Heima er bezt


Heima er bezt - 02.01.2007, Qupperneq 8

Heima er bezt - 02.01.2007, Qupperneq 8
og tekið þátt í framrás nýrra tíma. Ég fór í bamaskóla 9 ára. Þá var skóli í hálfan mánuð en annan hálfan mánuð var ég heima. Kennt var í Sólheimagerði og kenn- ari sá mæti maður, Gísli Gottskálksson, sem jafcframt var bóndi þar. Það var um 40 - 50 mínútna gangur í skól- ann og það þótti ekki umtalsvert að stauta þetta í hvaða veðri sem var, auðvitað í fyrstu með eldri systkinum. Nesti hafði maður með sér, mjólk á flösku og nokkrar brauðsneiðar, borið í ullarsokki. Það var ergilegt ef maður datt á svellum á leiðinni og braut mjólkurflöskuna, að þurfa að stauta til baka eftir mjólk, en nær helm- ingur leiðarinnar lá um holt og mýrar. Skólinn byrjaði í október og var lokið fyrir sumarmál, skólavist því ca. 9 - 11 vikur. Okkur var sett fyrir að læra heima þann tíma sem við vorum ekki í skóla. Tveir burstabœir inni á smíðaverk- stœði Arna. Geymsluhólf merkt með stórum bókstöfum eru upp- haflega úr sviðsmynd á Stöð 2. vornætur í Skagafirði Sem fýrr segir vorum við 7 systkinin og auð- vitað látin taka þátt í öllum bústörfum svo sem þurfa þótti. Einnig vorum við bræður allnokkuð í vegavinnu er til féll. Ég var t. d. „kúskur,“ teymdi hesta með malarkerrum, og í annan tíma handmokaði ég möl á bíla heilt sumar. A þessum árum, milli 1930 og 1950, vor- aði oftast þegar vorið átti að koma. Þannig erþað í minningunni. Sauðgróður kominn í úthaga um sumarmál. Þá var fénu beitt seinnipart vetrar er fært var og gjaman sleppt í fjallið upp úr sumarmálum. Sauðburður hófst 18,- 20. mai og þá var farið að líta eftir ánum. Vomm við bræður til skiptis lungann úr sólarhringnum að snúast við það. Við þekkt- um hverja kind með nafni og vissum nokkuð hvar þær héldu sig. Sumar bám á sama stað í ijallinu ár eftir ár. Þá lærði ég líka á ömefni til að geta stað- sett kindur betur fyrir þann er næstur fór á vakt. Lambær vom ekki reknar heim nema eitthvað væri að. Reynt var að verja túnið sem mest. Það var einstök tilfinning að vera í „fjall- inu“ milda vomótt, hlusta á fuglasönginn er sólin kom upp, roðaði fyrst Mælifells- hnjúkinn og vesturfjöllin, breiddi sig síðan yfir héraðið. Sjá reykinn liðast upp frá bæj- unum er húsmæðumar kveiktu upp í eldavél- unum, þetta var löngu fyrir rafurmagn. Svona liðu árin þar til ég fór 18 ára í Héraðs- Arni við hliðina á smíðisgrip sínum, burstabæ. Karlakórinn Heimir á konsert, líklega í Lang- holtskirkju. Foreldrar Arna, hjónin á Uppsölum, Sig- urlaug Jónasdóttir og Bjarni Halldórs- son. skólann að Laugum í Suður-Þingeyjarsýslu 1949 og er þar í fjóra vetur. Þar vom þá þrír vetur í bóknámi, sem nefndust yngri deild, eldri deild og gagnfræðadeild. Verknám fór ffam í svokallaðri smíðadeild og þar lauk þess- ari skólagöngu minni veturinn 1952-53. Ég átti góð ár á Laugum, kynntist mörgum góðum 8 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.