Heima er bezt - 02.01.2007, Page 42
Cæsar gekk inn í sal öldungaráðsins og tók sér sæti á gyllt-
um embættisstól við hliðina á styttu Pompeiusar. Jafnskjótt
söfnuðust samsærismennimir umhverfis hann og duldi hver
þeirra rýting undir skikkjunni. Einn þessara mann kraup
fyrir honum og rétti fram bænaskjal um leið og hann greip í
skikkjufald hans. Var þetta umsamið merki um að þá skyldu
samsærismenn heijast handa. Og í sömu andrá rak einn
þeirra, Casca að nafni, rýting í bak honum. „Þetta er ofbeldi,“
mælti Cæsar og greip um leið um hönd Casca. En meira
ráðrúm fékk hann ekki, því að þá réðust morðingjamir að
honum allir í senn og stungu hann ákaft með rýtingunum.
I hópi morðingjanna var Brútus, sem Cæsar hafði reynst
sérstakur velgerðamaður. Þegar hann sá þennan skjólstæð-
ing sinn þama á hann að hafa hrópað: „Og þú líka, barnið
mitt Brútus.“ Síðan sveipaði hann skikkjunni að höfði sér,
féll á gólfíð við fótstallinn á styttu Pompeiusar, þar sem líf
hans Ijaraði út.
Þannig lauk ævi þessa merkilega manns. Hann hafði byrjað
feril sinn sem eyðsluseggur og glaumgosi, en síðar unnið sér
sess sem einn snjallasti herforingi og gagnmerkasti stjóm-
málaskörungur sem uppi hefur verið. En þótt Cæsari væri
rutt úr vegi, þá rættist ekki draumur lýðveldissinna um að
endurreisa fyrra þjóðskipulag. Morðingjamir höfðu gert ráð
fyrir að verða hylltir sem þjóðhetjur, en þær vonir brugð-
ust gersamlega. Brátt hófst ný borgarastyrjöld sem sópaði
draumórum þeirra sem og þeim sjálfum út í ystu myrkur.
En á þeim grunni sem Cæsar hafði lagt reis nokkmm ámm
síðar rómverska keisaradæmið með Octavíanusi (Agústus
keisara), en hann var systurdóttursonur og erfíngi Cæsars
og af þeim atburðum er mikil saga.
© MarkChurms.com 2004. All Rights Reserved
BOKAKYNNING
Aldrei aftur meðvirkni
METSÖLIBÓK # 1 VÍÐA UM HEIM
Aldrei aftur
meðvirkni
Að hœtm að stjórna öðrum og bera
umhyggjufyrir sjálfum sér
MELODY BEATTIE
eftir Melody Beattie
I þessari bók sinni fjallar Melody Beattie um það hvernig
tilfinningasambönd og tengsl taka á sig skrumskælda mynd
(hvernig við „kóum“ með fólki) í skugga fíknar. En í raun þarf
ekki fíknimyndun til að sambönd brenglist og taki á sig óbærilega
skrípamynd þess sem þeim var ætlað að vera. Þetta ferli á ekki
bara við þá sem eru í samböndum við fíknisjúklinga af einhverri
gerð, heldur meðvirknin lætt öngum sínum inn í nánast hvaða
samband sem er.
Einkenni meðvirkni eru mörg og meðal þeirra eru afneitun,
feluleikir, kvíði, skortur á einlægni, sársauki, vonbrigði, ótti
vanmetakennd, magnleysi... Listinn er afar langur, en því miður
sannur. Það hafa fjölmargir einstaklingar reynt í eigin lífi.
Aldrei aftur meðvirkni tekur á hispurslausan hátt á flestum þeirra
þátta sem skaða sambönd okkar við ástvini og aðra sem eru
okkur kærir.
í bókinni er að finna ýmis einföld próf sem gera lesandanum
kleift að átta sig á eigin meðvirkni og bregðast við henni á
raunsæjan máta. Þá er einnig bent á sjálfshjálparhópa sem starfa
á fjölmörgum sviðum og grein gerð fyrir starfsemi þeirra.
Áfengisfíkn og eiturlyfja, ofát, spilafíkn - lausnir og leiðir fyrir
vandamenn og ástvini. Allt er þetta að finna í Aldrei aftur meðvirkni
- og fjöldann allan af góðum, handhægum leiðbeiningum fyrir alla
sem láta sig einlæg og heiðarleg samskipti varða.
Aldrei aftur meðvirkni - er skrifuð í Ijósi reynslu og menntunar
á því sviði sem hún fjallar um, en höfundurinn er menntaður
félagsráðgjafi með mikla persónulega og starfslega reynslu af
meðvirkni í öllum myndum.
Útgefandi: Sala og Dreifing, sími 892 3334
42 Heima er bezt