Bókasafnið - 01.01.2004, Blaðsíða 7

Bókasafnið - 01.01.2004, Blaðsíða 7
Einnig voru skoðuð eldri bókasöfn. í framhaldi þessara úttekta voru hönnunarmarkmið skilgreind. Ákveðið var að bókasafnið skyldi verða formfast í grunnskipulagi og taka mið af sterkum ramma hússins. Stefnt var að því að laða fram andrúm eldri safna, en nýta sér jafnframt sveigjanleika nútíma- lausna. Stefnt var að góðri yfirsýn og gagnsæi innan safnsins og nánum tengslum við forsal hússins og lesstofur framhaldsskólans. í endanlegri mynd eru bein sjóntengsl við miðbæjar- og verslunargötu bæjarins á einn veg, en á annan veg sýn til jökla- hrings Hornafjarðar í gegnum forsal. Tryggja átti lesaðstöðu sem hentaði mismunandi þörfum gesta safnsins, t.d. róleg afdrep fyrir þá sem sækja í héraðsskjalasafnið og einnig aðstöðu fyrir yngri hópa sem vilja aðgang að tölvum. Barna- og unglingadeild er í beinum tengslum við afgreiðslu safnsins, við útvegg og með útsýn til aðkomu. Vinnurými starfsmanna er beint inn af aðalsal safnsins við austurhlið. Opnar vinnustöðvar og skrifstofa forstöðumanns eru við gluggavegginn, en á gagnstæðum vegg er langt vinnuborð og hillur. Fundarborð er framan við skrifstofu forstöðumanns en í gagnstæðu horni er hvelfing sem tilheyrir skjala- safninu. Úr aðalsal safnsins er gengið um hringstiga upp í lestrar- og vinnurými sem tilheyrir Framhaldsskól- anum og samnýtist með bókasafninu. Stefnt er að því að geyma þar bækur sem brúa landamæri skólans og safnsins og að þar geti gestakennarar og fræðimenn haft rannsóknaraðstöðu í nánum tengslum við nem- endur, kennara og bókasafn. Nýr búnaður í bókasafnið var valinn með hliðsjón af því að endurnýta þurfti eldri búnað og samtvinna við nýjan. Sófar og stólar, borð og annar búnaður er í takt við annan slíkan búnað í húsinu til að tryggja heildstætt og hógvært umhverfi og undirstrika sterka rýmisupplifun hússins sjálfs. Við forval á búnaði var mikil vinna lögð í að afla tilboða ogbera saman ýmsa mismunandi kosti. Að lokum var sértækur bóka- safnsbúnaður valinn vegna hagstæðs verðs, en einnig vegna góðrar reynslu starfsmanna af þjónustu sölu- aðilans, Þjónustumiðstöðvar bókasafna. Nýheimar hafa þegar eignast fjölda vandaðra listaverka, sem eru órjúfanlegur hluti byggingarinnar. Jón Axel Björnsson vann stóra mynd sérstaklega fyrir opna aðalrými hússins. Hann er einnig einn af fjórum höfundum mynda inni í bókasafninu en hinir mynd- listarmennirnir eru Valgarður Gunnarsson, Björg Örvar og Gunnar Karlsson. í afgreiðslu bókasafnsins hefur verið komið fyrir stórri mynd eftir Höskuld Björnsson frá Dilksnesi og gáfu ættingjar hans sem það verk. Þá eru 12 stórar andlitsmyndir af Austur-Skaft- fellingum eftir Jóhönnu V. Arnbjörnsdóttur Ijós- myndara til sýnis í húsinu. Loks er ráðgert að hengja þar upp nokkrar myndir eftir Svavar Guðnason list- málara, sem fæddur var á Höfn. Að lokum má geta þess að Menningarmiðstöð Hornafjarðar réðist í það stórvirki að festa kaup á konsertflygli í fullri stærð í tilefni af flutningi í Nýheima. Hefur hljóðfærið reynst afar vel og dregið til sín færasta tónlistarfólk. Hljómburður hússins hefur reynst góður og hefur það vakið athygli og ánægju listamanna og gesta. Nú er komin tæplega tveggja ára reynsla af „búsetu" í Nýheimum. Þessi tími hefur sýnt að sambúð þeirra aðila er vinna að menntun, menningu, rannsóknum og atvinnuþróun í byggðarlaginu er farsæl í mörgu tilliti. Starfsemin í húsinu styður við samfélagið og eflingu þess og íbúarnir kunna vel að meta þá nýju möguleika sem felast í húsinu til menntunar og afþreyingar. Summary Information center in Nýheimar - In August 2002 in Höfn, Southeast Iceland, a new information center - Nýheimar - was inaugurated, which comprises a secondary school, a public library, the local archives and a research center. The vision for the building was that of an open knowledge community for the whole area. The preparation for the design of the building is described, focusing on usability, shared functions, optimal utilization of space and the minimizing of maintainace costs. The design of the library is described in detail and a special mention is made of the artworks that decorate the building. After sharing the premises for almost two years, there is generally agreed that these institutions of culture, education and research, as well as the whole community, have benefitted from the „coexistence". BÓKASAFNIÐ 28. ÁRG. 2004 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.