Heima er bezt


Heima er bezt - 01.03.2003, Side 14

Heima er bezt - 01.03.2003, Side 14
Ólafur Ishólm Jónsson: Eftirleit á Gnúpverja- afrétti 1958 Nú eru liðin rösk 43 ár síðan ég fór í mína fyrstu eftirleit á Gnúpverjaafrétt. Þetta var nokkuð sérstœð ferð að mörgu leyti, líklega tekið einna lengstan tíma, þeirra ferða sem farnar höfðu verið, margt fé fannst en ekki tókst að hreinsmala afréttinn. Utigengn- ar kindur heimtust af fjalli nœsta haust. Gnúpverjaafréttur er svæðið sem liggur innan afréttar- girðingar, sem liggur frá Háafossi í vestri, austur um Stangarfell, Hafið og endar í Bláskógum við Þjórsá. Vesturmörk afréttarins eru með Fossá í Fossárdrög, um Flóamannaöldu og þaðan sjónhendingu í Arnarfell hið mikla, sunnan í Hofsjökli. Að austan skiptir Þjórsá afrétt- armörkum. Bein lína frá Hólaskógi að Bólstað, náttstað við Sóleyjarhöfðavað á Þjórsá, eru 80 km. Þaðan eru svo um 20 km í Arnarfell hið litla, sem er norðurendi afrétt- arins. Sandleit Á þessum tíma var, og hafði lengi verið, farið þrisvar á hausti í smalamennsku, eða eins og sagt, var fara á fjall, á afréttinn. Fyrst var farið í fjallsafn og allur afrétturinn smalaður, frá afréttargirðingu inn í Þjórsárver. Segja má að fyrsta leitin sé þriskipt. Fjallmenn fóru í þremur hóp- um. Fyrsti hópurinn fór í Sandleit, sem einnig var kölluð „langaleit“. 9 daga ferð úr Gnúpverjahreppi. Fóru þeir af stað á þriðjudegi í 37. viku og riðu inn í Flólaskóg fyrsta daginn, þann næsta í Kjálkaver, þar næst í Nauthaga og þaðan að Bólstað. Fimmta daginn smöluðu þeir svæðið milli Þjórsár og Kerlingarfjalla og í Kjálkaver. Var það raunar dagurinn sem segja má að hafi verið sá fyrsti áleiðis til byggða. A hlaðinu í Skaftholti í Gnúpverjahreppi, ferðbúinn í fallferð, árið 1963. Ólafur situr á Sörla með Skeggja í taumi. Norðurleit var næsta leit kölluð. Norðuleitarar fóru á fostudeginum og á öðrum degi að Dalsá, en riðu til móts við Sandleitara í Kjálkaveri og smöluðu með þeim Norðurleit og gistu aðra nótt við Dalsá. Þriðji hópur íjallmanna voru svokallaðir Dalsármenn Þeir fóru í Flólaskóg á laugardegi en þann næsta í Gljúf- urleit. Árla morguns á mánudeginum að Dalsá þar sem þeir hittu Sandleitara og Norðuleitara. Var leitum skipt í Skiptibrík, litlu gili, rétt við Dalsá. Smöluðu allir saman þann dag og gistu í Gljúfurleit, næsta dag smalað í Hóla- skóg. Um margra ára bil, bættist við hóp fjallmanna svo kallaðir Kistuversmenn Þeirra hlutverk var að ríða inn í Kistuver snemma á þriðjudeginum úr náttstað sínum, sem var s.a. í Fossheiði, vera þar í fyrirstöðu til að koma í veg fyrir rennsli tjárins yfir Fossá vestur á Flóamannaafrétt. Síðasta daginn voru tjöllin framan afréttargirðingarinn- ar og Þjórsárdalurinn svo smöluð og safnið rekið fram í byggð að Fossnesi. Safnið var fyrr á árum geymt á Haga- flötum. Þangað kom fólk úr byggð til móts við fjallmenn og vakti yfir safninu, en vegna mikils gleðskapar og jafn- vel óreglu, sem þessu fylgdi og eftir því sem sagnir herma, mun sýslumaður þess tíma hafa bannað samkont- ur, sem yfirsetan á Hagaflötum var talin vera. Safnið hef- ur nú um árabil verið geymt nóttina fyrir Skaftholtsréttir, í Fossnesi. 110 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.