Heima er bezt - 02.01.2007, Page 43
Haukur er einn. Hann lítur á úrið sitt. Það er að vísu kom-
inn háttatími, en hann getur ekki farið að sofa strax; fyrsta
kvöldið hans á Sólvangi er svo brosfagurt og heillandi. Hann
gengur út á svalirnar. Hinn sætljúfi blómailmur neðan úr
garðinum blandast kristalstæru kvöldloftinu, og vorsólin
hjúpar sveitina hinstu geislum hins kveðjandi dags. Ungi
læknirinn horfir hugfanginn út í fegurðina og veitir enga
eftirtekt læknisdótturinni, sem kemur á hjóli heinr að hús-
inu. Agnes sér Hauk. Hún stígur af hjólinu og leiðir það
hljóðlega
heim að hliðinu á blómagarðinum. Þar nemur hún staðar.
Augu hennar hvíla á lækninum. Hann er hár og grannur,
fallega vaxinn, svarthærður, brúneygur, fölur í andliti. Ennið
er hátt og nefíð beint, aðeins hærra að framan, varimar
þykkar, munnurinn nettur. Svipurinn bjartur og góðlegur.
Læknirinn er ungur, vel menntaður og ættaður úr Reykjavík.
Hann hlýtur að hafa gaman af að skemmta sér. Bros líður
yfir andlit hinnar ungu stúlku. Hún hlakkar til að kynnast
honum. Agnes snýr sér frá hliðinu og ætlar að ganga burt án
þess að láta hann verða sín varann. En Haukur veitir henni
eftirtekt og býður henni gott kvöld.
Unga læknisdóttirin lítur við og stendur kyrr.
- Gott kvöld.
- Mikil vorfegurð er hér á Sólvangi, staðurinn ber það
nafn með réttu, segir Haukur læknir.
- Já, hér eru vorkvöldin rómantísk.
- Eruð þér ekki fæddar og uppaldar hér?
- Jú, en ég hef verið í Reykjavík á hverjum vetri síðan
ég var um fermingu.
- Hvemig líkar yður að vera þar?
- Eg gæti ekki hugsað mér að vera annarsstaðar, nema
aðeins yfir blásumarið.
- Svo þér eruð svona hrifnar af borgarlífmu.
- Þar em möguleikarnir til að njóta lífsins.
- Já, að vísu hefur borgarlifið upp á margt ákjósanlegt
að bjóða, en ég álít að dýpstu fegurð og fyllsta samræmi
lífsins sé að finna í gróandi sveit. Þar held ég, að maðurinn
komist í nánast samband við tign og mikilleik hins skap-
andi máttar.
Það getur vel verið, sveitin er ágætur hvíldarstaður
yfir sumarið.
Haukur brosir.
- Þetta er skoðun yðar, sveitastúlkunnar?
- Já, ef sveitastúlku skyldi kalla.
- Er mikið félags og skemmtanalíf héma?
- A sumrin eru oft dansleikir. Ungmennafélagið á stórt og
rúmgott samkomuhús, eftir því sem um er að gera í sveit.
- Em sveitaböllin ekki hárómantísk? Haukur brosir á
ný.
- Hafíð þér aldrei komið á ball í sveit?
- Nei aldrei.
- Eg ætla ekki að svara spumingu yðar nú, Haukur læknir.
Sumarið gefur yður nóg tækifæri til að kynnast og njóta róm-
antíkur sveitalífsins. Bros hennar leiftrar bjart og heillandi
eins og vorkvöldið, og ungi læknirinn brosir í móti.
Sólin hefur boðið sveitinni góða nótt með hlýjum geisla-
kossi. Blómin hneigja höfuð sín. Unga læknisdóttirin býður
Hauki góða nótt og hverfúr inn í húsið. Hann stendur kyrr
og horfir á eftir henni. Hún er ung og falleg, en... Læknirinn
gengur hljóðlega inn í herbergi sitt og leggst til hvíldar.
Nóttin ríkir.
Nýr dagur rís. Unga læknisdóttirin losar svefninn við
hlýja snertingu hins fyrsta morgungeisla, sem fellur yfír
frítt andlit hennar á hvítum svæflinum, og glaðvaknar um
leið. Nýr þróttur streymir um endumærðan líkama hennar
eftir djúpa draumværa hvíld næturinnar. Hún liggur kyrr á
legubekknum og nýtur um stund hinnar helgu morgunkyrrðar.
Mynd unga læknisins á svölunum frá síðastliðnu kvöldi líður
fram í vitund hennar. Hann birtist henni þar eins og prins í
fögm, heillandi ævintýri, umvafínn töfraljóma vorkvölds-
ins, og hún varð djúpt snortin af glæsileik hans. Dásamleg
tilhögun örlaganna að senda hann hingað í sumar. Agnes
veit það vel, að hún býr yfír þeim kvenlegu töfmrn, sem
enginn piltur hefur getað staðist til þessa, af öllum þeim
hópi, sem hún hefur kynnst við, hún hefur reyndar aldrei
beitt þeim töfrum í neinni alvöru fram á þennan dag, aðeins
til að njóta líðandi stundar, en nú hefur örlagagyðjan svo
óvænt ofið nýjum þræði inn í líf hennar. Hún varð í fullri
alvöru hrifín af Hauki lækni við fyrstu kynni þeirra, og
sigurvissa hennar er líka örugg, hún skal vinna ástir unga
læknisins, í sumar.
Heima er bezt 43