Heima er bezt - 01.03.2003, Síða 27
beisli, lyijaskrín, hattaöskjur og
(erðakoffbrt. Þetta líktist meira inn-
rásinni í Rússland eða herleiðingu
eins og sagt er frá í Gamla testa-
mentinu hjá Móse frá Egyptalandi
eða Esekiel til Babylon, erillinn var
svo mikill. Að morgni fyrsta dags
voru allir að ganga af göflunum og
þá var notalegt að hafa Jón Magnús-
son með sína góðu nærveru.
Hófaskellirnir á götum Reykjavík-
ur þennan dag komu öllum í ferða-
ham og góðhestarnir sem bændur
sunnanlands og norðan höfðu lánað
af þessu tilefni, voru ekki af verri
endanum. Flestar sýslur landsins
lögðu til 18 hesta hver, landssjóði að
kostnaðarlausu, en einnig var fjöld-
inn allur af leiguhestum.
Af lista yfir íslenska alþingismenn,
sem varðveist hefur, er svo að sjá að
flestir þeirra hafi fengið tvo hesta til
afnota. Númer 13 á listanum er
Hannes Hafstein, 1. þingmaður Ey-
firðinga, Tjarnargötu. Hann fékk
bara einn hest enda lagði hann sjálfur
til Ráðherra-Skjóna. Björn M. Olsen,
3. konungskjörinn þingmaður, Lækj-
argötu 8, fékk 3 hesta. Tryggvi
Gunnarsson 1. þingmaður Reykvík-
inga fékk 2 hesta og sömuleiðis Þór-
hallur Bjarnarson þingmaður Borg-
firðinga síðar biskup yfir íslandi.
Guðmundur Björnsson 2. þingmaður
Reykvíkinga, Amtmannsstíg 1, fékk
engan hest, enda hefur hann sjálfsagt
verið með sína eigin hesta í ferðinni.
í bréfi dagsettu 7. febrúar 1907
býður Daníel Daníelsson hinni hátt-
virtu Heimboðsnefnd vagnhesta til
kaups á kr. 160 stykkið. Hann segir í
bréfinu að hann treysti sér ekki til að
fara neðar, þar sem hann telji að verð
á hestum á sumri komandi verði
mjög hátt. Þetta var svo sannarlega
uppgripstími fyrir hestaspekúlanta.
Þar sem riðið var upp Hverfisgötu
blakti danski fáninn við hún. Farið
var upp hjá Rauðavatni og Geithálsi
og síðan Hafravatnsveg í Djúpadal á
Mosfellsheiði, en þar byrjar hinn eig-
inlegi gamli Þingvallavegur. Svipu-
smellir fylltu loftið og öllum mátti
vera ljóst að þetta var enginn venju-
legur reiðtúr. Á leiðinni bættust í
hópinn bændur sem höfðu hlaupið
Hannes Hafstein, þingmaður og
ráðherra.
Axel Tulinius, sýslumaður.
frá búum sínum til að skoða kóng-
inn. Þegar til kom gátu þeir ekki stillt
sig um að slást í för á Þingvöll. Sum-
ir voru ekki einir á ferð heldur með
allt sitt hyski, konu og krakka.
í Djúpadal var framreiddur hádeg-
isverður. Eins og allir vita þá eru
Danir fyrst í essinu sínu þegar matur
er annars vegar. Þeir borða ekki ein-
göngu til að lafa á fótunum. Matar-
gerð er í þeirra augum listgrein og að
skeggræða um mat er umræðuefni
sem stendur jafnfætis heimspekitali á
gangstéttarkaffihúsum stórborganna.
Virkilega siðaður Dani getur rifjað
upp matseðla áratugi aftur í tímann
af jafn mikilli nákvæmni og veður-
glöggur íslendingur lýsir skýjafari.
Danir eru heimsmenn.
Nema hvað í Djúpadal hafði Franz
Hákansson, bakari og conditori,
Austurstræti 17, látið senda 150 rún-
stykki, 7 rúgbrauð og 12 fransk-
brauð. Pagh veitingastjóri var stað-
ráðinn í því, að hvað sem öðru liði,
þá myndi Friðrik 8. Danakonungur
ekki verða hungurmorða í ferðinni
og þyrstur yrði hann ekki, enda sést í
skjölum að Thomsens Magasin lét
senda 4000 flöskur vestur að Rauða-
mel. Þar var tappað ölkelduvatni á
flöskumar. Þetta ölkelduvatn var haft
til hressingar í heimsókn konungs.
Að loknum málsverði þumlungað-
ist hersingin áfram fyrir norðan
Borgarhóla í áttina að Þrívörðum og
sunnan við Vilborgarkeldu á Mos-
fellsheiði, sem er forn áningarstaður.
Þaðan var ekki langt í Ferðamanna-
hom, en það heitir svo vegna þess að
þar sést fýrst til langferðamanna að
koma á Þingvöll. Svo lá leiðin um
Kárastaðastíg og niður í Almannagjá.
Þegar konungur reið niður gjána
hrópaði fólkið, sem hafði raðað sér
þar upp, nífalt húrra, ég endurtek
nífalt, minna mátti ekki gagn gera.
En hver var þessi konungur sem
verið var að hrópa húrra fyrir? Frið-
rik 8. var fæddur árið 1843 og dó
árið 1912. Hann ríkti frá árinu 1906
til 1912. Faðir hans var Kristján 9.
Þann stutta tíma sem Friðrik var við
völd, ferðaðist hann mikið um ríki
sitt og komst í nána snertingu við
þjóð sína. Hann beitti sér m.a. fyrir
bættum samskiptum við íslendinga.
Árið 1869 gekk hann að eiga sænska
prinsessu Louise að nafni.
Og þjóðin, sem hann var að heim-
sækja, hvernig var hún? Af því að
maður er svolítið blindur á sitt eigið
fólk þá gerði ég það að gamni mínu
að fletta upp í Nordisk Kon-
versasions Leksikon, 5. bindi, bls.
183. Þar stendur:
„Islendingar tilheyra hinum hvíta
kynstofni, flestir eru háir, ljósir yfir-
litum og langhöfðar. Þeir eru með blá
augu og grannvaxnir.“
Þetta fannst mér áhugaverð lesning,
Heima er bezt 123