Bókasafnið - 01.01.2004, Blaðsíða 46
DVD-diskum) sem augljósast sé að bókasöfn starfi í
samkeppnisumhverfi og falli þar með undir GATS-
samningana. En jafnframt er oft bent á að bókasöfn
hafi sömu skyldum að gegna varðandi þjónustu sem
snýr að slíkum upplýsingum eins og hvers kyns
öðrum upplýsingum, eða eins og það er orðað í
upphafi UNESCO-yfirlýsingarinnar: „Almennings-
bókasafnið er upplýsingamiðstöð á hverjum stað og
veitir notendum sínum aðgang að alls kyns þekkingu
og upplýsingum."
Þessar skyldur verða í raun því meiri sem meira er
um að upplýsingar eru aðeins aðgengilegar á netinu.
Bæði er um að ræða frían eða ódýran aðgang að þeim
tækjum sem nauðsynleg eru, því að þótt æ fleiri eigi
þessi tæki heima hjá sér er alltaf einhver hópur sem
ekki hefur aðgang að þeim. Hér eru bókasöfn auð-
vitað í samkeppni við einkarekin internet-kaffihús.
En einnig er um að ræða þjónustu bókasafnanna
við að finna upplýsingarnar og hugsanlega einnig
veita aðgang að upplýsingum sem annars er ekki
aðgangur að nema gegn gjaldi. Meðal upplýsinga á
netinu er efni sem net-bókasöfn (e-libraries) miðla
gegn greiðslu. Því meira sem þjónustu með rafrænar
upplýsingar er sinnt bæði af opinberum bókasöfnum
og einkaaðlilum, því frekar má búast við að upp komi
spurningin um beina samkeppni þarna á milli sem
mun leiða til kröfu um að einkafyrirtækin og bóka-
söfnin sitji við sama borð. Hver verður framvinda
þeirrar hugmyndar að allir eigi að hafa jafnan aðgang
að upplýsingum ef æ meira af upplýsingum verða
aðeins aðgengilegar á rafrænan hátt gegn greiðslu?
Áhrif einkavæðingar í menntamálum á
bókasöfn
í yfirlýsingu EBLIDA frá nóvember 2002 er bent á að
bókasöfn séu hluti menntakerfisins og einkavæðing í
menntamálum hafi því bein áhrif á þjónustu bóka-
safna í menntageiranum. Einkenni bókasafns sem
fjármagnað er af opinberum aðilum er hlutleysi, mikil
breidd safnefnis, auðveldur aðgangur að upplýsingum
og fagleg hæfni starfsfólks. Það er mikið umhugs-
unarefni, segir í yfirlýsingunni, hvernig núverandi
þjónusta bókasafna muni virka í umhverfi þar sem
fýrst og fremst er gengið úr frá fjármálalegum mæli-
kvörðum. í eðli sínu gæti meðhöndlun upplýsinga
innan þessara stofnana breyst til frambúðar.
Búast má við að GATS geti haft áhrif á bókasöfn í
skólakerfinu, einkum háskólageiranum (Bakken 2002).
Ekki hafa þó mörg lönd skuldbundið sig á sviði
menntunar, 21 af 140 aðildaríkjum árið 2002 og er
ísland ekki meðal þeirra. En það er ljóst að sum ríki,
t.d. Bandaríkin og Ástralía, vinna kerfisbundið að því
að æðri menntun verði tekin inn í GATS-viðræðurnar
(Bakken 2002).
Líka er hægt að hugsa sér að GATS-samningurinn
gæti haft áhrif á skólabókasöfn og þjónustu almenn-
ingsbókasafna við skóla. Hvað þarf til að fyrirtæki,
hugsanlega erlent, sem sinnir og selur bókasafna-
þjónustu krefjist sömu réttinda og kjara og almenn-
ingsbókasöfn til að selja grunnskólum þjónustu sína?
Áhrif TRIPS-samningsins á bókasöfn
Annar samningur á vegum Alþjóðaviðskiptastofn-
unarinnar er TRIPS-samningurinn (Agreement on
Trade-Related Aspects of Intellectual Property Rights) sem
öll aðildarfélögin eiga að hafa tekið í framkvæmd árið
2006. TRIPS-samingurinn varðar mörg svið sam-
félagsins og er t.d. mjög umræddur í sambandi við
landbúnað m.a. vegna einkaleyfa á frætegundum.
Það sem snýr hins vegar fyrst og fremst að bóka-
söfnum er hugverkaréttur (copyright).
Grundvöllur TRIPS-samningsins varðandi hug-
verkarétt er að ákvæði Bernar-sáttmálans (The Berne
Convention for the Protection of Literary and Artistic
Works), sem 149 ríki hafa undirritað, eru að mestu
tekin upp í hann. Samningurinn tryggir eignarrétt
höfundar á verkum sínum og þar með að ekki má
flytja þau eða fjölfalda án samþykkis hans. Á þessum
rétti eru síðan undantekningar, sem
aðildarlöndunum er heimilt að gera, svo sem
varðandi fjölföldun í litlum mæli til ákveðinna nota,
t.d. vegna náms eða rannsókna. Þessar undan-
tekningar geta skipt máli fyrir bókasöfn.
IFLA hefur gefið út leiðbeiningar varðandi TRIPS-
samninginn, en samkvæmt þeim er ekki að sjá að
hann valdi verulegum áhyggjum sem stendur. Undir
lok leiðbeininganna segir: „Það er mikilvægt að muna
að lög um hugverkarétt (copyright law) eru til
hagsbóta fyrir samfélagið í heild en ekki bara til þess
að höfundar og úgefendur geti hagnast. Stundum er
hagsmunum samfélagsins betur þjónað þegar
réttindi eigendanna eiga ekki við.“ Það sem helst
veldur áhyggjum er að margir telja samninga
Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar frekar miðast við
hagsmuni eigendanna en samfélagsins í heild og því
er mikilvægt að fylgjast með þróun mála.
Álitsgjöf EBLIDA til framkvæmda-
nefndar ESB vegna markaðsaðgangs
að þjónustu
í janúar 2003 sendi EBLIDA frá sér álit að beiðni
framkvæmdanefndar ESB varðandi markaðsaðgang
að þjónustu. í henni kemur fram að:
EBLIDA hvetur framkvæmdanefndina mjög til
þess að samþykkja ekki nein tilmæli um að afnema
takmarkanir í liðnum „bófea- og skjalasöfn, safnastofn-
anir og önnur menningarþjónusta", jafnframt að hún
gangist ekki undir neinar skuldbindingar sem stefni
fjármögnun og reglum varðandi bókasafnaþjónustu,
sem fjármögnuð er af opinberum aðilum, í hættu.
Framkvæmdanefndin má alls ekki gangast undir
skuldbindingar sem gætu leitt til þess að erlendum
44
BÓKASAFNIÐ 28. ÁRG. 2004