Heima er bezt


Heima er bezt - 01.03.2003, Qupperneq 4

Heima er bezt - 01.03.2003, Qupperneq 4
■í'5>; ... :s|?9j» ? Agcetu lesendur. Ein er sú stétt fólks, sem nánast alveg er horfin úr ís- lensku þjóðfélagi, eða þá hefur tekið upp alveg nýja háttu, sem við greinum ekki til þeirrar stéttar lengur, og það eru flakkararnir eða förufólkið, sem af einhverjum ástæðum hafði flosnað upp, annaðhvort sökum fátæktar, veikinda einhvers konar eða því sem áður var kallað „ófeiti“, en myndi í dag leggjast út sem hungur. Þessi stétt, sem á sínum tíma þjónaði talsverðu hlut- verki, hvað varðaði fréttaflutning og jafnvel ígrip til vinnu á stöku bæjum, mátti sæta þeim örlögum á tíðum, að verða úti á ferð sinni milli bæja og héraða, og hefur sjálfsagt ekki þótt alltaf stór frétt þegar slíkt gerðist, þó auðvitað sé ekki hægt að alhæfa um slíkt, en oftast var þetta fólk einstæðingar og sérlundað. Ég get ekki varist því, þegar ég heyri í fréttum að tugir og stundum hundruðir manna og kvenna, hafi haldið upp á hálendi landsins, til bjargar einum eða fleirum einstakling- um, sem þangað hafa haldið sér til skemmtunar og átaka við íslenska náttúru, hvað sem veðurspám og öðrum möguleikum til nútíma fyrirhyggju líður, að hugsa til þess hversu óskaplega tímarnir hafa nú breyst. Ég leyfi mér að efast um að það hafi verið algengt á fyrri tíð að brotist væri út í vitlaust veður og ófærð til bjargar slíkum einstak- lingi á öldum áður, þó tilefni ferða hans væri að mörgu leyti meira og honum óviðráðanlegra, enda vissi fólk kannski sjaldnast að viðkomandi væri yfirleitt á ferð úti. Þetta er að sjálfsögðu breyting til batnaðar og ekkert er verðmætara en mannslífið og sjálfsagt að spara engu til sé þess kostur að bjarga því, hvernig svo sem aðstæðurn- ar hafa orðið til. En spurningin gæti allt eins verið sú hvort flakkarastéttin sé ekki til ennþá í einhverri mynd þó ólíku sé saman að jafna. Förufólkið var ekki alltaf vinsælir gestir, þó einhverjar undantekningar hafi verið þar á, því innan þessa hóps var margur misjafn sauðurinn, eins og alls staðar er í mann- legu þjóðfélagi. Förumenn voru við líði allt fram á miðja síðustu öld þó þeir væru ekki orðnir margir þá. Líklega hefur þessi stétt verið fjölmennust um og upp úr Móðuharðindunum, þeim miklu hörmungum sem þá gengu yfir þjóðina. Þorsteinn Antonsson segir í bók sinni Skyggni, frá ævi Jóns nokkurs Norðmanns, sem uppi var á fyrri hluta síð- ustu aldar, fæddur rétt fyrir aldamótin 1900. Jón er því af þeirri kynslóð sem einna síðast hefur veruleg kynni af förufólki og segir hann lítils háttar af kynnum sínum við það fólk í bókinni. M.a. segir hann frá förumanni sem jafnan var kallaður Jóhann beri, en hét fullu nafni Jóhann Helgason, og var fyrrverandi bóndi í Vestur-Húnavatns- sýslu. Hann mun hafa lent á skjön við sveitarsiðferðið í heimabyggð sinni vegna þess að, eins og Þorsteinn orðar það, „hann raðtengdi ástina eins og annað að hætti ein- hverfra; Jóhann hélt við tvær konur samtímis án þess nokkurn tíma að skilja sekt sína í augum heimsins. Neit- aði eiginkonan að taka við Jóhanni er hann hugðist gera gott úr málum. Jóhann slitnaði þá alveg úr samhengi við veruleika venjulegri manna og gerðist flakkari.“ Lýsing Jóns Norðmann á persónu og framgangi Jó- hanns bera er býsna ítarleg og segir hann þar m.a., efitir að hafa lýst útlitseinkennum hans: „Á höfði bar hann mórauðan flókahattgarm og stóð hvítt hárstrígið niður undan honum. Um hálsinn bar hann hnappheldu, fléttaða úr hrosshári og hneppta saman. Upp á hana voru þræddir margir smáir pinklar, sumir úr pokastriga en aðrir úr mórauðu vaðmáli. Voru þeir af- langir og stóðu endar þeirra í allar áttir út ffiá herðum hans, brjósti og hliðum. Allir voru þeir úttroðnir af einhverju, sem ég vissi þá ekki hvað var, en Jóhanni var mjög annt um þá og mátti enginn snerta á þeim. Síðar fékk ég að vita að aðalinni- hald pinklanna var hárið af Jóhanni, sem hann safnaði saman í þá til þess að vera viss um að enginn gæti notað [það] til að gera honum illt með göldrum, því að hann mun hafa trúað því að ýmislegt illt mætti gera sér með göldrum. I sumum pinklunum mun líka hafa verið eitt- hvað af bókum innan um hárið og svo örlítið af peningum í sumum. Þetta var nú aleiga hans og allur farangur. Að ofan var hann klæddur síðum, gömlum treyjugarmi, sem var allur gauðrifinn og hékk í ótal skufsum svo að víða sá í fóðrið og sums staðar inn úr því. Um mittið girti hann sig með reiptaglsspotta úr hrosshári og héngu stundum nokkrir pinklar við þann spotta. Buxurnar voru allar gauðrifnar svo að víða sá þar í hann beran, bæði á rassinum og svo að framan. Hélt hann þá oft með lúkunum fyrir stærstu götin. Af þessu mun hann hafa hlotið auknefnið „beri“. Sokkar hans voru girtir utan yfir buxumar og voru þó víða í sundur. Á fótunum bar hann íslenska skinnskó, sem allir voru götóttir. Framhald á bls. 138

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.