Heima er bezt


Heima er bezt - 01.03.2003, Blaðsíða 23

Heima er bezt - 01.03.2003, Blaðsíða 23
Þegar Jóhanna Einarsdóttir frá Dunki í Hörðudal varð sjötíu ára, fékk hún þessa vísu sem heillaósk frá undirrit- uðum: Sjötíu ár með sóma sannarlega þú berð. Hamingjuóskir hljóma. - Haltu svo áfram ferð! Fleiri vísur um aldur manna verða hér ekki tilfærðar, en nú er komið að hagyrðingi mánaðarins, sem að þessu sinni er bóndasonur af Snæfellsnesi. Hann hét Bragi Jónsson og ólst upp á Hofgörðum í Staðarsveit. Fæddur 1900, en dáinn í sjúkrahúsinu í Stykkishólmi 1980. Bragi byrjaði snemma að yrkja. Ungur birti hann vísur og kvæði í barnablaðinu Æskan, og notaði þá skáldaheitið Bragi. Vísur sínar birti hann einnig í dagblöðum, eins og Tímanum. Oft notaði hann þá dulnefnið Refur bóndi. Og frá sér sendi hann tvö bindi af ljóðum og sagnaþáttum, er nefnast Refskinna. Hér á eftir fara nokkrar vísur eftir Braga frá Hoftúnum (nýbýli frá Hofgörðum), sem hann kenndi sig oft við, þegar hann notaði ekki dulnefni: Sannleikur er seinn í för, sjaldan nær 'ann hylli, en lygin þýtur líkt og ör, landshornanna milli. Sem svar við vísu Páls Olafssonar um brennivínið, sem hann sagði að væri betra en bænagjörð að morgni dags, orti Bragi: Gamla Páli glaptist sýn, góðan dóm ei felldi. Bænagjörð er betri en vín bæði að morgni og kveldi. Eitt sinn fór Bragi fram hjá Höfn í Melasveit og orti þá: Borgarfjarðar bœjanöfn Bragi ei munað getur, en þetta býli heitir Höfn, og hérna býr hann Pétur. Sumra iðja er söm og jöfn sumar jafnt og vetur. Ennþá logar Ijós í Höfn; lengi vakir Pétur. Bragi var fljótur að kasta fram stökum, ekki síst ef hjálparmeðul komu til. Hann sagði þannig frá því: Vísur get ég saman sett, sumar líka botnað. Þetta starf mér þykir létt, þegar ég hef blotnað. Samtímis Braga lá á sjúkrahúsinu í Stykkishólmi, Eyjólfur Bjarnason (úr Breiðafjarðareyjum), sem orti um Braga: Bragi heldur breiðan veg, bjó í sveit á Fróni. Hann var áður eins og ég, axlabandaskjóni. Ekki leist Braga á það, að nú virtist sem mannkyninu yrði fjölgað, án þess að holdlegt samband karls og konu kæmi þar nokkuð nærri. Hann orti um það efni: Fara að vaxa framfarir, frelsi mjög að skerða. Allir karlmenn óþarfir eru senn að verða. Opinbert er allt, sem má aðeins gjöra í felum. Bráðum verða börnin smá búin til í vélum. Vafasamt mér virðist það visindanna ragið. Heppilegast hygg ég að hafa gamla lagið. Bragi kom að eyðibýli í Hörgárdal og orti, er hann sá hversu byggð var komið: Hrundar rústir hér má sjá, - horfin manna skýli. Grær í friði grasið á gömlu eyðibýli. Er á sumrum ár og síð ilmur hér úr jörðu. Feður mínir fyrr á tíð frægan staðinn gjörðu. Gunnlaugur ei gleymdur er gegnum áraraðir, enda bjó hann eitt sinn hér -18 barna faðir. Ég hef kynnt hagyrðing mánaðarins. Verði ykkur að góðu, ágætu vinir vísna og ljóða. Fleiri hagyrðingar eru í startholunum. Jóhannes Geir Gíslason frá Skáleyjum heimsótti rit- stjórn blaðsins nýlega. Hann er liðtækur hagyrðingur og þegar hann kvaddi að loknu spjalli, þá varpaði hann fram þessari stöku: Ullarþöllin snjalla snjöll, snilli villir kalla, Heimaerbezt 119

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.