Heima er bezt - 01.03.2003, Síða 18
Laugardagur
Daginn eftir var ágætis veður en mikil þoka. Gengum við
frá einhverju smávegis af mat og geymdum. Kindin var
sett inn í kofann og hjá henni vatn og hey. Hafði þokan
mikil áhrif á smölun okkar næstu daga. Eitthvað reyndum
við að smala þennan dag en fundum enga kind og kom-
um við í náttstað í Kjálkaveri um kvöldið. Nokkur úr-
koma var seinnihluta dagsins og snjókoma um kvöldið í
hæglætisveðri. í Kjálkaveri fór ágætlega um okkur, sæmi-
lega rúmt var í kofanum, því þar höfðum við aðeins fjóra
hesta. Um haustið höfðu fjallmenn byggt smákofa sem
rúmaði tvo hesta.
Sunnudagur
Að morgni næsta dags, sunnudagsins 19. október, var enn
dimmviðri en snjór á jörðu og slydduél öðru hvoru. Þeir
Valli og Hermann töldu af og frá að skyggni yrði þann
dag til að fara í Kisubotna, sem eru s.a í Kerlingarijöll-
um, og ekki um annað að gera en að fara göturnar inn á
Bólstað, sem þá var innsti náttstaðurinn. Því riðum við
allir í hóp þessa leið, sem ekki er löng, líklega 3-4
stunda lestarferð.
Það sem eftirminnilegast er frá þeim degi er að um það
bil á miðjum Fjórðungssandi glamraði í gleri undir hóf-
um eins hestsins og í snjóköggli sást í grænan vasapela.
Var hann axlarfullur af rótsterku áfengi, líklega spíra, en
menn reyndu á þessum árum að hafa vínið sem sterkast,
óþarft að reiða með sér vatn úr byggð, því auðvelt var að
blanda það með ljúffengu vatni hálendisins. Hvað um
það. Þarna fannst peli sem vitað var að hafði tapast tveim
til þrem árum fyrr. Og auðvitað var innihaldið óspillt.
Skyggnið var lélegt á leiðinni inn yfir Sandinn og skó-
varpasnjór. Þó sáust vörðurnar nokkuð vel þegar nærri
þeim var komið. Birtust í þeim hinar ýmsu kynjamyndir,
sem dofnuðu þó eftir því sem nær dró. Að lokum voru
þetta bara hlaðnar grjóthrúgur.
Ég hafði ekki komið inn að Bólstað fyrr en nú. Kann-
aðist að vísu við staðhætti eftir lýsingu mér eldri manna
og kunnugri á afréttinum. Kofinn á Bólstað stendur enn.
Hann er byggður á bakka Þjórsár og innan við 100 m eru
að hinu ágæta vaði yfir hana á Sprengisandsleið, sem
kallað er Sóleyjarhöfðavað. Nú er miklu minna vatn í
Þjórsá því búið er að veita miklum hluta árinnar inn í
Kvíslarveitulónin, sem síðan er veitt inn í vatnsmiðlunina
í Þórisvatni og er nú notað til að knýja orkuverin í Sig-
ölduvirkjun, Hrauneyjafossvirkjun, Sultartangavirkjun í
Bláskógum og Búrfellsvirkjun undir Sámsstaðamúla.
Brátt verður Vatnsfellsvirkjun gangsett og miklar líkur
eru á því að stutt verði í byggingu Búðarhálsvirkjunar.
Eftir að við komum að Bólstað fór að rigna og tók
snjóinn upp að mestu. Mjög var þröngt um hestana í kof-
anum á Bólstað, en þeir voru orðnir vanir hveijir öðrum
og hættir að bíta frá sér og höguðu sér sæmilega. Erfiðast
var að koma þeim út um kvöldið til að vatna þeim en það
hafðist með því að láta hestinn næst hurðinni ganga aftur
á bak út.
Már Haraldsson JJallkóngur Gnúpverja og Ólafur, rœða
málin, 2002.
Mánudagur
Mánudaginn 20. var enn mikil þoka en nauðsynlegt að
var að komast í Amarfell hið mikla. I íýrstu leit komust
smalar ekki þangað vegna vatnavaxta en töldu sig hafa
séð för sem bentu til að þar væru kindur. Hafð mikil
áhersla verið lögð á að við kæmumst þangað.
Lögðum við því allir af stað árla morguns, í svarta-
myrkri, og héldum sem leið liggur um Oddkelsver og
Oddkelsöldu, yfir Miklukvísl, um Illaver og í Amarfell.
Þegar þangað kom undraðist ég hversu mikill gróður var
þar. Arnarfellið er sem kunnugt er hið reisulegasta fjall,
hæsti tindur þess um 1143 m yfir sjó og nánast gróið upp
í fjallstopp. Sunnan í því er hin rómaða Arnarfellsbrekka,
með fjölda plantna, sem þetta haust voru gróskumiklar og
lítt fallnar. Hvönnin meðfram lækjum var mikilúðleg og
náðu stönglarnir yfir makka hestanna. í einu slíku hvann-
stóði sáum við ær með tveimur lömbum. Minnisstætt er
hve þroskamikil lömbin voru og mikið homahlaup á
þeim, sem sýndi hve haglendið var gómsætt og grósku-
mikið. Því ekki undra þó værð væri yfir kindunum og
þær greinilega ekki haldnar neinum leiða yfir dvölinni í
Arnarfellsbrekkunni.
Þegar við sáum kindurnar sló Valli duglega í hest sinn
og ætlaði að hleypa fyrir þær. Mér leist ekki á blikuna
vegna þess að ef hann kæmi þannig að kindunum eins og
hann stefndi, væri hætta á að þær hörfuðu til fjalls. Náði
ég í brennivínspela, sem ég hafði meðferðis og hrópaði til
hans að við skyldum skála fyrir kindafundinum. Sneri
hann þá við og þáði snapsinn. Á meðan áttuðu kindurnar
sig á nærveru okkar og voru hinar rólegustu og hinar
bestu í rekstri á eftir.
Kindur þessar voru frá Kaldbak á Eyrarbakka.
Við rákum þær fram Arnarfellsmúlana, um Nauthaga,
Nautöldu og um Skarðið austur að Bólstað.
Framhald í næsta blaöi.
1 14 Heima er bezt