Heima er bezt - 01.03.2003, Síða 33
var flekaflóð og í því voru jafnvel stærri stykki en í hinu.
Það var heldur stærra, hefur líklega verið 700 til 800
metra breitt og náði niður á jafnsléttu og fór á nokkurra
metra kafla yfir veginn.
í þessu flóði lenti eitt hross. Það hafði sést uppi á brún-
inni rétt fyrir hríðina og líklega hrakist undan veðrinu
fram í skaflinn. Það hafði borist með flóðinu næstum nið-
ur á jafnsléttu og var lifandi þegar að var komið. Stóð það
rétt í fönninni og sneri hausinn undan brekkunni og var
hann að mestu upp úr snjónum. Þetta var ung hryssa og
hresstist hún furðu fljótt við aðhlynningu. Þótti öllum
furðulegt að hún skildi lifa þetta af.
Er þá komið að mesta flóðinu sem féll 18. janúar 1995.
Þá hafði gengið yfir hríðabálkur og hafði sett niður mik-
inn snjó. Sumir segja að snjórinn þennan vetur hafi verið
sá mesti síðan 1920. Ég var í Reykjavík þegar snjóflóðið
féll og kom ekki á vettvang fyrr en nokkrum vikum síðar
en hef þessa frásögn eftir mönnum sem voru á staðnum
þegar snjóflóðið féll eða komu þangað daginn eftir. Má
þar nefna Jón Guðmundsson þáverandi bónda á Ytri-
Anastöðum og Guðmund son hans, Tryggva Eggertsson í
Gröf og Stefán Þórhallsson á Hvammstanga.
Mjög vont veður var þann dag, norðaustan hvassviðri,
mikil snjókoma og skyggni afar lítið. Þá fór rafmagnið af
Vatnsneslínu og varð rafmagnslaust á Ánastöðum. Vegna
rafmagnsleysisins flýttu bræðurnir, Guðmundur og Egg-
ert Jónssynir, gegningum í íjárhúsum enda bjuggust þeir
við að þurfa að handmjólka kýrnar. Vegna dimmviðrisins
varð svo enginn var við snjóflóðið fyrr en daginn eftir að
birti af degi. Þá var ekki glæsilegt um að litast. Mikið
snjóflóð hafði fallið úr Ánastaðabrún og náði það niður
að húsunum á Ytri-Ánastöðum og sums staðar lengra.
Var yfirborð þess nokkuð slétt enda sást að töluvert hafði
snjóað í flóðið. Ég veit ekki hvort breidd þess var
nokkurn tímann mæld en talað var um að hún hafi verið
800 til 1000 metrar. Flóðið stöðvaðist rétt við fjósið og
íbúðarhúsið og olli þar ekki teljandi skemmdum en vélar
sem voru þar skammt frá lentu í því og skemmdust nokk-
uð. Hlaða og fjárhús sem stóðu nokkurn spöl sunnar á
túninu og aðeins nær fjallinu urðu verr úti. Á þeim lenti
flóðið af fullum krafti. Fór það í gegnum hlöðuna og
ruddi þungum heyrúllum á fjárhúsin og braut þau niður.
Um 160 kindur voru í húsunum og fórst um helmingur
þeirra. Bæði fjárhúsin og hlaðan urðu algerlega ónýt.
Líklegt er að flóðið hafi fallið innan klukkutíma frá því
bræðurnir yfirgáfu fjárhúsin, því féð sem fórst hafði varla
lokið við gjöfina og var með tugguna í munninum þegar
að var komið daginn eftir.
Rafmagnsleysið olli því að bræðurnir luku verkum sín-
um í ijárhúsunum fyrr en þeir voru vanir og líklegt að
annars hefðu þeir lent í flóðinu með ófyrirsjáanlegum af-
leiðingum.
Bólstaður heitir nýbýli, sem reist var rétt fyrir miðja
síðustu öld og stendur stuttan spöl norðan Ytri-Ánastaða.
Það býli hefur nú verið nokkuð á annan áratug í eyði. Þar
stöðvaðist flóðið rétt við íbúðarhúsið sem ónýttist næst-
um alveg þó það hangi uppi. Þar virðist loftbylgjan, sem
fylgdi flóðinu, hafa verið að verki.
Syðri Ánastaðir eru 200 til 300 metrum sunnar en Ytri-
Ánastaðir og mun bær hafa staðið þar mjög lengi og lík-
lega allt frá landnámsöld. Sést það meðal annars á mikl-
um öskulögum í jarðvegi út frá bænum. Hætt var eginleg-
um búskap á jörðinni 1983 en íbúðarhúsinu haldið sæmi-
lega við og það notað til sumardvalar fýrir fólk. Norð-
austan við íbúðarhúsið var fjós og hlaða. Öll húsin voru
úr steinsteypu. Flóðið virðist hafa skollið á húsin af
óskaplegum krafti. Fjósið og hlaðan sundruðust nær þvi
alveg og voru steinveggirnir brotnir rétt við jörð. Á íbúð-
arhúsinu brotnuðu glerrúður í gluggum, sem að fjallinu
sneru og töluverður snjór barst inn. Til dæmis fylltist
baðherbergið næstum alveg af snjó. Mesta máttinn virðist
hafa dregið úr flóðinu við að rekast á húsin og kann ljós-
ið og hlaðan að hafa hlíft íbúðarhúsinu eitthvað þar sem
Heima er bezt 129