Heima er bezt


Heima er bezt - 01.03.2003, Side 7

Heima er bezt - 01.03.2003, Side 7
mér að koma í tíma. Og þetta litla sem ég kann í íslenskri málfræði, lærði ég hjá honum, því minn fyrri kennari kenndi málfræði ekkert sérstaklega. Hann lét okkur gera ritgerðir og stíla og leiðrétti það, en mál- fræði kenndi hann ekki. Ég hafði því ekki hugmynd um hvað var sögn eða lýsingarorð t.d., þegar ég tók fullnaðarpróf. Reyndar fékk ég ekki nema 7 vikur út úr náminu hjá Ólafi, vegna þess að hann var búinn að kenna 5 vikur af vetrinum áður en ég fór að sækja tíma hjá honum. En mikið lifandis skelf- ing fannst mér gaman að læra málfræðina. Ég get varla hugs- að mér skemmtilegri náms- grein. Frá Kálfshamarsvík. Ljósm.: Þorgerður Guðmundsdóttir. Móðir mín, Guðrún Oddsdóttir, með dætrum sínum, Jó- hönnu, Lundfríði, Oddbjörgu og Maríu. Amma mín, Valgerður Sig- urðardóttir frá Króki, með dótturson sinn, Sigurð Ingi- marsson. Jóhannes Einarsson, síð- asti ábúandi og útgerðar- maður í Kálfshamarsvík. Brauðstritið hefst Mitt fyrsta launaða starf fór ég í þegar ég var 13 ára, og var það að þrífa skólann, sem var staðsettur rétt hjá heim- ili okkar. Svo fór ég í kaupavinnu á sumrin. Húsið, sem skólinn var í, var í eigu málfundafélagsins á staðnum og þar fóru fram allar þær samkomur sem þá tíðkuðust. Kaupavinnuna sótti ég út á Skagann og vann á nokkrum bæjum þar, í gegnum tíðina. Var ég þar á sumr- in við heyskap, og átti það afskaplega vel við mig að vera í sveitinni. Ekki gat ég skilið fóstru mína eina eftir þann tíma sem ég vann í kaupavinnunni, því henni leið ekki vel einni og allra síst á nóttunni. Þá kom okkur til aðstoðar gömul kona, nágranni okkar, Halldóra Guðmundsdóttir að nafni, og dvaldi hún á meðan ýmist hjá fóstru minni eða að hún fór til Halldóru. Þær voru miklar vinkonur. Þessi gamla kona bjargaði þessu alveg fyrir okkur. En svo veiktist hún og þurfti að fara burt af staðnum, og þá tók náttúrlega íyrir mína möguleika á því að fara burt til vinnu. Á Kálfshamarsnesi var býsna margt fólk á þessum tíma og talsvert athafnalíf, og má segja að þarna hafi verið vís- ir að þorpi. Fólk sótti þangað víðs vegar að á landinu, því þar var talsverð útgerð vegna fengsælla fiskimiða úti á flóanum. Síldveiði kom aldrei við sögu í Kálfshamarsvík en síld- veiðiskipin lágu oft í vari á víkinni, þegar veður voru slæm. Mér er ákaflega minnisstætt í því sambandi ljósa- dýrðin út á flóanum þegar öll skipin lágu þar í vari. Ljós voru nú ekki svo mikil í landi á þessum tíma, að þetta var stórfengleg sjón, í mínum augunr. í kaupavinnunni var ég fyrst í Víkum, þá 14 ára gömul, Heima er bezt 103

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.