Bókasafnið - 01.01.2004, Blaðsíða 11

Bókasafnið - 01.01.2004, Blaðsíða 11
Efnafrœðitákn. Úr Encyclopédie. Frakkland Árið 1697 gaf heimspekingurinn Pierre Bayle (1647- 1706) út alfræðirit sitt Dictionnaire historique et critique. Bayle var landflótta Frakki sem bjó lengst af í Hollandi þar sem prentfrelsi ríkti. Hann hafði hrakist frá heimalandi sínu vegna harðrar gagnrýni á kaþólsku kirkjuna. Á þessum tíma var afar öflug rit- skoðun í Frakklandi og urðu rithöfundar að dulbúa gagnrýni sína á einhvern hátt ef þeir vildu að hún kæmist á prent. Bayle fór þá leið að fela gagnrýni sína í neðanmálsgreinum og urðu þær því oft miklu lengri og veigameiri en sjálfur textinn. Þó að þetta rit hafi ekki verið fyrsta sinnar tegundar í Frakklandi er það eitt það þekktasta. Höfuðrit upplýsingastefnunnar var þó tvímæla- laust hin fræga alfræðibók Encyclopédie, ou Dictionnaire raisonné des sciences, des arts et des métiers sem kom út á árunum 1751-1772. Ritstjórar hennar voru rithöfundurinn og heimspekingurinn Denis Diderot (1713-1784) og stærðfræðingurinn og heimspekingur- inn Jean Le Rond d’Alembert (1717-1783), en hún hefur fyrst og fremst verið kennd við Diderot. Hún var eiginlega bæði alfræðirit og orðabók og hafði því mikil ahrif á orðabókarstörf í Frakklandi og reyndar öll fræði þeirra tíma því að jafn vandað og umfangs- mikið uppsláttarrit hafði ekki áður komið út, hvorki þar né í öðrum Evrópulöndum. Diderot ritstýrði 28 bindum, þar af voru ellefu bindi með koparstungum sem sýndu ýmisskonar handverk, en síðar bættust við 7 bindi til viðbótar á árunum 1776-1780 undir ritstjórn annarra. Alls voru því gefin út 35 bindi í þessari fyrstu útgáfu. Þess má geta að önnur útgáfa þessa rits frá 1778-1781 er til á Landsbókasafni íslands -Háskólabókasafni í safni erlends fágætis. Greinarnar í Encyclopédie þóttu reyndar mjög mis- jafnar að gæðum en sumar voru þó skrifaðar af fremstu pennum Frakklands. Rousseau skrifaði til dæmis um tónlist, Voltaire sjálfur um bókmenntir (meðal annars kaflana um mælskulist, ímyndunarafl, skáldskap og sögu), Montesquieu grein sem fjallaði um smekkvísi og hagfræðingurinn og læknirinn Franqois Quesnay um hagfræði. Sumar greinar alfræðiritsins voru aftur á móti stuttar og ófull- komnar og hreint og beint villandi. Einnig vantaði umfjöllun um ýmis lönd og borgir á meðan aðrir staðir sem skrifað var um voru alls ekki til. Voltaire hafði að orði að alfræðibókin væri hálf úr tré en hálf úr marmara. Margar greinarnar þóttu gagnrýnar á stjórnmál og trúmál samtímans. Diderot skrifaði sjálfur greinina um Guð og segir þar að „það þjóni engum tilgangi að líta á Guð sem upphaf alls, því hægt sé að útskýra allt útfrá efni, hreyfingu og rúmi“. Reyndar var sú aðferð algengari að fela gagnrýni um ákveðið málefni í minni greinum sem fjölluðu óbeint um efnið. Dæmi Beinagrind séð aftanfrá. Úr Encyclopédie. BÓKASAFNIÐ 28. ÁRG. 2004 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.