Bókasafnið - 01.01.2004, Blaðsíða 55
gríms fyllir hana sektarkend og vansæmdartilfinn-
ingu en hún fær við ekkert ráðið og henni finnst hún
vera óð og undir galdri. Guðríður verður barnshafandi
eftir Hallgrím og hann hættir við námið frekar en að
láta reka sig úr skóla og þau ákveða að fara heim til
íslands. Þessi kafli bókarinnar um þá miklu innri
togstreitu Guðríðar við tilfinningar sínar til Eyjólfs
sem var orðin „andlitslaus" í hennar huga eftir tíu ára
fjarveru og að hafa fallið kylliflöt fyrir „ókunnugum,
klunnalegum drengsnáða" er mjög sterkur og það
verður ekki annað sagt en líf þessarar sterku konu
Guðríðar Símonardóttur hafi verið sviptingasamt og
ævintýri líkast.
Á BÓKASAFNINU
J.K. Rowling:
Harry Potter og leyniklefinn
(Bjartur, 2000)
Harry og Ron kíktu undir vaskinn sem Vala benti á. Þar lá lítil, þunn bók. Utan um hana var sóðaleg,
svört kápa, rennblaut eins og allt annað á klósettinu. Harry ætlaði að taka hana upp, en Ron rétti
allt í einu fram handlegginn til að stöðva hann.
„Hvað?“ sagði Harry.
„Ertu brjálaður?" sagði Ron. „Hún gæti verið hættuleg."
„Hættuleg?“ sagði Harry hlæjandi. „Láttu ekki svona, hvernig gæti hún verið hættuleg?11
„Þú myndir aldrei trúa því,“ sagði Ron og horfði áhyggufullur á bókina. “Sumar af bókunum sem
ráðuneytið hefur gert upptækar" pabbi sagði mér þetta“ það var ein sem brenndi úr manni augun.
Og þeir sem lásu Sonnettur seiðkarlsins töluðu í ljóðum það sem eftir var ævinnar. Og einhver gömul
galdranorn í Bath átti bók sem uar ekki hcegt að hcetta að lesa. Maður varð að ganga um með nefið
ofan í bókinni, og reyna að gera allt með annarri hendinni. Og...”
„Allt í lagi, ég skil,“ sagði Harry.
(s. 190)
BÓKASAFNIÐ 28. ÁRG. 2004
53