Heima er bezt - 01.03.2003, Síða 24
höll í syllum tryllast tröll,
tolla ífjöllum valla.
Dægurljóð
Góðir unnendur dægurljóða. Eru ljóð ekki, almennt talað,
dægurljóð? Flest ljóð eru bundin ákveðnum tíma eða til-
efni og lifa samkvæmt því. Þó gnæfa viss dægurljóð upp
úr og eru lærð og sungin kynslóð eftir kynslóð. Mér dett-
ur í hug ljóðið „Ég er á förum“, eftir Valdimar Hólm
Hallstað, við lag eftir finnska tónskáldið Aare Merikanto
(1893-1958). Hann samdi óperur og fleiri söngverk. Ég
lærði og söng ljóð Valdimars við lag Merikantos sem
unglingur, og mér dettur í hug, að einhverjum þyki feng-
ur í að fá það á prenti og raula síðan í góðu tómi og rifja
upp æskuminningar um leið.
Ég er á förum
Eg kem til ykkar, vinir, og klökkur er í dag
með kveðjuorð og jyrirbæn á vörum.
I hinsta sinni skulum við kátir kveða lag
og kveðja svo - því nú er ég á förum.
Nú kveð ég allt og alla, sem unnað hef ég hér,
og allt, sem hinir liðnu dagar geyma,
alla, sem að liðsinni vildu veita mér
og vonirnar, sem fæddust hérna heima.
Eg kveð þig síðast allra, litla leiksystirin mín;
við löngum höfum saman náð að gleðjast.
I hinsta sinni, vina, ég horfi í augun þín,
- það er heilög stund, er góðir vinir kveðjast.
Við eigum ekki samleið, það veistu, vina mín,
því vegir mínir liggja um sortans hallir.
I heiðum sölum vorsins eru heilög sporin þín,
og helgir eru draumar þínir allir.
Og því er ég að kveðja og þakka jyrir allt.
Eg þrái aðeins friðinn til að gleyma.
I hugarlöndum mínum er klökugt bæði og kalt,
og hvergi á þar geisli nokkur heima.
Eg kyssi gullna lokka og krýp við fætur þér,
en kveðjuorðin deyja mér á vörum.
Viltu ekki í bœnum þínum biðja fyrir mér
og blessa mig - því nú er ég á förum?
Og loksins, þegar stjörnurnar lýsa bláan geim,
ég legg af stað ogþakka horfnu árin.
Eg lít til baka, vina, og horfi til þín heim
í hinsta sinn - og brosi gegnum tárin.
Borist hefur mér ljóð eftir Andrés Magnússon í Hvera-
gerði, sem nefnist Ráðherrarumba. Ég birti þau erindi,
sem eiga við núverandi ráðherra. Hinum sleppi ég, sem
ekki gegna lengur ráðherraembættum. Og kemur þá brag-
urinn, eða hluti hans.
Lagboði: Komdu og skoðaðu í kistuna mína.
Uann Davíð er allt að því einræðisherra;
æ sína ráðherra lítt styður hann.
Hans alþýðuhylli þó ei er að þverra,
svo eitthvað er við þennan hvatvísa mann.
Hann skrópar á þingjund, er skálda þarfhann;
sko, Neró greip fiðluna, er Rómaborg brann.
Halldór, sá kvótanna kóngurinn mesti,
er kominn á skrens út um gjörvallan heim.
Hann þarf að tala við titlaða gesti,
trega og fussa og vinna með þeim.
Gaspur ei metur, en gagnorður fer;
gapir hann ekki við hverju sem er.
Umhverfisráðherrann á nú í vanda,
eitthvað má ske með hann G. Bjarnason.
Finnur og bœndurnir burt honum banda;
bræluna stöðva er hreint engin von.
Hjörli fékk reyndar ei ráðbruggið melt,
ræðu yjir galtómum stólunum hélt.
Þó glotti hann stundum, hann gerir sitt besta,
góðbóndi úr sveitinni, Páll Pétursson.
Karlinn er mest fýrir konur og hesta,
því kríunum jafnréttis gefur hann von.
I húsbréfavandann með Gylfa hann gekk;
gat suma losað úr bankanna hlekk.
Guðmundur Eyjólfsson Geirdal var lengi búsettur á ísa-
firði, hafnargjaldkeri þar um skeið. Hans væri ekki
minnst eingöngu fyrir það í dag, heldur fyrir ljóð, sem
hann orti. Ljóð hans „Þú eina hjartans“ hefur orðið mjög
vinsælt, undir lagi Sigvalda Kaldalóns. Það er þannig:
Þú eina hjartans yndið mitt
í örmum villtra stranda.
Nú aðeins bjarta brosið þitt
mig ber til draumalanda.
Iþinni finn ég frjálsri brá
svo fagrar innri kenndir,
er seiða til sín traust og þrá
í trú, sem hærra bendir.
Og það var Guðmundur Geirdal, sem orti hið fagra ljóð
„Sonur minn, sof þú í ró. „ Mér er minnistætt, er þeir Þor-
steinn Jónsson, Matthías Jónsson og Friðrik Lunddal sungu
þetta ljóð á Reykjaskóla á sínum tíma. Það er á þessa leið:
120 Heima er bezt