Bókasafnið - 01.01.2004, Qupperneq 50
Þóra Gylfadóttir og Guörún Tryggvadóttir
Vandratað um frumskóg
EvrópuupplýsingaP
Síðastliðið sumar var opnuð í Háskólanum í
Reykjavík (HR) Miðstöð Evrópuupplýsinga.
Miðstöð Evrópuupplýsinga er íslenska þýð-
ingin á European Documentation Centre, skamm-
stafað EDC. Ekki er öllum ljóst hvað þessi miðstöð er
í reynd og hvaða hlutverk henni er ætlað. í þessari
grein verður varpað Ijósi á það og jafnframt fjallað
um upplýsingamiðlun Evrópusambandsins og mið-
stöðvar Evrópuupplýsinga almennt.
Evrópusambandið heldur úti umfangsmikilli
upplýsingamiðlun um sambandið og starfsemi þess.
Það rekur einhvern stærsta vef á internetinu og á veg-
um þess er starfrækt umfangsmikið net upplýsinga-
stofa. Þær eru ekki einungis í sambandslöndunum
heldur um heim allan. Þessum upplýsingastofum er
skipt í nokkra flokka og hefur hver þeirra ákveðnu
hlutverki að gegna og er ætlað að þjóna ákveðnum
hópum.
Lesendur eru beðnir að virða það til betri vegar að
höfundar hafa ekki þýtt heiti þeirra upplýsingastofa
sem fyrir koma í textanum, en láta nægja að kalla
þær sínum ensku heitum. Flestar þessara upplýs-
ingastofa eiga sér einkunnarorð sem ætlað er að lýsa
tilgangi þeirra og markmiði.
Upphafsreit alls upplýsinganets Evrópusamband-
sins á internetinu er að finna á slóðinni:
http://europa.eu.int/
Hvað er Miðstöð Evrópuupplýsinga,
EDC
Miðstöðuar Evrópuupplýsinga- European Document-
ation Centres (EDC) - “Upplýsingar um sambandið í
háskólum og rannsóknarstofnunum”
Miðstöðvar Evrópuupplýsinga eru net upplýsinga-
stofa sem voru settar á stofn af Evrópusambandinu
til þess að efla nám, kennslu og rannsóknir á mál-
efnum Evrópu, á háskólastigi. í þessum miðstöðvum
er að finna upplýsingar um laga- og réttarkerfi
Evrópusambandsins, stefnu þess, stofnanir og
Evrópusamrunann. Meira en 500 miðstöðvar Evrópu-
upplýsinga eru stafræktar í háskólum og rannsóknar-
stofnunum um allan heim. Fyrsta miðstöðin var sett
á laggirnar árið 1963 og nú eru um 550 miðstöðvar
starfandi. Af þeim eru um 400 í Evrópu, þar af 325 í
Ljósm. Sólrún Smáradóttir
löndum sambandsins, rúmlega 50 eru í Bandaríkjum
N-Ameríku, þær tæplega 100 sem eftir standa eru í
öðrum heimsálfum. Ein nýjasta miðstöð Evrópu-
upplýsinga er í Háskólanum í Reykjavík.
Hlutverk og markmið þessara miðstöðva eru svo
skilgreind af Evrópusambandinu:
“Gera háskólum og rannsóknastofnunum kleift að koma
á framfœri og þróa kennslu og rannsóknir um Evrópu-
samrunann, hvetja til þátttöku í umrceðunni um Evrópu
og leggja sitt afmörkum til þess að gera skipan Evrópu
gagnsærri með því að upplýsa hinn almenna borgara
um stefnumál sambandsins.”
Til þess að svo megi verða lætur Evrópusambandið
öllum EDC í té opinberar útgáfur og skjöl stofnana
sambandsins og aðgang að gagnasafninu CELEX, sem
er hin opinbera réttarheimild sambandsins. Það
bókasafn eða stofnun sem hýsir EDC skuldbindur sig
til þess að gera útgáfur sambandsins, prentaðar sem
rafrænar, aðgengilegar, tryggja þjónustu bókasafns-
og upplýsingafræðings við að finna upplýsingar frá
sambandinu og varðveita útgáfur þess.
í Miðstöðvar Evrópuupplýsinga er m.a. hægt að
sækja upplýsingar um Evrópurétt, Evrópusamrun-
ann, Efnahags- og myntbandalag Evrópu, sam-
ræmdar evrópskar hagtölur og um stefnumótun
innan Evrópusambandsins og stofnana þess. Sam-
kvæmt reglum sem þessi tegund upplýsingamið-
stöðva starfar eftir eru rit ekki lánuð út, heldur verður
að nota þau í húsnæði miðstöðvanna.
48
BÓKASAFNIÐ 28. ÁRG. 2004