Bókasafnið - 01.01.2004, Blaðsíða 25

Bókasafnið - 01.01.2004, Blaðsíða 25
Kristín Indriðadóttir og Þórhildur S. Sigurðardóttir Lokaverkefni í Kennaraháskóla íslands Greining á heimildaskrám frá árunum 2002 og 2003 háskólastigi er ætlast til þess að nemendur nái valdi á fræðilegum vinnubrögðum. Til þess þurfa þeir að ígrunda viðhorf sín, aga hugsun sína og þjálfast í glímu við verðug viðfangsefni. Stefnt er að opnu og fordómalausu hugarfari og öguðum og heiðarlegum vinnubrögðum. Heimildaskrár eru ákveðinn vitnisburður um viðhorf, vinnuaðferðir og vandvirkni höfunda. Þær sýna hvar höfundur hefur leitað fanga, hvaða hugmyndaheimi hann tengir umfjöllun sína og tilvísanakerfið kemur upp um hvort heiðarlega er með farið. Á síðustu árum hefur ýmsum þótt forvitnilegt að skoða þróun þess hvernig háskólastúdentar nota vefheimildir í verkefnum sínum. Heimildaskrár eru þá gjaman greindar og skoðað hlutfall mismunandi heimilda, skráning þeirra og meðferð almennt. Eftir því sem notkun efnis á vef vex aukast áhyggjur af gæðum efnisins, mati á heimildum þykir ábótavant og þjófnaður á efni af Netinu kemst upp. Skráning heimilda er oft ónákvæm og erfitt reynist að hafa upp á þeim eða fmna aftur nokkrum mánuðum síðar. Svo virðist sem bókasafnsfræðingar hafi mikinn áhuga á þessu viðfangsefni og skrifi um það til þess að rökstyðja nauðsyn þess að kenna stúdentum miklu agaðri vinnubrögð í sambandi við upplýsingaöflun, mat á heimildum og framsetningu og frágang ritverka. Raunin er sú (Burton og Chadwick 2000) að menn greinir á um hver eigi að kenna akademískt upplýsingalæsi og rannsóknarfærni, ritunarkennarar eða kennarar 1 einstökum greinum. Niðurstöður margra kannana benda til þess að það sé æskilegt að háskólakennarar og starfsfólk bókasafna taki höndum saman um leiðir til þess að auka færni stúdenta í þessum efnum (sjá t.d. Bodi 2002, Davis 2002, Herring 2001, Malone ogVideon 1997). Um hefðbundnar venjur fræðimanna við heimilda- leit og öflun þeirra hefur ýmislegt verið skrifað (sjá t.d. yfirlit hjá Lönnqvist 1988 og rannsókn Guðrúnar Pálsdóttur 2000) en þær eru að breytast eftir því sem meira efni verður aðgengilegt á vef og fræðimenn venjast þessum miðli (sjá t.d. Herring 2002). Susan Davis Herring kannaði 175 fræðilegar greinar í rafrænum tímaritum frá árunum 1999-2000 og reyndust 16% heimildanna vera rafrænar heimildir af fjölbreyttum toga. Þetta var fýrst og fremst „grátt efni“ sem áður hefur oft verið erfitt að nálgast. Þegar greinin var skrifuð (birt í júlí 2002) reyndist þó ógerlegt að finna 18% af þessum rafrænu heimildum. Davis (2002) saknaði 16% heimilda af Netinu sex mánuðum eftir að ritgerðir voru skrifaðar. Herring (2001) kannaði viðhorf háskólakennara við háskólann í Alabama til þess að nemendur þeirra notuðu heimildir af Netinu. Þótt kennararnir væru jákvæðir gagnvart Netinu sem tæki til rannsókna vildu þeir ekki að stúdentar styddust eingöngu við efni þaðan heldur kröfðust þess að þeir notuðu einnig prentaðar heimildir. Þeir höfðu áhyggjur af því að stúdentar væru ekki færir um að meta nákvæmni og áreiðanleika efnis á Netinu. Grimes og Boening (2001) könnuðu með viðtölum hvort kennarar og stúdentar við Shelton State Community College gerðu sömu gæðakröfur til heimilda sem notaðar væru í verkefnum. Stúdentar reyndust nota efni hiklaust af Netinu án þess að vera vissir um gæði þess þótt kennarar teldu sig gera meiri kröfur. Davis (2002) hefur í tvígang athugað meðferð heimilda í námsritgerðum háskólastúdenta í Cornell-háskóla með sérsöku tilliti til áhrifa vefsins. Samkvæmt niðurstöðum hans fjölgaði heimildum úr tíu í þrettán (miðgildi) á árunum 1996-2000 og sú fjölgun skýrðist eingöngu af aukinni notkun á alls kyns fjölbreyttu efni af vef og úr dagblöðum. Síðara árið (2003) var stúdentum gert að skila ritgerðum sínum á rafrænu formi. Það virtist auka líkur á að finna mætti vefheimildir á þeim slóðum sem vísað var til. Burton og Chadwick (2000) könnuðu meðal 543 háskólastúdenta í ríkisháskólanum í Oregon hvaða viðmið þeir hefðu við að meta heimildir í bókasöfnum og á Netinu. Þeir sem áttu að skrifa rann- sóknarskýrslur (63% stúdenta) mátu mest að geta fundið heimildir fljótt og að þær væru auðveldar í notkun, hvort sem þær væri að finna í safni eða á Netinu. Bodi (2002) bendir á hve ólíkt stúdentar og fræðimenn standi að vígi gagnvart rannsóknar- og BÓKASAFNIÐ 28. ÁRG. 2004 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.