Bókasafnið - 01.01.2004, Blaðsíða 43

Bókasafnið - 01.01.2004, Blaðsíða 43
Einar Ólafsson Staða bókasafna gagnvart alþjóðlegum viðskipta- samningum Byggt á erindi á málþingi Upplýsingar 09.10.2003 Þegar hugað er að hugsanlegum áhrifum GATS-samningsins (General Agreement on Trade in Services) á bókasöfn og þjónustu þeirra verður að líta á þjónustu þeirra og starfsemi í víðu samhengi. Við verðum að hafa í huga að þjónusta og starfsemi bókasafna varðar ekki aðeins þann af hinum skilgreindu þjónustuflokkum í GATS-samningnum1 þar sem þjónusta bókasafna er sérstaklega nefnd, heldur getur ýmis starfsemi bókasafna heyrt að einhverju leyti undir aðra þjón- ustuflokka. Ennfremur þarf að hafa í huga að tækni- legar og samfélagslegar breytingar hafa haft í för með sér talsverðar breytingar á starfsemi og þjónustu bókasafna og þær breytingar halda áfram. Varðandi mikilvægi hugsanlegra áhrifa GATS- samningsins og afstöðu okkar til þeirra verðum við að hafa í huga til hvers við ætlumst af bókasöfnum og hvaða stefna hefur verið mörkuð um þessa þjónustu. Ef vilji er til að breyta þeirri stefnu verður auðvitað að ræða það sérstaklega. Stefna í málefnum almenningsbóka- safna Almenningsbókasöfn á íslandi starfa eftir lögum um almenningsbókasöfn og taka einnig mið af yfir- lýsingum UNESCO um almenningsbókasöfn. Hér skulu aðeins nefnd nokkur lykilatriði sem skipta máli í þessi samhengi: í yfirlýsingu UNESCO segir m.a.: Þjónusta almenningsbókasafns er ueitt á grundvelli jafnrœðis og jafnrar aðstöðu allra manna án tillits til aldurs, feynþdttar, kynferðis, trúarbragða, þjóðernis, tungumáls eða félagslegrar stöðu. Sérstaka þjónustu og efni skal hafa á boðstólum fyrir þá sem ekki geta nýtt sér reglubundna þjónustu bókasafnsins af ein- huerjum orsökum, til dœmis minnihlutahópa, fatlaða ogfólk á sjúkrastofnunum eða ífangelsum. [...] Safnkostur og þjónusta eiga hvorki að lúta hugmynda- frceðilegri, stjórnmálalegri eða trúarlegri ritskoðun né þrýstingifrá viðskiptalegum hagsmunaaðilum. [...] í grundvallaratriðum á aðgangur að aimenningsbóka- söfnum að vera ókeypis. Almenningsbókasafnið er rekið á ábyrgð sveitarfélags eða ríkis. Það skal styrkja með sérstakri lagasetningu og fjármagna með framlögum frá ríki eða sveitar- félögum. í fyrstu grein laga um almenningsbókasöfn segir svo: Almenningsbókasöfn eru upplýsinga- og menningar- stofnanir. Hlutverk þeirra er að ueita fólki, bœði börn- um og fullorðnum, greiðan aðgang að fjölbreyttum bófeafeosti og öðrum miðlunargögnum, þar á meðal töluubúnaði og upplýsingum á tölvutœkuformi. [...] Er öllum sveitarfélögum sfeylt að standa að slíferi þjón- ustu í samrœmi við þessi Iög. í 2. grein eru almenningsbókasöfn skilgreind svo að þau séu annars vegar bókasöfn fyrir almenning sem sveitarfélög reki en hins vegar bókasöfn á sjúkrahúsum, dvalarheimilum aldraðra og fangels- um sem rekin eru af hlutaðeigandi stofnunum. í 9. grein er kveðið á um að „Framlög til almenningsbóka- safna skulu ákveðin í árlegri fjárhagsáætlun sérhvers sveitarfélags." í yfirlýsingunni og lögunum er skýr sú stefna að almenningsbókasöfn skulu „efla frjálsan og óheftan aðgang almennings að upplýsingum og þekkingar- miðlum“ svo vitnað sé beint í lögin, og ennfremur að sveitarfélög eða aðrir opinberir aðilar beri ábyrgð á þessari þjónustu og í lögunum er beinlínis sagt að almenningsbókasöfn skuli rekin af sveitarfélögum. BÓKASAFNIÐ 28. ÁRG. 2004 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.