Heima er bezt


Heima er bezt - 02.01.2007, Síða 22

Heima er bezt - 02.01.2007, Síða 22
þeirra. Ef engin spil eru uppi, sem sam- tals eru ellefu, né þrjú mannspil, má gefa eitt spil ofan á spilið í miðjunni, ef ekki rætist þá úr, hefur kapallinn mistekist. Colf kapall Þessi kapall er góður fyrir þá, sem langar til að hnekkja ákveðnum metum. Hvert spil er níu holur (eða hendur) og hvert spil, sem eftir er í borði, táknar hve mörg högg hefur þurft við þá holu. Lágmarkið („Bogey,,), sem miðað er við í spilinu, er förutíu, og er erfitt að komast niður fyrir það. Fimm raðir með sjö spil í hverri röð eru lagðar upp í loft á borðið. Afgangur spilanna er hafður í hendinni. Efsta spilinu í hendinni er flett upp og hvert spil, sem er næst við það að gildi, hvort heldur hærra eða lægra og í hvaða lit sem er, má taka af hinum neðstu sjö spilum. Ef áttu er t. d. flett upp, má leggja á hana níu, síðan tíu, gosa, tíu aftur eða drottningu o. s. frv. Þegar kóngur er tekinn, stöðvast röðin, drottningu má ekki leggja á kóng. Avallt þegar röðin stöðvast, er nýju spili flett upp og síðan haldið áfram eins og áður. Þegar öll spilin í hendinni eru búin, eru talin spilin, sem eftir eru í borði og þau tákna hve mörg högg þurft hefur við fyrstu holuna. Síðan eru spilin stokkuð og næsta hola spiluð á sama hátt, þar til allar níu hol- umar eru búnar, þá er lagt saman hve mörg högg hefur þurft samanlagt. Ef spil em eftir í hendinni, þegar allt er búið úr borði, koma þau til frádrátt- ar. Ef maður lýkur t. d. 3. holu og á þá eftir fjögur spil í hendi, en hefúr þurft ellefu til að ljúka tveim fyrstu holunum, er útkoman úr þrem fyrstu holunum því sjö. Alexander mikli Allur stokkurinn er lagður út. Lagt er í seytján staði, þrjú spil í hvem stað. Spilin snúa öll upp og eru lögð þannig að neðri spilin standi út undan þeim, sem ofar em, svo öll séu sýnileg. Spil- ið, sem afgangs verður, er lagt eitt sér. Aðeins efsta spilið af þessum þremur má færa og aðeins eitt spil í einu. Þegar ásarnir koma, leggur spilarinn þá fyrir framan sig. A ásana em spilin rakin eftir hækk- andi gildi í sama lit, en á efsta spilið í hverjum stokki í borðinu eftir lækkandi gildi í sama lit. Það er ráðlegt að reyna að ná út ásun- um sem fyrst, síðan tvistunum o. s. frv. Þegar kóngur er efstur í stokki, lokar hann inni öll spilin fyrir neðan, nema hægt sé að fá autt pláss til að leggja kónginn í. Spilinu er haldið áfram þar til ekki er hægt að ná fleiri spilum til að leggja ofan á ásana. En Alexander lagði ekki undir sig heiminn í færri en þremur orrustum og eins fer hér. Spilarinn fær annað og þriðja tækifærið; hann stokkar spilin og leggur þau aftur öll, sem ekki er búið að rekja ofan á ásana. Spilið er unnið þegar allir litimir hafa verið raktir. Ef það tekst ekki í þess- um þrem atrennum, er það tapað, en spilarinn getur sem bezt haldið áfram að stokka og leggja spilin á ný til að sjá, hve margar orrustur hann þurfti að vinna. Klondike Þetta er sennilega þekktasti kapall, sem til er. Þegar búið er að stokka er lagt þann- ig í borð: Sjö spil eru lögð í fyrstu röðina. Fyrsta spilið - lengst til vinstri - snýr upp, hin á grúfu. Síðan eru lögð sex spil ofan á, það fyrsta snýr upp og er lagt á fyrsta spil á grúfu vinstra megin af þeim neðri, hin eru lögð á grúfu. Síðan koma á sama hátt 5,4, 3, 2 og 1 spil. í borði em því 28 spil í hverjum stokki frá vinstri til hægri, 1, 2, 3, 4, 5, 6 og 7; efsta spilið snýr upp á öllum stöð- unum. Stokkinn, sem afgangs er, hefur spilarinn í hendinni. Asamir eru lagðir út um leið og þeir nást. A spilin, sem upp snúa, er lagt eftir lækkandi gildi og til skiptis rautt spil og svart. í auð sæti, sem myndast í röðinni, má aðeins láta kóngana, eða spilaröð með kóng neðstan. Kóngana má taka bæði úr hinum spilahlöðunum og stokknum, þegar honum er flett. Ef eitt spil af spilaröð á að færast í annan hlaða, verður að færa þau öll. Sumir hafa þetta að vísu ekki þannig, heldur færa hvaða hluta af spilaröðinni sem er, ef neðsta spilið af þeim, sem flutt em til, er í öðrum lit og einum lægra en spilið, sem það er lagt á. Þegar búið er að skipa spilunum, sem uppi em, eins og hægt er, er stokknum flett upp, einu spili í senn, og þau þá ann- aðhvort rakin ofan á ásana eða lögð við spilin á borðinu. Ef ekki er neinn staður fyrir spil em þau lögð í hlaða, efsta spilið af hlaðanum má ávallt taka, og sé það gert, þá næsta spil þar fyrir neðan o. s. frv. Þegar búið er að færa einu sinni gegnum stokkinn, er spilið búið. Ef spilað er um eitthvað, borgar spilarinn venjulega 52 einingar í borð fyrir fram. Hann fær 5 til baka fyrir hvert spil, sem hann kemur út (ofan á ásana). Ef kapallinn gengur upp, fær spilarinn framlag sitt 5-falt. Kínverski múrinn Þessi kapall gengur ekki oft upp og hann krefst töluverðrar umhugsunar og athygli, ef nota á öll tækifæri á besta hátt. Fyrst em gefin sex spil í röð á grúfu. Þá sex spil þar fyrir neðan upp í loft, þá önnur röð á grúfu o. s. frv., alls sex raðir, þrjár á grúfu og þrjár upp. Sextán spilunum, sem af ganga, vara- sjóð, er raðað upp í loft til hliðar við hin. Sex spilunum í neðstu röðinni má raða hverju ofan á annað, þannig að þau fari lækkandi til hægri, og rautt og svart séu til skiptis, og spil úr varasjóðnum má nota á sama hátt. Asar em teknir úr neðstu röð eða varaspilum og lagðir út, síðan þegar tvistar nást em þeir látnir ofan á ás sama litar o. s. frv. Þegar spil, sem snýr upp, er fært til, er spilinu, sem er á grúfu næst fyrir ofan, flett upp. Ef autt pláss verður í efstu röð, má flytja þangað hvaða spil eða spilaröð, sem vera skal. Hér er dæmi, sem sýnir hvemig spilin em lögð, x táknar spil á grúfu: x x x x x x 10H 4L 7S 2T ÁH 9T X X X X x x 2H 5L 8S DS 5T 9L X X X X X X ÁL KS 10T 3L 9S 4A Laufásinn er tekinn úr borði og tíg- ulásinn úr varaspilunum og þeir lagðir fyrir ofan hin spilin eða hægra megin KH DT AT 21 KL 5H DH GS GL 10S 9H 81 7T 7H 6L DL Varasjóöur 22 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.