Bókatíðindi - 01.12.2013, Page 166
164
Fræði og bækur almenns efnis B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 3
Sögukennslu-
skammdegið
Rimman um sögukennslu og
samfélagsfræði 1983–1984
Ritstj.: Loftur Guttormsson
Þetta er þriðja bókin í ritröð-
inni Heimildarrit í íslenskri
uppeldis- og skólasögu. Hér
birtist úrval heimilda um
þær áköfu deilur sem urðu
veturinn 1983–1984 um nýtt
námsefni í samfélagsfræði
og þátt Íslandssögu í henni.
Deilurnar fóru einkum fram í
dagblöðum en einnig í sölum
Alþingis. Fullyrða má að um
sé að ræða einhver hörðustu
átök milli hefðarsinna og
nýjungarsinna í uppeldis- og
skólamálum sem sögur fara
af hér á landi. Sögukennsla
snertir náið álitaefni um
sjálfsmynd Íslendinga og
tengsl þeirra við umheiminn
og á þessi bók því brýnt er-
indi við samtímann. Rimman,
sem hér greinir frá, varpar líka
skýru ljósi á þá hefð sem ein-
kennir enn opinbera umræðu
á Íslandi.
334 bls.
Háskólaútgáfan
ISBN 978-9979-54-995-6
Leiðb.verð: 4.900 kr. Kilja
Sögur úr Vesturheimi
Ritstj.: Gísli Sigurðsson
Hér er birt þjóðfræðaefni
sem hjónin Hallfreður Örn
Eiríksson og Olga María
Franzdóttir hljóðrituðu með-
al Vesturíslendinga í Norður
Ameríku veturinn 1972–73.
Gísli Sigurðsson hefur búið
um 20 klst. af hinu hljóðritaða
efni til útgáfu í orðréttum
uppskriftum.
556 bls.
Háskólaútgáfan
ISBN 978-9979-654-22-3
Leiðb.verð: 4.900 kr. Kilja
The Concept and
Nature of Money
Benjamín H. J. Eiríksson
Ritstj.: Gunnar Harðarson
The Concept and Nature of
Money er eftir Benjamín H.
J. Eiríksson (1910–2000).
Bókin hefur að geyma enska
gerð fyrirlestrar sem höf-
undur flutti í Vísindafélagi Ís-
lendinga (1962) og fjallar um
hlutverk peninga í samfösun
efnahagslífsins. Sú kenning er
sótt til fyrri bókar hans, Outl-
ine of an Economic Theory
(1954), sem hefur einnig
verið endurútgefin á vegum
Háskólaútgáfunnar. Sú bók
er að stofni til doktorsritgerð
frá Harvard-háskóla (1946) og
í henni þróar höfundur kenn-
ingar um eðli og hlutverk
peninga og vaxta, og orsakir
hagsveiflna. Gylfi Zoëga, pró-
fessor í hagfræði, ritar nýjan
inngang að þeirri bók og
setur efni hennar í sögulegt
og fræðilegt samhengi. Hér
er um að ræða endurútgáfu
á tveimur stórmerkum ritum í
sögu íslenskrar hagfræði.
64 bls.
Háskólaútgáfan
ISBN 978-9979-54-974-1
Leiðb.verð: 2.900 kr. Kilja
The Icelandic Woman
Snæfríður Ingadóttir
Myndir: Þorvaldur Örn
Kristmundsson
Áhugaverð lesning með
góðum upplýsingum fyrir
erlenda gesti sem vilja vita
meira um einstaka hæfileika
og dugnað íslenskra kvenna.
Fróðleg bók byggð á stað-
reyndum.
112 bls.
Salka
ISBN 978-9935-17-093-4 Kilja
Tilbrigði í íslenskri
setningagerð
Ritstj.: Höskuldur Þráinsson,
Ásgrímur Angantýsson og
Einar Freyr Sigurðsson
Þetta verk á rót sína að rekja
til samnefnds rannsókna-
verkefnis sem hlaut styrk frá
Rannsóknasjóði. Í þessu bindi
er sagt frá markmiði verk-
efnisins og þeim aðferðum
sem voru notaðar við söfnun
og úrvinnslu efnis. Auk þess
eru sérstakir kaflar um talmál
og tilbrigði, þágufallshneigð
(þágufallssýki) og tilbrigði í
setningagerð í rituðum texta
(ritgerðum grunnskólanema).
127 bls.
Háskólaútgáfan
ISBN 978-9979-853-50-3
Leiðb.verð: 3.900 kr. Kilja
Tiplað með Einstein
Stálminni sem list og vísindi
Joshua Foer