Heima er bezt


Heima er bezt - 02.01.2007, Page 37

Heima er bezt - 02.01.2007, Page 37
Kviðlingar kvæðamál Umsjón: Auðunn Bragi Sveinsson ' f»v Vísnaþáttur Gleðilegt nýtt ár, góðir lesendur, og þökk fyrir þau liðnu. Við erum komin nokkur ár inn í 21. öldina. A þessu ári verða 200 ár liðin frá fæðingu listaskáldsins góða, Jónasar Hallgrímssonar. Hvenær gleymist hann sem skáld? Trúlega seint. Afmælisdagur hans, 16. nóvember, hefur hlotið heitið „Dagur íslenskrar tungu,,. Slíkur heiður hlotnast ekki nema afburða skáldi og andans manni. Jónas var þó ekki hátt metinn borgari meðan hann lifði. Það hefí ég einhvem tíma sett í erindi : Stórskáld var Jónas, þó stœði lágt í stöðu borgaralegri, og œtti svo skelfing ósköp bágt. - Hver orti þó Ijóðin fegri Og fyrst farið er að minnast höfuskálda þjóðarinnar, er vert að minnast þess, að á árinu eru 100 ár liðin frá andláti Benedikts Sveinbjamarsonar Gröndals. Hann lést 2. ágúst 1907, og var þá tæplega 81 árs. Gröndal var einn af fjór- um stórskáldum nítjándu aldarinnar, en þeir vom Grímur, Gröndal, Steingrímur og Matthías. Þannig var röð þess- ara skálda í munni kennara míns á Reykjaskóla, séra Jóns Guðnasonar (1889-1975), sagnfræðings og skjalavarðar. Kennsla hans í bókmenntasögu var lifandi og skemmtileg, og búum við, nemendur, lengi að fræðslu hans. Að lokum skal getið aldarafmælis skáldsins Guðmund- ar Inga Kristjánssonar frá Kirkjubóli í Bjamardal í Vest- ur-ísaijarðarsýslu. Hann lést fyrir einungis fjórum ámm, háaldraður. Þegar hann lést, var hann nestor íslenskra skálda. Guðmundur Ingi var íslenskt skáld, í bestu merkingu þess orðs. Hann orti um íslenska náttúm og sveitalíf og léði lið sitt jákvæðum öflum tilvemnnar. Aldarafmæli Guðmundar Inga er 15. janúar 2007. Að þessu loknu er komið að hagyrðingi mánaðarins. Að þessu sinni verður fyrir valinu maður að nafni Hjörtur Gísla- son. Hann fæddist 27. október 1907 í Bolungarvík, eða fyrir einni öld. Hann ólst upp frá fermingaraldri að Hamri á Langadalsströnd við Djúp. Fluttist 1924 í Húnaþing. Var togarasjómaður um skeið. Hann fluttist 1935 til Akureyrar, og var þar bílstjóri, en síðar starfsmaður KEA, og loks flug- málastjórnar til æviloka, sem urðu 1963. Ljóðabók kom út eftir Hjört Gíslason, sem nefnist VÖKURÍM, út gefin 1957. Annars skrifaði hann bækur nokkrar fyrir böm, er nutu mik- illa vinsælda. Hér á eftir fara nokkrar stökur og erindi eftir Hjört Gíslason. Hann yrkir um haustið: Þó að haustið héluborið hylji grœnan smárateig, kemur aftur áfengt vorið, angan blóma, hjartans veig. Gott er vorsins vín að teyga, vaka, meðan sefur þjóð. Finnst mér haust þó alltaf eiga unaðsfegurst vögguljóð. Arstíðimar em oft yrkisefni Hjartar. Hann yrkir þannig um haust og vor: Dagsins köldu hríðarhögl huldu blóma slakka. Kleip af stofni næmri nögl nóttin fmgrablakka. Sá ég vorsins rauðu rós rísa úr grænu flosi, meðan nóttin lokkaljós lést í árdagsbrosi. Seinni vísan er hrein snilld að mínum dómi. Hún hlýtur að grípa hug hvers þess, er ann vel ortu ljóði. Gamansemi og glettni er að finna í ljóðum Hjartar, eins og vel sést í þessu erindi: Ut í lífið létt og kátt lokkar svanninn manninn, og í rúmið raunagrátt rekur manninn svanninn. Heimaerbezt 37

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.