Bókatíðindi - 01.12.2013, Blaðsíða 58
56
Skáldverk « ÞÝDD » B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 3
Drakúla
Bram Stoker
Þýð.: Gerður Sif Ingvarsdóttir.
Frægasta vampírusaga allra
tíma loksins á íslensku.
Gotnesta hrollvekjan Dra-
kúla, eftir Bram Stoker, er ein
vinsælasta skáldsaga allra
tíma. Síðan bókin kom fyrst
út árið 1897 hefur hún ávallt
verið fáanleg og verið þýdd
á ótal tungumál. Snemma á
20. öld kom sagan fyrst út á
íslensku þegar endursögn
Valdimars Ásgeirssonar, undir
nafninu Makt myrkranna,
birtist sem neðanmálssaga í
tímaritinu Eimreiðinni. Fleiri
endursagnir hafa birst yngri
lesendum en sagan í heild
sinni hefur þó aldrei verið
þýdd, fyrr en nú.
336 bls.
Rúnatýr
ISBN 9789935443700
Leiðb.verð: 4.999 kr.
Endimörk náðarinnar
Jørgen Brekke
Þýð.: Salbjörg Jósepsdóttir
Árið 1528 hefur fransisku-
munkur stutta viðdvöl í
Bergen áður en hann heldur
för sinni áfram til norðurs.
Þegar hann yfirgefur bæinn
tekur hann með sér hnífa og
óunnið skinn.
Nærri því fimm hundruð
árum síðar finnst lík, sem
búið er að flá, á safni í Rich-
mond, Virginíu, annað lík
finnst síðan í bókahvelfingu í
Þrándheimi. Í báðum tilvikum
virðist mega finna tengingu
við Jóhannesarbók, sem er
gömul bók skrifuð á skinn.
382 bls.
Draumsýn ehf.
ISBN 978-9935-444-37-0
Leiðb.verð: 2.999 kr. Kilja
Ég skal gera þig svo
hamingjusaman
Anne B. Ragde
Þýð.: Halla Sverrisdóttir
Árið er 1965. Allar konurnar
í blokkinni sinna börnum
og búi meðan karlinn aflar
tekna. Lífið gengur sinn
vanagang þangað til ungur
maður kemur og býðst til
að setja gægjugöt á útihurð-
irnar. Fersk og fjörug bók
úr nálægum en þó svo sér-
kennilega framandi tíma eftir
höfund Berlínaraspanna.
304 bls.
FORLAGIÐ
Mál og menning
ISBN 978-9979-3-3405-7 Kilja
Ferðin að miðju jarðar
Jules Verne
Þýð.: Friðrik Rafnsson
Ferðin að miðju jarðar fjallar
um sérvitringinn prófessor
Ottó Lidenbrock og frænda
hans, Axel. Dag nokkurn
komast þeir af tilviljun yfir
eldgamalt skjal sem inni-
heldur vísbendingu um að
íslenskur lærdómsmaður,
Arne Saknussemm að nafni,
hafi sennilega farið niður
að miðju jarðar fyrir margt
löngu. Prófessorinn hyggst
nú sanna að hægt sé að
komast þangað og þeir Axel
halda af stað í leiðangurinn.
Leiðin liggur frá heimaborg
þeirra, Hamborg í Þýskalandi,
til Danmerkur og Íslands þar
sem hinn eiginlegi rann-
sóknarleiðangur hefst undir
styrkri leiðsögn Íslendingsins
Hans. Þremenningarnir síga
ofan í gíginn á kulnuðu eld-
fjalli, Snæfellsjökli, og leggja
þar með upp í hrikalegri
Í RÁÐHÚSI REYKJAVÍKUR HELGINA 23.-24. NÓV. 2013
Dagskrá hátíðarinnar má finna á www.bokmenntaborgin.is