri við vefsöfnun en hingað til. Þá mun reyna á þau ákvæði reglugerðarinnar sem kveða á um að safnið skuli leita eftir nánu samstarfi við þann aðila sem annast skráningu og stjórnun á þjóðar- léninu .is og einnig sérstaklega við rekstraraðila stærstu léna sem skylduskil taka til, um framkvæmd og tilhögun söfnunar þeirra verka sem birt eru á vefnum. í reglugerðinni sem fjallað var um hér að framan er ennfremur kveðið á um að safnið skuli leita eftir samstarfi við aðila sem birta verk á almennu tölvu- neti um að þeim fýlgi sem best lýsigögn. Því miður er það svo að lýsigögn fylgja almennt ekki vefsíðum og verður það því mikið verk að ná til þeirra sem gefa verkin út. Til að byrja með verður reynt að ná til opinberra stofnana og stærri fýrirtækja um að þau setji lýsigögn inn í vefsíður sínar. BÓKASAFNIÐ 28. ÁRG. 2004 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.