Heima er bezt


Heima er bezt - 01.03.2003, Side 41

Heima er bezt - 01.03.2003, Side 41
Púður og bvssur rá örófi alda hafa menn notað margs konar vopn í lífsbaráttu sinni, enda virðist það löngum hafa verið árátta mannskepnunnar að eiga í ófriði. I öndverðu beittu menn að- allega kjafti og klóm, en snemma lærðist þeim líka að nota ýmis frumstæð bardagatæki, svo sem steinhnullunga og trjálurka sem þeir gripu upp af götu sinni og fleira þess háttar. Smám saman þróuðu menn líka ýmis áhöld og tæki sem þeir notuðu til sóknar og varnar, svo að með tímanum komu fram hin ijölbreytilegustu vopn. Má þar á meðal nefna lagvopn, höggvopn, kastvopn og loks skotvopn. Boginn var um aldir og árþúsundir eina skotvopnið og kom hann fram á steinöld og trúlega íýrir meira en tíu þúsund árum. Var hann síðan um aldir tryggur förunautur mannsins í veiðiferðum sem og hernaði og það alla götu fram á síð- ustu aldir, þegar púðrið og byssan leystu hann smám sam- an af hólmi. Sú breyting tók samt talsverðan tíma og kunnugt er að bogar voru notaðir í stórorrustum í Evrópu fram á 16. öld eða lengi eftir að púður og byssur komu til sögunnar. íslendingar hafa frá elstu tímum notað boga í bardögum sem og við fuglaveiðar, þótt þess sé ekki sérlega víða get- ið í heimildum. Einhver merkilegasta frásögn fornbók- mennta okkar um þetta efni er lýsing Brennu-Njáls sögu af vörn Gunnars á Hlíðarenda. Skaut hann þá svo ótt og títt af boga sínum að fjölmennur flokkur óvina hans fékk lengi vel ekki að gert. Um síðir tókst þó andstæðingunum að höggva sundur bogastrenginn og biður Gunnar þá Hall- gerði um lepp úr hári hennar til að bæta strenginn, því að hann segir að óvinirnir fái sig aldrei yfirbugað, meðan hann komi boganum við. Hallgerður neitaði honum um þennan greiða og fékk fýrir það hörð ummæli af Rann- veigu, móður Gunnars, svo sem rakið er í sögunni. En bogalaus gat Gunnar ekki varist ofureffinu til lengdar og fór svo að hann var drepinn. Uppfinning púðursins eða sprengiefnis sem líktist , á sér langa sögu. Einni til tveimur öldum fyrir Krist var það komið fram á Indlandi og Kína, þar sem það var einkum notað í púður- kerlingar og flugelda. Og á 7. öld eftir Krist var fundið upp í Aust- urómverska ríkinu sprengiefni, sem nefndist gríski eldurinn. Var efni þetta notað til að gera skyndilega eldblossa og háværa hvelli og skelfa þannig andstæðingana í bar- dögum. Ráðamenn í Konstant- ínopel gættu þess vandlega að upp- skriftin að efni þessu bærist ekki út, en talið er að það hafi verið búið til úr brennisteini, biki og olíu. Mikil óvissa ríkir um það hver fann upp púður það sem kom fram í Evrópu laust fyrir aldamótin 1300 og brátt var farið að nota í byssur. En oft- ast hefur uppfinning þessi verið eignuð þýskum munki í Freiburg, Bertold Schwarz að nafni, og er talið að honum hafi heppnast að búa sprengiefnið til um 1280. Efnabland- an var þannig að í henni voru saltpétur 75 %, kol 14 % og brennisteinn 11 %, en gat þó verið nokkuð breytilegt. Sag- an segir að munkurinn hafi verið að vinna með þess háttar efni og þá orðið vitni að skyndilegri sprengingu, þegar neisti komst í blönduna. Sat hann þá eftir svartur af sóti og með sviðið skegg, en engu að síður hafði hann fyrir tilvilj- un fundið upp púðrið. Fljótlega var tekið að nota sprengikraft púðursins í ófriði og þá einkum til að skjóta með því steinum á virkis- veggi eða inn í óvinaflokka. Fyrstu fallbyssumar vom eins konar hólkar sem lokaðir vom í annan endann. Púðr- ið var sett neðst í hólkinn og steinn ofan á það. Síðan var borinn að eldur gegnum lítið op á þessu frumstæða hlaupi og kveikt í púðrinu. Varð þá af sprenging sem þeytti stein- inum í þá átt sem hlaupinu var beint. Smám saman voru gerðar ýmsar umbætur á þessum fallbyssum. Kunnugt er að slíkar byssur vom notaðar í orrustunni við Crecy 1346, þar sem Englendingar og Frakkar áttust við. Frakkamir skutu af fallbyssmn, en Englendingar af bogum og það vom þeir síðar nefndu sem unnu ormstuna. En þetta breyttist brátt og fallbyssumar náðu senn algjörum yfirburðum í stríðsrekstri. Fyrst í stað skutu menn steinum úr byssunum, en um 1500 var tekið Heimaerbezt 137

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.