Bókasafnið - 01.01.2004, Blaðsíða 53

Bókasafnið - 01.01.2004, Blaðsíða 53
Bækur og líf Hallfríður Baldursdóttir Minnisstæð lesning á árinu 2003 Eins og vanalega liggja margar bækur í kringum mig, ýmist lesnar, hálf- lesnar eða ólesnar og eru þær síðastnefndu flestar. Mér finnst gott að hafa vissan fjölbreytileika í þessum efnum og hef því ævinlega við höndina bækur um ættfræði, ævi- sögur, skáldsögur og sér- lega sakamálasögur sem ég er ekki frá því að ég ljúki við að lesa fremur en aðrar. Það er svo sem ekki til að skammast sín fyrir að leggja frá sér bók sem hefur verið leiðinleg eða ekki hentað hugarástandi þá stundina. Það er alltaf hægt að gera aðra atlögu. Af sumum bókum verður maður ástfanginn á fyrstu síðu. Þá myndast svo magnað samband að það er ekki hægt að leggja frá sér bókina. Þá fer fyrir mér eins og krökkunum í Ameríkunni sem kvörtuðu undan höfuðverk eftir að snarhenda sér í lestur Harry Potter, allra áttahundruð síðnanna í rykk, og sagt var frá í fréttum í haust. Þeim var ráðlagt að taka sér hvíld frá lestrinum öðru hverju. Þetta er bókabéus eins og ég löngu búin að læra og tek mér því áralangt hlé frá lestri ef því er að skipta. Sú tíð er að verða liðin að vaka alla nóttina með einhvern rómaninn við hönd nema svo vel vilji til að í honum sé léttur pappírinn því þungar bækur henta eðlilega ekki til næturlestrar. Mér til mikillar kátínu var í haust boðið upp á bækur til að lesa í almenningsvögnum borgarinnar. í einum vagninum rakst ég á bók sem ég varð svo hrifin af að ég reyndi alltaf að ná þessum vagni og setjast í það sæti sem bókin var hengd við. Með þessum hætti tókst mér að lesa vel inn í bókina. Þetta er bók eftir finnskan höfund, Arto Paasilinna, og heitir Dýrðlegt fjöldasjálfsmorð. Eftir hann er einnig Ár hérans, útgefin 1999, sem varð mjög vinsæl. í Dýrðlegu fjöldasjálfsmorði tekur hann á einstaklega fyndinn hátt á þjóðarböli Finna, þunglyndinu, og þeim kvillum sem því fylgir, s.s. drykkjuskap og sjálfs- vígum. í stuttu máli stefnir hann saman í ferðalag fólki sem á við þennan vanda að stríða þannig að í stað þess að hver berjist í sínu rúmi slær mannskapurinn sér saman til að takast á við það spursmál, hvort heldur það skuli vera eða ekki vera, enda er þetta ekkert einkamál heldur vandi finnsku þjóðarinnar í hnotskurn þar sem annar hver maður er illa haldinn af þungum þönkum. Að höfundi skuli takast að vera svona fyndinn í jafn alvarlegum sökum sýnir snilligáfu hans. Mannskapur þessi sem er á mörkum lífs og dauða verður einstaklega mannlegur í viðleitni sinni að farga sér um leið og hann reynir að fresta sjálfsmorðinu aðeins, í þeirri hálfvissu að ekki sé bikarinn alveg tæmdur í botn. Óhætt er að mæla með því að lesa þessa bók í þunglyndiskasti. Karítas Guðjónsdóttir Börnin í Skarkalagötu Bókin er eftir Astrid Lindgren og þýðandi er Sigrún Árnadóttir. Sagan er um systkini sem heita Mía María, Jónas og Lotta sem er þriggja ára. Lotta er lítil stelpa og hún er voðalega barnaleg og mikill prakkari. Henni dettur margt sniðugt í hug, t.d. að standa á bak við fjósið í rigningunni og reyna að láta sig vaxa til þess að stækka en hana langar mikið til að vera stór eins og Jónas og Mía María. Hún kaupir líka rjómatertu handa bróður sínum í jólagjöf til þess að stríða honum. Síðan þurfa krakkarnir að fara til tannlæknis en Lotta vill ekki opna munninn því að hana langar nefnilega ekkert að gapa framan í einhvern ókunnugan! Einu sinni kom vinkona mömmu krakkanna í heimsókn og börnin hennar með henni en þau heita Anna Klara og Tóti. Anna Klara er jafn gömul Jónasi en Tóti er jafn gamall Lottu. Einu sinni kom Tóti grátandi inn og Lotta á eftir. Mamma spyr Lottu af hverju hún sé að reyna að meiða Tóta en Lotta segir: Af því mér finnst Tóti svo sætur þegar BÓKASAFNIÐ 28. ÁRG. 2004 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.