Heima er bezt


Heima er bezt - 01.03.2003, Síða 32

Heima er bezt - 01.03.2003, Síða 32
Ólafur Þórhallsson UM NÁTTÚRUHAMFARIR OG FLEIRA Aliðnum öldum hafa oft orðið hörmu- leg slys í snjóflóðum á íslandi. Stundum hafa jafnvel tugir manna farist í sömu snjóflóðahrinunni. Eignatjón hefur líka oft orðið mjög mikið. Nú á allra síðustu árum hefur orðið mikil umræða í Qölmiðlum og manna á milli um snjóflóð og varnir gegn þeim. Tilefnið er vitanlega þær hörmungar sem urðu þegar snjóflóðin féllu á þorpin Súðavík og Flateyri árið 1995. Ég ætla mér ekki að auka við þá umræðu en segja frá snjóflóðum sem fallið hafa í landareign jarðarinnar Ánastaða á Vatnsnesi, enda er ég þar kunnugastur. Engar ritaðar heimildir hef ég getað fundið um snjóflóð á Ánastöðum og ekki hef ég heldur heyrt neinar sagnir um það efni. Það bendir til þess að ekki hafi orðið manntjón eða stórfelldir aðrir skaðar á þessum stað af snjóflóðum fyrr á tímum. Það eina sem ég hef séð á prenti um þetta er stutt setning í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, þar sem greint er frá ókostum jarðarinnar svohljóðandi: „Ekki er kvikfé óhætt fyrir snjóflóðum.“ Brúnin ofan Ánastaða er nokkuð brött. Hún er að mestu gróin en þó klettabelti efst. í brúnina safnast oft mikill snjór á vetrum, sérstaklega þegar norðaustanátt er ríkjandi. Oft man ég eftir því þegar ég var ungur drengur að litl- ar snjóskriður féllu niður úr brúninni. Aldrei gerðu þær skaða og ekki var talið að þær væru fyrirboði annars og meira. En svo kom að því að stærri skriða félli. Á þessum tíma var mór tekinn upp ofan brúnarinnar og var honum oft hlaðið saman í byrgi þegar hann var þurr orðinn og svo fluttur heim þegar sleðafæri var gott á vetr- um. Ef ég man rétt var það seinnihluta vetrar árið 1937 að mó vantaði í eldinn á Ánastöðum. Og þar sem veður var gott og færi sæmilegt, fórum við feðgar af stað með hest og sleða til þess að sækja móinn. Veður var stillt og gott þennan dag. Fyrir rúmri viku hafði verið hláka en svo frysti og fraus snjórinn saman í gadd. Eftir það kom svo norðaustan hríðargusa sem stóð í tvo eða þrjá daga og setti þá tals- vert mikinn snjó í brúnina. Okkur gekk vel að sækja móinn og segir ekki af ferö okkar fyrr en við vorum komnir niður á brúnina aftur. Fórum við suður undir svo nefnda Litluá, því þar var brúnin lægri og betra að komast niður. Við námum staðar litla stund og fórum að binda betur mópok- ana á sleðann. En allt í einu heyrðum við þungan dyn og þegar við litum til norðurs var allur snjórinn í brúninni kominn á hreyf- ingu og yfir honum lá móða. Smátt og smátt hvarf móðan og kom þá í ljós að allur nýi snjórinn hafði sprungið fram og hreinsast ofan af gaddinum. Við vorum aðeins nokkra metra frá því sem flóðið náði lengst í suður og sluppum því vel. Það er hugsanlegt að sá titringur sem hefur myndast þegar við fórum þama um hafi valdið því að flóðið fór af stað. Við fórum svo heim með móinn og þá blasti flóðið við. Það var um hálfúr km á lengd og náði niður í miðjar brekkurnar og sums staðar niður undir jafnsléttu. í því var mikið af stórum hnausum eða stykkjum, sumum hátt í tvo metra á hæð. Þetta flóð væri líklega nú á tímum skilgreint sem flekaflóð. Þegar við vomm að bera inn móinn kom Jón Eggerts- son til okkar. Hann mun þá hafa verið um það bil hálf átt- ræður, enn vel ern og sérlega athugull um allt er varðaði náttúruna. Hann fór að tala við okkur um flóðið. Ég man að hann sagði að svo langt aftur í aldir sem menn vissu, hefði ekki orðið tjón af snjóflóðum sem fallið hefðu úr Ánastaðabrún. Svo líða næstum 40 ár þar til stórt snjóflóð fellur úr brúninni. Það var í mikilli hríð sem gerði í janúar 1975 og stóð hún í næstum þrjá sólarhringa. Þetta flóð var líkt því sem hér að framan er lýst og hefur líklega fallið síð- asta hríðardaginn, því ekki hafði mikið í það fennt. Það 128 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.