Heima er bezt


Heima er bezt - 02.01.2007, Blaðsíða 14

Heima er bezt - 02.01.2007, Blaðsíða 14
Ingvar Gíslason: „Ólafur skáld er kvað svo vel" r Viðbótarfrásögn af Olafi Bergssyni í 4. tbl. 53. árg. þessa tímarits (apríl 2003) birtist grein eftir mig, sem nefnist „Greinargerð með gleymdri vísu — AfÓlafi Bergssyni, Guðnýju Kristjánsdóttur og (ngimanni Olafs- syni.“ I grein þessari rifjaói ég upp vísu, sem Ingimann Olafsson kenndi mér á sinni tíð og sagði að væri eftir föður sinn, Olaf Bergsson, húsmann og kennara á Fljóts- dalshéraði (f. 1854, d. 1906). Ég kallaði þessa vísu „gleymda“, þótt ég myndi hana sjálfur, því að ég hef hvergi séð henni hald- ið ffam nema það sem ég hef gert til að kynna hana. Þetta geta menn lesið með því að fletta upp í Heima er bezt sem að ofan getur. I grein minni er að fmna nokkurt æviágrip Olafs Bergssonar og konu hans og yngsta sonar þeirra, Ingimanns. Þegar ég fór að kynna mér ævi Olafs, sem mér var drýgst til uppffæðslu um hana það sem Vilhjálmur á Brekku hefiir ritað um hann, varð mér ljóst að eins og ævi hans var örðug sem efnalítils húsmanns með stóra fjölskyldu á framfæri, var hann vel skáldmæltur, orti haglega gerðar vísur og kvæði. I áðumefndri grein minni gerði ég ekki ráð fyrir öðru en að það litla, sem menn kunnu skil á kveðskap hans, væri þegar ffam komið og varla við því að búast að fleira fyndist eftir hann. M.a. hefur sú sögn lifað að kistill með handritum hans hafi glatast eftir lát hans, talið að hirsla þessi hafi verið brennd með innihaldi sínu. En þó hefhr svo borið við, að fyrir tveimur ámm eða svo barst Guðbjörgu Jónsdóttur, sonardóttur Olafs og Guðnýjar Kristjáns- dóttur, í hendur gamall og lúinn smákistill með ýmsum misvel ásigkomnum hand- ritum, sem augljóslega em langflest úr fómm Ólafs Bergssonar. Um feril þessa kistils veit ég lítið og hef ekki mörg orð um það, en sýnt má vera að hann hefur verið í vörslu Jóns Ólafssonar, föður Guð- bjargar, þótt hún vissi ekki um tilurð hans fyrr en nú. Guðbjörg sýndi mér kistilinn skömmu eftir að henni barst hann i hendur. Úr varð að ég fékk að skoða innihald hans og hugsaði mér að nýta það sem þar væri til að bæta einhveiju við það sem ég haföi áður sett á blað um afa hennar. Með leyfi Guðbjargar haföi ég heim með mér skrifbók eina, brúna að lit, en upp- litaða, u.þ.b. 15,5 cm á breidd, 20,5 cm á hæð, og tók þegar að blaða í henni. Kom í ljós að þar var að finna ýmsan kveðskap eftir Ólaf, vísur og stutt kvæði, en einnig alllanga kvæðaflokka og ljóðabréf. Því miður vom persónulegar ástæður mínar slíkar á þeim tíma sem ég fékk bókina til lestrar, að ég hafði ekki tóm til að vinna það úr henni sem ég hefði kosið og kynna fyrir lesendum HEB, ýmist með almennri umfjöllun eða því að búa eitthvað af ljóð- unum til prentunar sem sýnishom af skáld- skap Ólafs Bergssonar. Nú hef ég tekið til við, eftir þetta hlé, að fara yfir bókina að nýju. Hún er því miður býsna slitin og laus úr böndum, en víðast fulllæsileg. Sem heild er hún ekki til birt- ingar í tímariti sem Heima er bezt og ekki getur orðið úr því að ég skrifi efni hennar upp og og búi til prentunar. En þá vil ég taka fram að ég tel það verðugt verkefni að kveðskap Ólafs sé haldið til haga og komi út eftir vali á bók með æviágripi hans, aldarfarslýsingu og skýringum. Til þess að fá greinargóða mynd af Ólafi Bergssyni og högum hans verður ekki hjá því komist að geta sér margs til eftir líkum og skálda í eyðumar, því fátt er að fmna, sem kallast mætti mannlýsing hans eftir samtímamenn, þótt fyrir liggi sitthvað í opinberum skráningarskjölum um staka viðburði í ævi hans og segja kunna nokkuð um fjölskylduhagi hans og lífskjör í stómm dráttum, en fátt í smáatriðum. Víst má þó telja að Héraðsmenn vissu á sinni tíð 14 Heimaerbezt Ólafur Bergsson Barnakennari (Höfundur ókunnur) Er nu lokið ævidegi Olafs skálds er kvað svo vel, eins, er þjóðin þekkti eigi, þreyttan oft við mæðuél. Vann hann lengi, ei viðurkenning, varþó dvgða- og menntagjam. Heimanfengin hans var menning, hann var eigi skólaharn. Unni snillianda jjörgum, œrið bæði las og reit. Sá í hilling hærra mörgum, himinhorna fegurð leit. Vandaður hœði í verki og tali, viðmótsþýður, öllum hreinn. Atti gnótt af orðavali, ei þó vildi styggja neinn. Aflaði sér - og öðntm kenndi - ýmsrar bókaþekkingar. Rits hann fegri hafði hendi heldur en flestir gœðingar. Hlýtt skal minnast halsins missta, hryggðin rýmdi g/eði snöggt. Hugtök skörp og handtök lista hans nú ritin sýna glöggt. Yjir lífsins hrim og boða hráttfló öndfrá reynslugeim. Fjarra verafegurð skoða fœr hún nú í sólar heim. (Gcimalt handrít) að hann var fróðleiksfús og skáldmæltur, þótt annars sé vísað til hans sem „eins“ þeirra mörgu „erþjóðin þekkti eigi“, eins og segir í erfíljóði um hann, því að meðal lausra blaða, sem lágu milli síðna í hand- ritabók Ólafs, er að finna litla örk með erfiljóði, sem ónefndur höfundur yrkir um hann látinn. Kvæðið fylgir þessari grein minni, enda segir það sína sögu. Einnig getur hugsast, og er við hæfi, að eitthvað verði birt síðar af kveðskap Ólafs sjálfs hér í blaðinu í samráði við ritstjórann. Ritað 31. okt. 2006 „Pabbi,“ spurði ungur piltur föður sinn. „Er tvíkvænismaður sá sem á einni konu of mikið?“ „Ekki þarf það nú að vera,“ svaraði faðirinn.? A Irlandi hafa trúarbrögðin fastar rætur í hugum margra, enda hafa marg- ir þar reynst fúsir til að láta lífíð (og þó einkum líf annaira) fyrir trú sína. Trúin mótar tal og hugsun fleiri en þeirra er játast undir hana, eins og fram kemur í orðum þessa manns á Eyjunni grænu: „Svo er Guði fyrir að þakka að ég er trúlaus!“ I blaðaviðtali við gamlan mann á merkisafmæli spurði fréttamaður: „Hafa ekki einhverjar af æskuóskum yðar ræst?“ „Jú, ég man að ég óskaði þess oft að ekki þyrfti að þvo á mér hárið,“ svar- aði öldungurinn. Annar gamall maður kom að smástrák sem sat grátandi við vegbrúnina. „Hvað er að, vinur, hvers vegna ertu að gráta?“ „Það er af því að ég get ekki gert það sem stóru strákamir geta.“ Þá settist gamli maðurinn og fór að gráta með honum. Húsfreyjan var nýkomin með bílpróf og sagði við mann sinn: „Vertu nú engill og leyfðu mér að keyra.“ Hann leyfði það og varð það. Önnur karlrembusaga um konur og bíla: Ung kona stóó vandræðaleg hjá kyrrstæðri Volksvagenbjöllu. Önnur kona kom að í sams konar bíl og spurði hvað væri að. „Það er ekki von að bíllinn gangi. Það er engin vél undir húddinu.“ „Við reddum því,“ svaraði aðkomukonan. „Ég er með aukavél í skott- inu.“ Svo er það sagan um íslenskan embættismann, sumir segja ráðherra, frá árunum eftir síðari heimstyrjöld. í diplómataboði hér heima barst talið að karlaþurrð í Þýskalandi og fylgdi sögunni að karlmenn fengju þar allt að tutt- ugu rnörk fyrir að sinna þörf kvenna. „Ég held að ég ætti bara að fara þangað og vinna fyrir mér,“ sagði mekt- armaðurinn. Eiginkona hans sló á frekari framavonir hans þegar hún sagði: „Mér er sem ég sjái þig komast af á fjörutíu mörkum á mánuði!“ Næsta saga er ekki af verri endanum, því hún er eftir John Steinbeck og birtist í „Þrúgum reiðinnar“. Efnislega er hún svona: Ungur sveitapiltur kom með þurfandi kú á bæ þar sem var þarfanaut. Heima- sætan leiddi nautið fram, og svo settust þau og horfðu á náttúruna hafa sinn gang. Eitthvað fór ungi maðurinn að ókyrrast og stundi að lokum upp: „Ég vildi að ég væri að gera það sem nautið er nú að gera.“ „Því ekki það?“ svaraði stúlkan. „Þú átt kúna.“ Annar rithöfundur, breskur, fór til Vesturheims og fannst sér þar lítill sómi sýndur. Eftir heimkomuna spurði blaðamaður hann álits á Ameríkumönnum. Þessu svarað rithöfundurinn þannig: „Vitrir menn eru íslendingar. Þeir fundu Ameríku og týndu henni.“ Heima er bezt 15

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.