Heima er bezt


Heima er bezt - 02.01.2007, Page 5

Heima er bezt - 02.01.2007, Page 5
Arni og Sólveig í skrúðgarði heima á Upp- sölum. Guömundur Gunnarsson. Sögumaóurinn í grein þeirri sem hér fer á eftir, gemr með miklum rétti sagst vera Skagfirðingur i húð og hár. Hann rekur œtt sína m. a. til Reynistaðarbrœðra, en svipleg og dularfull œvilok þeirra er ráðgáta sem aldrei verður að fullu leyst. Hafa þó margir lagt sitt af mörkum íþeirri viðleitni. Við samningu eftirfarandi greinar hefur undir- rituðum orðið hugsað til annars Skagfirðings. Arni Bjarnason, uppsölum Skagafirði, segirfrá á var fæddur 5 árum fyrr en viðmælandi minn og j handan Héraðsvatna. Á ég þar við Indriða G. Þor- steinsson. Lífsreynsla hans m. a. á mörkum bams- og unglingsaldurs, var að flyjast „á mölina“ eins og það var þá orðað. Rithöfundarverk Indriða fjallar að hluta til um þá sem áttu þetta sama hlutskipti og hann. Þeim gekk misvel að fóta sig í samfélagi þéttbýlisins. Viðmælandi minn í eftirfarandi grein er aftur á móti einn þeirra sem héldu tryggð við heimahagana og helguðu þeim ævistarf sitt. Fram eftir nýliðinni öld áttu unglingar í sveit- um þess kost að sækja sér menntun í héraðsskólum, 8 talsins, sem störfuðu í öllum landsfjórðungum. Eins og fram kemur á eftir notaði hann sér þessa leið til mennta. Hann naut þess svo að starfa sem bóndi á síðari hluta nýlið- innar aldar. Sá tími er ótvírætt einn hinn besti sem íslenskt sveitafólk hefur lifað. Bændur áttu greiðan aðgang að lánsfé og nutu tryggingar um verð fyrir afurðir sínar. Vélvæðing létti erfíði af þeim við bústörfm og rafvæðing sveitanna veitti birtu og yl inn á heimili fólks. Að ævistarfi loknu geta þau hjónin, sögumaður okkar og eiginkona hans, sem njóta enn góðrar heilsu, notið ellidag- anna á eigin heimili og sinnt hugðarefnum sínum. Heima er bezt 5

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.