Bókasafnið - 01.01.2004, Blaðsíða 18
Þorsteinn Hallgrímsson
Varðveisla íslenskra vefsíðna
Inngangur
Flest lönd leitast við að varðveita menningararf sinn
og veita aðgang að honum og víðast hvar hefur
þjóðbókasafn hvers lands það hlutverk að varðveita
ritað efni með því að þaulsafna útgefnu prentuðu
efni. Söfnin hafa með tímanum fylgt tækninýjungum
eftir með því að safna einnig efni á nýjum miðlum
svo sem tón- og myndefni, rafrænu efni á geisla-
diskum og eftir föngum rafrænum tímaritum. Hvað
sjónvarpsefni, myndbönd og kvikmyndir varðar er
mjög misjafnt hvar því efni er komið fyrir. Til þess að
safna til hlítar sem mestu efni án óhóflegs kostnaðar
hafa þjóðbókasöfnin treyst á lög um skylduskil og
fram til þessa hefur árangur verið mjög góður en
tilkoma Netsins og Veraldarvefsins (Vefsins) hefur
gjörbreytt fyrri lögmálum um útgáfu.
Þann fyrsta janúar 2003 gengu í gildi ný Lög um
sfeyldusfeil til safna. [1]. Lög um skylduskil íslensks
ritaðs efnis má rekja til ársins 1662 er gefin var út
konungleg tilskipun um að afhenda skuli Dana-
konungi tvö eintök af Hólaprenti sem þá var eina
prentsmiðjan á íslandi. Ekki skilaði það miklu því
talið er að aðeins ein sending hafi skilað sér. Árið
1697 gengu í gildi fyrstu dönsku lögin um skylduskil í
formi konunglegrar tilskipunar um að skylda útgef-
anda prentaðra verka til að afhenda Konungsbóklöðu
5 eintök af verkinu og giltu þau lög einnig fyrir ísland.
Árið 1886 voru sett fyrstu lögin sem tóku sérstaklega
til íslands og ýmsar breytingar voru gerðar á þeim á
árunum 1909,1928,1939 og 1941. Árið 1949 voru lögin
endurskoðuð m.t.t. sjálfstæðis íslands og hvaða söfn
ættu að fá skylduskilaeintök. Árið 1977 eru sett ný lög
sem taka til útgefinna prentverka og hljóðfita (hljóm-
platna, segulbanda og síðar geisladiska).
Hin nýju lög eru mun víðtækari en hin fyrri og ná
til flestra verka sem eru gefin út eða birt á íslandi
bæði á eldri og nýrri miðlum. Þau ná m.a til mynd-
banda, örfilma, útvarps- og sjónvarpsefnis, kvik-
mynda og stafræns efnis hvort sem það er á föstum
miðli (s.s.geisladiskum) eða á Netinu. Nánar tiltekið
skilgreina lögin á eftirfarandi hátt skilaskyld verk
sem útgefin eru á almennu tölvuneti.
„8. gr. Verk á rafrœnu formi á almennu tölvuneti.
Sá sem birtir uerte á rafrœnu formi á almennu töluuneti sfeal
veita móttökusafni aðgang að verkinu. Hann steal láta
safninu í té aðgangsorð og aðrar upplýsingar sem nauðsyn-
legar eru til þess að stofnuninfái aðgang að uerteinu.
Afhendingarskyldu telst fullnægt sé móttökusafni gert teleift
að taka til sín eintak afverkinu.
Sfeylda til afhendingar sfeu. 1. mgr. nær efetei til tölvuforrita
nema /orritið sé birt ásamt uertei af annarri tegund sem
steilasfeylda nœr til.
Landsbókasafn skal varðveita uerfe sem birtast á rafrænu
formi á neti. Safnið setur nánari reglur um afhendingu
þessara gagna."
Þann 5. desember 2003 var gefin út Reglugerð nr.
982/2003 um sfeyldusfeil til safna til skýringar á fram-
kvæmd laganna [2]. Eftirfarandi grein laganna fjallar
um verk á rafrænu formi á almennu tölvuneti.
„6. Gr. Verk á rafrœnu formi á almennu tölvuneti
Undir þennanflokkfalla vefsíður og önnur gögn - sem birt eru
eða gerð aðgengileg almenningi á hinum íslenska hluta
veraldarvefsins, þ.e. þjóðarléninu .is, svo og efni sem birt er á
öðrum lénum á íslensfeu eða afíslenskum aðilum.
Sá sem birtir uerte á rafrænu formi á almennu töluuneti sfeal
ueita móttökusafni aðgang að verkinu og láta í té aðgangsorð
og aðrar upplýsingar sem nauðsynlegar eru til þess að safnið
fái .aðgang að verkinu. Afhendingarskyldu telst fullnægt sé
móttökusafni gert felei/t að tafea til sín stafrœnt eintafe a/
verkinu.
Móttökusafn sfeal Ieita e/tir nánu samstarfi við þann aðila
sem annast skráningu og stjórnun á þjóðarléninu ,is, m.a. í
því skyni aðfá reglulega upplýsingar um hvaða lén eru skráð
undir þjóðarléninu. Sama gildir um önnur lén á íslensfeu og
þau sem birt eru afíslenskum aðilum.
Móttökusafn sfeal eiga uíðtcefet samstarf um framkvœmd og
tilhögun söfnunar þeirra uerfea sem birt eru á vefnum, sér-
stafelega uið refestraraðila stœrstu Iéna sem sfeyldusfeil tafea
til. Móttöfeusa/n sfeal ennfremur leita e/tir samstarfi við aðila
sem birta uerte á almennu töluuneti um að þeimfylgi sem best
lýsigögn.
Umforrit gildir sama regla og tilgreind er í 2. mgr. 5. gr. (sjá 8.
grein sömu Iaga).“
Þegar saga laga um skylduskil er rakin með tilliti
til þeirrar viðleitni að ná til nýrra miðla virðist eðli-
legt að verk á rafrænu formi sem birt eru eða gefin út
á almennu tölvuneti séu innifalin. Ef litið er til um-
heimsins er það alls ekki tilfellið því ísland er meðal
fyrstu landa sem breyta lögum um skylduskil þannig
að þau nái til þessa efnis. Norðmenn riðu á vaðið árið
1996 með því að breyta sínum lögum á þann veg að
norska þjóðbókasafninu er heimilt að safna og varð-
16
BÓKASAFNIÐ 28. ÁRG. 2004