Heima er bezt


Heima er bezt - 01.03.2003, Side 20

Heima er bezt - 01.03.2003, Side 20
Hl, fyrsta sjóúrið. ákvarða hnattstöðu skips. Launin voru mishá eftir ná- kvæmni mælingarinnar, allt að 20.000 sterlingspundum, en þá mátti ekki heldur skeika nema 30 sjómílum eða hálfri gráðu í lengd að lokinni siglingu frá Lundúnum til Vestur-Indía og heim aftur, sem þá tók um sex vikur. Erfitt er að meta verð- mæti þessarar upphæðar á nú- tímagengi, en hún samsvarar líklega um 100 milljónum króna. Skyldu hálf launin greidd þegar meirihluti dóm- nefndar féllist á að aðferðin væri nothæf og hagnýt, hinn helmingurinn þegar búið væri að reyna hana í verki. Auk þess mátti veita starfsstyrki til að vinna úr efnilegum hug- myndum. Lengdarnefndin Nefndin, sem úthluta átti verðlaun- unum (Board of Longitude), var ekki skipuð neinum aukvisum. í henni sátu meðal annarra forseti neðri deildar þingsins, flotamálaráðherr- ann, forseti Konunglega visindafé- lagsins og þrír stærðfræðiprófessorar við háskólana í Cambridge Og Ox- ford. Fljótlega eftir að Lengdarnefnd var skipuð hafnaði hún tillögu þess efnis að frá skipum, sem leggja skyldi við akkeri í röð þvert yfir Atlantshaf, yrði sæfarendum tilkynnt með fall- byssuskotum og flugeldum þegar miðnætti væri í Greenwich. Síðan var hlé á fundum nefndar- innar í 23 ár, eða til ársins 1737. Þá fékk hún til umfjöllunar klukku frá trésmið, sem snúið hafði sér að úr- smíði og hét John Harrison. Hann fæddist í mars 1693, svo í þessum mánuði eru 310 ár frá fæðingu hans. Trésmiðurinn sem gerðist úrsmiður Harrison lauk árið 1726 smíði tveggja pendúlklukkna, sem voru ná- kvæmustu tímamælar er þá þekktust og skakkaði ekki í gangi nema sek- úndu á mánuði. Nákvæmnina mátti meðal annars þakka því að pendúll- inn þoldi verulegar hitasveiflur án þess að lengd hans breyttist. Til að halda viðnámi í lágmarki bjó Harri- son klukkurnar keflalegum, en þær voru uppfinning hans. Þar sem smið- urinn var vanastur tré, voru klukk- urnar að mestu úr viði, meðal annars tannhjólin. Upp úr þessu réðst Harrison í að hanna og smíða klukku sem gengi svo rétt á skipi í ólgusjó, að frávik væru innan við 2,8 sekúndur á sólar- hring, en það var skilyrði Lengdar- nefndar fyrir hámarkslaunum. Klukkan var knúin ljöður og gangur- inn stilltur með kúlum, sem skorðað- ar voru vírum og fjöðrum og snerust um ás. Hún var á stærð við sjón- varpstæki og gengur nú undir nafn- inu Hl. Árið 1736 fékk Harrison far með klukku sína til Lissabon með her- skipinu Centurion. Við heimkomuna spáði hann réttilega að komið væri að landi þegar skipherrann taldi að ósigldar væru 60 sjómílur. Næsta ár lagði Harrison klukkuna fyrir Lengdarnefndina. Ekki fór hann fram á verðlaun að sinni en sótti í þess stað um starfsstyrk til að full- komna verkið. Styrkurinn var veittur og allmargir fleiri síðar. Um 1740 lauk Harrison við endurbætta gerð, H2, sem var á stærð við H1 og 102 pund (46 kg). Eftir það glímdi hann nærri þrjá ára- tugi vió smíði þriðja sjóúrs- ins, H3, með nýjum en illa hönnuðum gangráði, sem hann leitaðist við að stilla með flóknum aukabúnaði. Smám saman rann upp fyrir Harrison að hann var á villigötum. Samhliða H3 fór hann að fást við nýja gerð, H4, sem reyndist meistara- smíð og er kannski frægasta klukka allra tíma. Hún var aðeins rúmir fimm þuml- ungar (13 cm) að þvermáli og með legur úr eðalstein- um. Hugvitsamlegt kerfi skilaði jöfnu afli hvort sem fjöðrin var fullundin eða nærri út- gengin, og gangverkið gekk hratt, en það jók nákvæmnina. Benda má á það að kvarsklukkur nútímans ganga á 32.000 sveiflum á sekúndu. Lengdarnefndin dregur lappirnar Árið 1761 lagði Harrison H4-úrið fyrir nefndina. Hann var þá 68 ára. Siglt var með úrið til Vestur-lndía það ár en eitthvað brást í mælingun- um svo árangur var óviss. Á siglingu til Barbados og heim aftur breytti úrið sér aðeins um 39 sekúndur. Það var ekki nema þriðjungur þeirrar skekkju sem nefndin leyfði. Hún féllst á að greiða hálf verðlaunin en setti Harrison sífellt nýja skilmála og neitaði honum um fullnaðargreiðslu þar til þeim væri fullnægt. Hann átti að smíða fleiri sjóúr sömu gerðar, leggja fram nákvæmar teikningar og vinnulýsingar svo komast mætti að því hvort aðrir úrsmiðir gætu smíðað þau; prófa átti úr hans frekar o.s.frv. Ekki bætti úr skák að Harrison var hortugur og átti að auki erfitt með að tjá sig í rituðu máli. Lengdarnefnd gagnrýndi meðal annars hve dýr sjóúr Harrisons væru. Aöferð hans til ákvörðunar á lengd væri nothæf en tæplega hagnýt, en samkvæmt erindisbréfi nefndarinnar 1 16 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.