Bókasafnið - 01.01.2004, Blaðsíða 47

Bókasafnið - 01.01.2004, Blaðsíða 47
aðilum verði kleyft að krefjast opinberrar fjármögn- unar. Það er grundvallaratriði að opinberir styrkir og önnur form beins eða óbeins stuðnings verði áfram undanskilið í hætti 3. Það er álit okkar að hvers kyns skuldbindingar undir GATS geti ógnað starfsemi og framtíðarþróun bókasafna sem rekin eru fyrir almannafé. Bókasöfn þurfa á vernd að halda til að tryggt sé að þau geti gegnt hlutverki sínu. Yfirlýsing IFLA um Alþjóðaviðskipta- stofnunina Árið 2001 gaf IFLA út yfirlýsingu um afstöðu sína til Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, „The IFLA Position on The World Trade Organization". Hér fylgir stuttur útdráttur úr þessari yfirlýsingu: Þeir samningar WTO sem helst geta skipt máli fyrir bókasöfn eru GATS og TRIPS. Bókasöfn eru í almannaþágu (public good). Þau eru félagslegar stofnanir sem er ætlað að tryggja aðgengi almennings að sem fjölbreyttustum upplýs- ingum og hugmyndum án tillits til aldurs, trúar- bragða, líkamlegrar eða andlegrar heilsu, félagslegrar stöðu, kynþáttar, kyns eða tungumáls. Bókasöfn af ýmsu tagi mynda net sem þjónar öllu samfélaginu, allt frá landsbóka- og rannsóknarbóka- söfnum til almenningsbókasafna og skólabókasafna. Til að tryggja mannlega tjáningu og möguleika ein- staklinganna á að afla sér og nýta sér upplýsingar og hugmyndir er grundvallaratriði að vel sé búið að bókasöfnum. Það eru vaxandi líkur á að ákvarðanir WTO muni í framtíðinni beint eða óbeint hafa áhrif á þróun þjónustu bókasafnanna, sérstaklega í stofnunum sem reknar eru án arðsemissjónarmiða. Þótt WTO sé sýnilegust meðan á ráðherrafundum stofnunarinnar stendur með tilheyrandi mótmæla- aðgerðum er starfsemi hennar stöðug og ákvarðanir teknar án þess að almenningur verði var við hana. Það sem gerir WTO einstaka er hversu ákvarðanir hennar eru bindandi. IFLA hvetur félaga sína til að afla sér upplýsinga um þróun samninga WTO og halda fram hagsmunum bókasafnanna og skyldra málefna eins og mögulegt er. GATS-samningarnir hafa í sér fólgna möguleika á að opna allt efnahagslíf einstakra landa, þar með talið opinbera þjónustu, fyrir samkeppni erlendis frá. Hægt er að setja upp fyrirtæki í öllum aðildarríkjum til að keppa við opinbera þjónustu. í slíkum tilvikum geta erlend fyrirtæki vísað til opinberra styrkja sem slík þjónusta nýtur og krafist jafnréttiskjara (national treatment). Rétt er að þýða 7. lið yfirlýsingarinnar orðrétt: „GATS-samningurinn á ekki við um „þjónustu sem stjórnvöld veita (services supplied in the exercise of government authority)". Gagnrýn- endur hafa haldið því fram að WTO muni túlka þessa klausu mjög þröngt. í GATS-samningnum sjálfum segir að „með þjónustu sem stjórnvöld veita er átt við sérhverja þjónustu sem hvorki er veitt á viðskiptalegum grundvelli né í samkeppni við einn eða fleiri veitendur þjónustu". Með til- komu aðila sem veita einstökum notendum fræðslustofnana (educational services) og almenn- ingsbókasafna rafræna þjónustu í hagnaðarskyni (for profit on-line content providers) eykst hættan á að GATS komi inn á vettvang hefðbundinnar bókasafnaþjónustu. Meðan hugtakið „samkeppni" virðist vera saklaust gæti þetta haft þær afleið- ingar að grafið verði undan þeim styrk sem opinber bókasöfn, hvort sem þau þjóna landinu öllu eða einstökum sveitarfélögum, hafa af opin- berum fjárframlögum. Án opinberra framlaga er stofnað í hættu hlutverki bókasafnanna sem lýð- ræðislegra stofnana sem veita aðgang að sem fjölbreyttustu efni sem endurspeglar fjölbreyti- leika samfélagsins." Þá er vakin athygli á að á árinu 2001 höfðu 13 ríki (þ.á.m. ísland) skuldbundið sig til að hefja viðræður um „bóka- og skjalasöfn, safnastofnanir og aðra menningarþjónustu". Jafnframt er bent á að þar sem ýmis sérstök þjónusta bókasafnana geti fallið undir aðra flokka, svo sem samskipti (communications) („on-line information and data retrieval; electronic data interchange"), sé hugsanlegt að fleiri ríki muni taka upp viðræður á grundvelli GATS-samningsins sem muni hafa bein áhrif á bókasöfnin. Þess vegna skorar IFLA á félaga sína að standa vörð um gildi bókasafnanna. Alla viðleitni til að auka viðskipta- frelsi varðandi þjónustu sem bókasöfn, sem ekki eru rekin á arðsemisgrundvelli, veita, verður að ræða opinskátt og mikilvægt er að hvetja til að opinberum stuðningi við hefðbundin bókasöfn verði ekki ógnað. Þá er vikið að TRIPS-samningnum í ályktuninni. Bent er á að TRIPS-samningurinn varði Bern-samn- inginn og aðra samninga sem heyra undir World Intellectual Property Organization (WIPO). TRIPS getur beint og óbeint hróflað við stefnu og löggjöf einstakra ríkja varðandi höfundarrétt (copyright). Það er hætt við að WTO muni láta almannahag víkja sé um viðskiptahagsmuni að ræða varðandi höfundar- rétt. IFLA hvetur félaga sína til að gæta hagsmuna bókasafnanna og notenda þeirra varðandi þessi mál. IFLA mun vinna að því með þjóðlegum og alþjóð- legum hópum á menningarsviðinu að mynda banda- lög til að stuðla að því að þróun menningarstarfsemi á þjóðlegum og svæðisbundum grundvelli verði viðurkennd og vernduð. Markmið slíkra bandalaga er sköpun menningarlegrar fjölbreytni og að hvetja til þess að margvíslegar raddir hljómi í stað einsleitrar og hnattvæddrar menningarframleiðslu sem er stjórnað af fjármálaöflum og fyrirtækjum. BÓKASAFNIÐ 28. ÁRG. 2004 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.