Heima er bezt


Heima er bezt - 02.01.2007, Síða 41

Heima er bezt - 02.01.2007, Síða 41
til þess stuðnings höfðingjastéttarinnar. Cæsar brá þá hart við og aðfaranótt 11. janúar árið 49 f. Kr. hélt hann með her sinn suður yfir Rúbíkófljót, en um það lágu þá norð- urlandamæri Italíu. Við það tækifæri á hann að hafa mælt þessi orð: „Guðimir vilja það, óvinirnir ögra oss, teningn- um er varpað.“ Hófst þar með borgarastyrjöld í landinu sem stóð til ársins 45 f. Kr. Cæsar sótti hratt fram suður eftir landinu og gjörsigraði hvem herflokkinn af öðmm sem Pompeius og öldungaráð- ið sendu gegn honum. Hvarvetna kom hann fram af ein- stakri mildi og mannúð og ávann sér þannig almenna hylli. Pompeius og fylgismenn hans sýndu aftur á móti af sér hið mesta ráðleysi, fóm undan í flæmingi og lögðu ekki út í neina lokaorrustu. Þess í stað flýðu þeir yfir til Grikklands og drógu þar saman mikið lið. En á meðan hélt Cæsar áfram sigurgöngu sinni á Italíu, vann Rómaborg og náði þar með aðalstöðvum ríkisins og ljárhirslu í sínar hendur. Pompeius hafði mikið herlið á Spáni. Cæsar óttaðist að fá þann her í bakið, svo að hann sigldi þangað og sigraði liðið í hörð- um bardögum. Síðan sigldi hann til Grikklands til móts við Pompeius og her öldungaráðsins. Höfuðorrustan milli þessara andstæðinga stóð við Farsalos í Þessalíu. Her öld- ungaráðsins var miklu ijölmennari en her Cæsars, en fyrir snilli foringjans og trúfesti manna hans, vann Cæsar einnig þama sigur. Pompeius komst undan og sigldi litlu síðar til Egyptalands. Þegar þangað kom og Pompeius steig á land var hann óðar myrtur af þarlendum konungi, sem með því vildi vinna sig í álit hjá Cæsari. Skömmu síðar kom Cæsar til landsins. Hann var mjög hryggur yfir dapurlegum enda- lokum Pompeiusar sem fyrrum hafði verið vinur hans og bandamaður sem og tengdasonur. Lét hann hegna morð- ingjum hans grimmilega. I Egyptalandi blandaói Cæsar sér í deilur hinna konung- bornu systkina, Ptolemeiosar og Kleópötru, um það hvort þeirra skyldi stjórna landinu. Hann studdi Kleópötru og gerðist einnig ástmaður hennar. Ptolenieios gerði þá upp- reisn og settist um Alexandríu með her sinn, þar sem Cæsar hélt til og var næsta fáliðaður. í stríðinu sem af þessu leiddi brann talsverður hluti af frægu bókasafni borgarinnar og var Cæsari kennt um það. Um síðir barst liðsauki og var Ptolemeios þá gjörsigraður og týndist á flótta. Eftir það var Kleópatra allsráðandi um landstjómina. En meðan þetta gerðist bárast Cæsari tíðindi af alvarlegri uppreisn gegn Rómverjum austur í Asíu. Brá hann við í skyndi, hélt á vett- vang og bældi niður allan uppsteyt á örskömmum tíma. Gaf hann öldungaráðinu síðan fræga skýrslu sem samanstóð af þremur orðum: „Veni, vidi, vici,“ sem merkir: „Eg kom, ég sá, ég sigr- aði.“ Eftir þetta sneri Cæsar sér að lokauppgjöri við her- flokka þá sem eftir voru af liði höfðingjasinna og bæði í Norður-Afríku og á Spáni. Sigraði hann þá og upprætti á skömmum tíma. Eftir að öll mótspyrna var úr sögunni settist Cæsar að um kyrrt í Róm. Öldungaráðið gerði sér þá ljóst að tími hins forna lýðveldis væri úr sögunni og kaus hann sem alræð- ismann til tíu ára. Hófst hann þá óðar handa við að end- urskipuleggja Rómaveldi, þar sem víða ríkti neyðarástand eftir margra ára borgarastyrjöld. Kom hann á fjölmörgum og víðtækum umbótum á skömmum tíma. Meðal annars lét hann skipta upp miklum jarðeignum handa hermönnum sínum og fátæku fólki og stofnaði nýlendur í sama skyni í Afríku og víðar í skattlöndunum. Þá endurbætti hann stjóm skattlandanna, lét ýmsa þjóðfélagshópa fá rómverskan borg- ararétt, hóf miklar byggingaframkvæmdir, lagði drög að nýjum sveitastjórnarlögum og skrásetningu allra rómverskra laga, lækkaði skuldir á þeim sem lítið áttu, hindraði oku- vexti og margt fleira. Loks endurbætti hann tímatalið sem orðið var mjög ruglað. Fékk hann grískan fræðimann frá Alexandríu, Soisigenes að nafni, sér til aðstoðar við verk- ið. Utkoman af starfi þeirra var hið júlíanska tímatal sem nefnt var í höfuðið á Júlíus Cæsar. Var það mjög nákvæmt og hefur verið við lýði með nokkrum síðari tíma leiðrétt- ingum til þessa dags. Jafnframt margþættu umbótastarfi heima fyrir var Cæsar með áfonn á prjónunum um að treysta landamæri ríkisins að austan og norðan. Hugðist hann fyrst halda til Asíu og vinna þar lönd austan Evfratfljóts sem og að hefha fyrir dráp Crassusar. Að því loknu ætlaði hann svo til Evrópu og hafði þá í hyggju að leggja Germaníu undir Rómaveldi. Með þeim aðgerðum taldi hann að friður og ytra öryggi mundi verða tryggt til frambúðar. En Cæsar fékk nauman tíma til að sinna umbótum og herferðum, því að víða átti hann andstæðinga. Óvinir hans voru flestir meðal yfirstéttannanna sem margir höfðu misst fom sérréttindi sín. I þessum fjandaflokki voru líka ýmsir ákafír lýðveldissinnar sem ekki vildu sætta sig við að fyrra stjómskipulagi væri kollvarpað og tekið upp í staðinn eins konar einveldi. Jafnvel óttuðust margir að Cæsar hefði í hyggju að koma á konungdæmi í Róm og magnaðist sá orðrómur eftir að austurlenska drottningin Kleópatra kom til borgarinnar og dvaldist þar um skeið. Þá átti Cæsar jafnvel óvini í hópi fyrri fylgismanna sinna og samherja sem fannst að þeir hefðu ekki hlotið þá umbun sem þeir verðskulduðu. Hinir fjölmörgu andstæðingar Cæsars náðu að sameinast undir forystu tveggja manna. Það vom þeir Cassius og Brútus. Þeir voru lýðveldissinnar og höfðu áður fyllt fjandaflokk Cæsars, en hann hafði tekið þá í sátt og gert vel við þá i hvívetna. Þessir menn stofnuðu til samsæris um að myrða Cæsar hinn 15. mars árið 44 f. Kr., en þann dag var síðasti fundur öldungaráðsins fyrir brottför Cæsars til Asíulanda. Spámaður einn hafði varað Cæsar við þessum degi og um morguninn bað kona hans hann að fara ekki á fund í ráðinu, því að um nóttina hefði hana dreymt að hún sæi hann allan blóðstokkinn. En Cæsar ansaði ekki slíku og hélt til fund- arins eins og til stóð. A leiðinni mætti hann fyrmefndum spámanni og sagði brosandi að þá væri 15. mars kominn. „Já,“ svaraði spámaðurinn hryggur, „kominn, en ekki lið- inn.“ Síðar á leiðinni braut einn vina hans sér braut gegnuni mannþröngina, rétti honum skrifaðan miða og hrópaði um leið: „Lestu þetta strax.“ A seðlinum var sagt frá áformum samsærismanna, en Cæsar virðist ekki hafa lesið það, því að síðar fannst blaðið samanbrotið í lófa hans. Heima er bezt 41

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.