Heima er bezt


Heima er bezt - 01.03.2003, Side 42

Heima er bezt - 01.03.2003, Side 42
að steypa jámkúlur, sem dugðu miklu betur en grjótið. En menn notuðu ekki aðeins fallbyssur á þessum fyrstu öldum púðursins, því að brátt var tekið að þrengja og lengja byssuhlaupið og komu þá fram venjulegar byssur sem hermenn gátu borið með sér í bardögum. Þessar hermannabyssur voru lengi vel svo stórar og þungar að það þurfti tvo menn til að færa þær úr stað og skjóta af þeim. Hægvirkar voru þær líka, því svo seint sem í 30 ára stríðinu á fyrri hluta 17. aldar, þótti gott ef ekki liðu meira en fimm mínútur milli skota úr hverri byssu. Lengi vel vom líka öll skotvopn framhlaðningar og var þá kveikt í púðrinu með blysi eða kyndli sem borinn var að smápípu aftast á hlaupinu. Loks var það svo undir miðja 19. öld sem menn fundu upp byssulásinn, skothylkið og hvellhett- una. Þar með komust aftanhlaðningar í gagnið og gömlu framhlaðningarnir hurfu að mestu úr notkun á næstu ára- tugum. Með tilkomu skotvopna breyttist stríðstæknin smám saman. Fyrrum höfðu brynjaðir riddarar ráðið að mestu úrslitum hverrar ormstu, en slíkir hermenn stóðust þó ekki byssukúlur til lengdar. Þannig misstu riddarar og þar með aðalsstétt smám saman sérréttindi sín, en fótgöngulið ótiginna manna og búið skotvopnum fór að skipta sköpum í öllum styrjöldum. Á fyrri tíð höfðu kastalar aðalsmanna verið nánast óvinnandi vígi, en einnig það breyttist eftir að fallbyss- ur komust í gagnið. Veldi aðalsins sem yfirstéttar í hemaði og þar með landstjóm var því brátt úr sögunni, svo að fátt stóð þar eftir nema inni- haldslausir titlar. Púðrið átti þannig mikinn þátt í að breyta lagskiptu stéttaþjóðfélagi miðalda í borgara- samfélag síðari tíma, þar sem allir menn eru jafnir samkvæmt stjórnarskrá. Og þótt púðrið sé ekki lengur notað í hernaði og önnur og margfalt öflugri sprengiefni hafi fyrir löngu leyst það af hólmi, þá var upp- finning þess á sínum tíma afar örlagarík og markaði óaf- máanleg þáttaskil í veraldarsögunni. Ekki er gott að segja hvenær byrjað var að nota byssur hér á landi. Þegar Magnús kæmeistari, lífvarðarforingi Jóns biskups Gerrekssonar, bað Margrétar Vigfúsdóttur á Kirkjubóli á Miðnesi og fékk synjun, reiddist hann ákaf- lega og réðst með hernaði á bæinn og brenndi hann. Mar- grét komst naumlega undan, en Ivar jungkæri, bróðir hennar, var skotinn til bana. Er það líklega með því fyrsta sem getið er um byssuskot hérlendis. Síðan er oft talað um byssunotkun í ófriði þeim sem hér varð í aðdraganda siða- skiptanna á 16. öld, svo að þá voru skotvopn ömgglega orðin talsvert algeng,. þótt varla yrðu byssur almennings- eign fyrr en löngu síðar. Úr hlaðvarpanum Framhald afbls. 100 Þannig gekk Jóhann klæddur árið um kring og hvernig sem viðraði og vildi ekki öðru klæðast. Ekkert þýddi að gefa honum ný föt og var það þó reynt. Lét hann þá gömlu fötin í einhvern pinkilinn og fór í þau nýju, en ætíð var hann búinn að rífa nýju fötin öll í druslur svo að víða sá í hann beran, þegar hann kom til næsta bæjar. Þó að honum væm gefin föt á hverjum bæ þá reif hann þau jafnharðan í druslur á milli bæja. [ ... ] Þegar Jóhann kom á bæi kvaddi hann aldrei dyra heldur gekk rakleitt inn og eins þótt einhveijir væru úti. Þegar hann kom til baðstofii heilsaði hann aldrei neinum manni heldur settist þegjandi þar sem hann fann sæti. Ef einhver yrti á hann svaraði hann aðeins einu eða tveimur orðum. [...] Aðra nóttina sem Jóhann gisti, urðum við vör við að hann fór allsnakinn upp úr rúminu, skömmu eftir að hátt- að var, og fór út á hlað þótt hríðarveður væri. Eldri bræð- ur mínir fóru í humátt á eftir honum, því að varasamt var talið að fara allsnakinn út í slíkt veður. Sáu þeir þá að Jó- hann fór þar í snjóskafl á hlaðinu og velti sér rækilega í honum til að fá sér snjóbað. Þeir fóru þó inn nokkru á undan honum svo að hann yrði þeirra ekki var. Þegar hann kom inn strauk hann sig vandlega um kroppinn og lagðist að því búnu til svefns og svaf til morguns. Ekki skalf hann eða virtist verða neitt kalt við þetta.“ Sérkennilegir hafa þessir einstaklingar verið og tals- verðan svip hafa þeir sett á samtíð sína. Læknavísindin og athvörf ýmis konar, hafa átt sinn stóra þátt í því, auk al- mennt batnandi ástands með þjóðinni, að þessi stétt hvarf af vettvangi. Er það auðvitað vel, en mannlegt eðli er jafnan samt við sig, og hafa sumir eðlisþátta þessa fólks sjálfsagt breytt um farveg og birtst í einhverju öðru, sem meira hæfir umhverfi nútímans. Jóhann beri var hygg ég með nafnkunnari förumönnum síns tíma, sem auðvitað hafa allir verið hver með sínu móti. Hann verður kannski ekki tekinn sem nákvæmur samnefnari sinnar stéttar því þar hefur manngerðin verið jafn sundurleit og almennt er meðal fólks. En þó líf föru- fólksins og aðstæður væru sjaldnast gleðiefni, þá var þetta fólk óneitanlega áberandi þáttur í þjóðlífi íslendinga á öldum áður og kvistir í mannlífinu, sem áttu sinn til- verurétt eins og hver annar og hefur það áreiðanlega oft á tíðum lífgað upp á tilveru landans í fábreytni hversdags- ins. Guöjón Baldvinsson. 138 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.