Heima er bezt


Heima er bezt - 01.03.2003, Síða 35

Heima er bezt - 01.03.2003, Síða 35
Guðmundur Sœmundsson Þarna er Súðin á fullum dampi, lögð af stað í Austurlandaferðina. • Dagurinn er 27. september 1951. Yfir Rauðahafinu ríkir yfirþyrmandi hiti. Dögum saman hefur ekki einn einasti ský- hnoðri sést bera við þennan daufbláa himin. Miskunnarlaust sendir hita- beltissólin brennandi geisla sína nið- ur á þilfar og mannskap þessa ein- manalega flutningaskips, sem siglir með 6-8 sjómílna hraða suður logn- slétt Rauðahafið. Á stjórnpalli skips- ins, sem þó er varinn sólskýli, gerast menn slappir í hitanum, að maður minnist ekki á kyndarana, sem strita við að moka kolum undir katlana í iðrum skipsins. bví voru ráðnir fimm þeldökkir kyndarar í Súes, sem taldir voru vanir hitanum en fljótlega kom í ljós að íslensku sjómennirnir reynd- ust þeim erlendu síst lakari við kynd- inguna. betta skip kemur alla leið norðan frá íslandi og er á leið til Austur- landa fjær. Óhagganlegur stendur ís- lenski hásetinn við stýishjólið. Hann rennir augunum öðru hverju að átta- vitanum og út yfir hafið. bað eru hendur hans sem stjórna því hvaða stefnu þetta skip siglir. Annars staöar unt borð ríkir órofa kyrrð, utan vélar- hljóðið, snúningur skrúfunnar og ymur sjávarins við stálsúð skipsins, meðan þeir á frívaktinni hafa hreiðr- Skipverjar á Súðinni á leið til lands í björgunaf■ bátnum. I baksýn sést Súðin liggja við festar í Calambo-höfn á Ceylon (Shri Lanka), 1951.

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.